Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri segir háa sjávarstöðu og suðvestanátt vera eitraða blöndu fyrir Seltirninga en að það sama sé uppi á teningnum í nótt. Hann hvetur íbúa til að vera við öllu búin og hafa samband við sitt tryggingafélag verði það vart við tjón vegna veðursins.

Stefán Már Kristinsson slökkviliðsmaður segir að mikið hafi flætt í allavega fimm kjallara á suðurströnd nessins og að tjónið sé verulegt.
Í umræðuþráðum á íbúahóp Seltirninga á Facebook má einnig sjá myndir af skemmdum sem óveðrið hefur valdið á golfvellinum. Svo virðist einnig sem að handrið hafi orðið fyrir einu stórgrýtinu.


