Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. mars 2025 20:05 Séra Úlfar er mjög flinkur og ótrúlega góður að hitta kúlunum ofan í götin þrátt fyrir að vera lögblindur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Úlfar Guðmundsson, prestur og fyrrverandi prófastur í Árnesprófastsdæmi stundar sín áhugamál af miklum krafti komin vel á níræðis aldur en það er snóker og bridds. Það sem meira er, Úlfar er lögblindur en lætur það ekki stoppa sig. Í Grænumörk á Selfossi hafa eldri borgarar meðal annars sína félagsaðstöðu enda er þar sérstök snókerstofa þar sem séra Úlfar er allt í öllu við að kenna konum og körlum að spila snóker. Hann hefur mikið dálæti af snóker og er mjög laginn við að hitta kúlurnar og koma þeim niður í götin á borðinu þrátt fyrir að sjá nánast ekki neitt. „Já, ég er eiginlega búin að kenna hérna í 15 ár en svo er ég hættur núna en ég get nú sagt mönnum til en ég er eiginlega hættur þessu núna,” segir Úlfar. En af hverju? „Ég er lögblindur og sé illa til að spila. Það hljómar einkennilega, það er eins og brandari,” bætir Úlfar við hlæjandi. En þú ert að standa þig ótrúlega vel í þessu öllu saman, er það ekki? „Nei, ég er það nú ekki en ég spila bridds enn þá, sé spilin enn þá í blindu og er svona meira í því.” Úlfar hefur mjög gaman af því að spila snóker og ekki síður bridds.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur þér að sjá kúlurnar? „Það að gengur svona nokkuð vel en ég þarf að passa mig á brúnni og rauðri og kannski blárri og grænni,” segir Úlfar. Úlfar hefur kennt um 45 manns á Selfossi síðustu árin að spila snóker og reglurnar í kringum snókerinn. Einn af þeim er Mjófirðingurinn Gautur Stefánsson, sem býr á Selfossi og hefur verið að læra snóker hjá Úlfari og hælir honum þar í hástert. „Þetta er bara snillingur í einu orði sagt. Eina leiðinlega við hann er það að það er ekki nokkur leið að komast fram hjá reglunum hjá honum, hann er dálítið fastur á þeim,” segir Gautur og hlær. Gautur (t.v.) og Úlfar, sem eru duglegir að spila snóker saman á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ótrúlegt með þessa litlu sjón hvað hann er klár, finnst þér það ekki? „Jú, maður efast oft um hvort það sé alveg satt, sem hann segir með sjónina nema að hann viti bara hvar götin eru frá gamalli tíð, ég veit það ekki, hann er ótrúlega hittinn á þetta,” bætir Gautur við. Árborg Snóker Eldri borgarar Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Í Grænumörk á Selfossi hafa eldri borgarar meðal annars sína félagsaðstöðu enda er þar sérstök snókerstofa þar sem séra Úlfar er allt í öllu við að kenna konum og körlum að spila snóker. Hann hefur mikið dálæti af snóker og er mjög laginn við að hitta kúlurnar og koma þeim niður í götin á borðinu þrátt fyrir að sjá nánast ekki neitt. „Já, ég er eiginlega búin að kenna hérna í 15 ár en svo er ég hættur núna en ég get nú sagt mönnum til en ég er eiginlega hættur þessu núna,” segir Úlfar. En af hverju? „Ég er lögblindur og sé illa til að spila. Það hljómar einkennilega, það er eins og brandari,” bætir Úlfar við hlæjandi. En þú ert að standa þig ótrúlega vel í þessu öllu saman, er það ekki? „Nei, ég er það nú ekki en ég spila bridds enn þá, sé spilin enn þá í blindu og er svona meira í því.” Úlfar hefur mjög gaman af því að spila snóker og ekki síður bridds.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur þér að sjá kúlurnar? „Það að gengur svona nokkuð vel en ég þarf að passa mig á brúnni og rauðri og kannski blárri og grænni,” segir Úlfar. Úlfar hefur kennt um 45 manns á Selfossi síðustu árin að spila snóker og reglurnar í kringum snókerinn. Einn af þeim er Mjófirðingurinn Gautur Stefánsson, sem býr á Selfossi og hefur verið að læra snóker hjá Úlfari og hælir honum þar í hástert. „Þetta er bara snillingur í einu orði sagt. Eina leiðinlega við hann er það að það er ekki nokkur leið að komast fram hjá reglunum hjá honum, hann er dálítið fastur á þeim,” segir Gautur og hlær. Gautur (t.v.) og Úlfar, sem eru duglegir að spila snóker saman á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ótrúlegt með þessa litlu sjón hvað hann er klár, finnst þér það ekki? „Jú, maður efast oft um hvort það sé alveg satt, sem hann segir með sjónina nema að hann viti bara hvar götin eru frá gamalli tíð, ég veit það ekki, hann er ótrúlega hittinn á þetta,” bætir Gautur við.
Árborg Snóker Eldri borgarar Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira