Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Árni Jóhannsson skrifar 1. mars 2025 22:11 Borche þurfti stundum að biðla til dómara leiksins. Vísir/Anton Brink Borche Ilievski var ánægður með sína menn þrátt fyrir 90-87 tap gegn Val í 19. umferð Bónus deildar karla í kvöld. Hann var hinsvegar ekki alveg viss með dómara leiksins í lok hans. Þjálfari ÍR, Borche Ilievski, var spurður að því eftir leikinn hvort hann hafi getað beðið um eitthvað meira frá sínum mönnum. „Ég meina við stóðum okkur vel í kvöld og það eina sem vantaði var að vinna leikinn. Ég er ánægður með það hvernig við komum inn í leikinn og hvernig þeir spiluðu mesta allan leikinn. Að sjálfsögðu þá eru mistök hér og þar sem eru hluti af leiknum. Ég er ekki viss um að dómararnir hafi haft rétt fyrir sér þegar þeir slepptu því að flauta þegar Jakob Falko var snertur í lokasóknunum okkar. Ég er ekki viss hvort þetta hafi verið villur eða ekki en á hinum endanum var flautað á svipaða hluti. Ég set spurningamerki við þetta en svona er þetta. Við getum ekki kvartað, dómararnir sjá það sem þeir sjá og flauta á það sem þeir sjá. Ég er bara sorgmæddur yfir því að ná ekki í sigurinn.“ Það hlýtur samt að vera eitthvað sem Borche getur tekið jákvætt út úr leiknum í kvöld þrátt fyrir tap? „Ég er hrifinn af andanum og hvernig við spiluðum í 40 mínútur. Að endingu voru þeir kannski heppnari þegar boltinn barst til Kára þegar hann tók forystuna fyrir þá og við fengum tækifæri til að jafna í lokin en það fór ekki ofan í. Svona er það. Það er margt jákvætt og þetta er stíllinn okkar. Svona þurfum við að spila. Við náðum ekki að klára leikinn gegn Njarðvík og ekki þennan heldur og ég er dálítið vonsvikinn með það. Við þurfum að gera örlítið betur og leggja meira á okkur fyrir næsta leik.“ Talandi um að ná ekki að loka leikjum. Hefur Borche einhverjar áhyggjur af því að ÍR nái ekki að loka þessum leikjum? „Ég hef ekki áhyggjur. Ef Jakob Falko hefði fengið villurnar í lokin þá hefðum við lokað þessu. Það varð ekki og þannig er það. Við höldum bara áfram.“ Bónus-deild karla ÍR Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Valur lagði ÍR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í hörkuleik. Jafnt var á öllum tölum nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrr en í lokaandartökunum. Staðan 90-87 þegar upp var staðið og Valsmenn eru enn á sigurbraut. 1. mars 2025 18:46 Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Körfubolti Fleiri fréttir „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Leik lokið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjá meira
Þjálfari ÍR, Borche Ilievski, var spurður að því eftir leikinn hvort hann hafi getað beðið um eitthvað meira frá sínum mönnum. „Ég meina við stóðum okkur vel í kvöld og það eina sem vantaði var að vinna leikinn. Ég er ánægður með það hvernig við komum inn í leikinn og hvernig þeir spiluðu mesta allan leikinn. Að sjálfsögðu þá eru mistök hér og þar sem eru hluti af leiknum. Ég er ekki viss um að dómararnir hafi haft rétt fyrir sér þegar þeir slepptu því að flauta þegar Jakob Falko var snertur í lokasóknunum okkar. Ég er ekki viss hvort þetta hafi verið villur eða ekki en á hinum endanum var flautað á svipaða hluti. Ég set spurningamerki við þetta en svona er þetta. Við getum ekki kvartað, dómararnir sjá það sem þeir sjá og flauta á það sem þeir sjá. Ég er bara sorgmæddur yfir því að ná ekki í sigurinn.“ Það hlýtur samt að vera eitthvað sem Borche getur tekið jákvætt út úr leiknum í kvöld þrátt fyrir tap? „Ég er hrifinn af andanum og hvernig við spiluðum í 40 mínútur. Að endingu voru þeir kannski heppnari þegar boltinn barst til Kára þegar hann tók forystuna fyrir þá og við fengum tækifæri til að jafna í lokin en það fór ekki ofan í. Svona er það. Það er margt jákvætt og þetta er stíllinn okkar. Svona þurfum við að spila. Við náðum ekki að klára leikinn gegn Njarðvík og ekki þennan heldur og ég er dálítið vonsvikinn með það. Við þurfum að gera örlítið betur og leggja meira á okkur fyrir næsta leik.“ Talandi um að ná ekki að loka leikjum. Hefur Borche einhverjar áhyggjur af því að ÍR nái ekki að loka þessum leikjum? „Ég hef ekki áhyggjur. Ef Jakob Falko hefði fengið villurnar í lokin þá hefðum við lokað þessu. Það varð ekki og þannig er það. Við höldum bara áfram.“
Bónus-deild karla ÍR Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Valur lagði ÍR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í hörkuleik. Jafnt var á öllum tölum nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrr en í lokaandartökunum. Staðan 90-87 þegar upp var staðið og Valsmenn eru enn á sigurbraut. 1. mars 2025 18:46 Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Körfubolti Fleiri fréttir „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Leik lokið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Valur lagði ÍR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í hörkuleik. Jafnt var á öllum tölum nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrr en í lokaandartökunum. Staðan 90-87 þegar upp var staðið og Valsmenn eru enn á sigurbraut. 1. mars 2025 18:46
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli