„Allt rólegt ennþá,“ segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Áfram er kvikusöfnun undir Svartsengi og er hún orðin meiri en fyrir síðasta gos sem hófst 20. nóvember 2024.
Einungis einn jarðskjálfti mældist í nótt yfir kvikuganginum en hann var 0,6 á stærð. Að sögn Kristínar hafa ekki verið nein skjálftahrina síðan 27. febrúar.
Núverandi hættumat fellur úr gildi á þriðjudag.
Það verður endurskoðað þann fjórða nema eitthvað gerist í millitíðinni,“ segir Kristín.
