Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar 1. mars 2025 15:02 Í dag, 1. mars, fögnum við Alþjóðlega hrósdeginum – degi sem er tileinkaður því að lyfta öðrum upp með jákvæðum orðum og hrósi. Hrós er ein áhrifaríkasta og um leið einfaldasta leiðin til að styrkja sjálfstraust, bæta samskipti og skapa jákvætt andrúmsloft. En hvers vegna er hrós svona mikilvægt og hvernig getum við vanið okkur á að hrósa meira? Máttur hróssins Hrós hefur djúpstæð áhrif á bæði líkama og sál. Þegar við fáum hrós losar líkaminn vellíðanarhormón eins og dópamín og oxýtósín, sem stuðla að jákvæðum tilfinningum og vellíðan. Hrós getur einnig eflt sjálfstraust, aukið starfsánægju og hvatt fólk til að halda áfram að leggja sig fram. Á sama tíma hefur það að hrósa öðrum jákvæð áhrif á þann sem veitir hrósið. Þegar við segjum öðrum frá því sem við kunnum að meta í fari þeirra eða verkum, upplifum við sjálf meiri gleði og sterkari tengsl við þá. Hvers vegna hrósum við ekki meira? Þrátt fyrir að flestir kunni vel að meta hrós eiga margir erfitt með að veita það. Ein ástæða gæti verið óttinn við að hljóma óeinlægur. Önnur ástæða gæti legið í menningarlegum venjum; á sumum stöðum er litið svo á að fólk eigi að vinna hörðum höndum án þess að búast við hrósi. Raunin er sú að einlægt og vel tímasett hrós getur umbreytt degi fólks og jafnvel haft langtímaáhrif á sjálfsmynd þess. Hrós þarf ekki að vera stórt eða flókið – einföld orð eins og „Þú gafst ekki upp þrátt fyrir mótlæti“, „Mér fannst þú sýna mikið hugrekki...“ eða „Þú hefur góð áhrif á umhverfið þitt“ geta gert gæfumuninn. Hvernig getum við hrósað meira? Ef við viljum tileinka okkur jákvæðari samskipti og venja okkur á að hrósa meira er gott að hafa eftirfarandi í huga: Vertu einlæg/ur – Fólk skynjar hvort hrós sé raunverulegt eða ekki. Hrós sem kemur frá hjartanu hefur mun meiri áhrif. Hrósaðu fyrir viðleitni, ekki bara árangur – Það skiptir meira máli að hrósa fyrir ástundun og framlag, ekki einungis lokaútkomuna. Notaðu hrós til að byggja upp aðra – Það er auðvelt að taka eftir mistökum, en með því að beina athyglinni að því jákvæða í fari annarra og styrkleikum þeirra getum við haft jákvæð áhrif. Ekki geyma hrós í huga þér – Ef þér finnst einhver standa sig vel, láttu hann þá vita strax! Hrósum í dag og alla daga Á Alþjóðlega hrósdeginum skulum við öll staldra við og hugsa um hverjum við getum hrósað - samstarfsfélaga sem hefur lagt sig mikið fram, vini sem hefur reynst traustur, eða jafnvel ókunnugum sem hefur gert eitthvað fallegt. En hrós ætti ekki að takmarkast við þennan eina dag; við ættum að gera það að venju að lyfta öðrum upp með orðum okkar. Hverjum ætlar þú að hrósa í dag? Greinarhöfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Hún hrinti hrósdeginum af stað á Íslandi árið 2013 og er stofnandi Facebook síðunnar Hrós dagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Geðheilbrigði Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í dag, 1. mars, fögnum við Alþjóðlega hrósdeginum – degi sem er tileinkaður því að lyfta öðrum upp með jákvæðum orðum og hrósi. Hrós er ein áhrifaríkasta og um leið einfaldasta leiðin til að styrkja sjálfstraust, bæta samskipti og skapa jákvætt andrúmsloft. En hvers vegna er hrós svona mikilvægt og hvernig getum við vanið okkur á að hrósa meira? Máttur hróssins Hrós hefur djúpstæð áhrif á bæði líkama og sál. Þegar við fáum hrós losar líkaminn vellíðanarhormón eins og dópamín og oxýtósín, sem stuðla að jákvæðum tilfinningum og vellíðan. Hrós getur einnig eflt sjálfstraust, aukið starfsánægju og hvatt fólk til að halda áfram að leggja sig fram. Á sama tíma hefur það að hrósa öðrum jákvæð áhrif á þann sem veitir hrósið. Þegar við segjum öðrum frá því sem við kunnum að meta í fari þeirra eða verkum, upplifum við sjálf meiri gleði og sterkari tengsl við þá. Hvers vegna hrósum við ekki meira? Þrátt fyrir að flestir kunni vel að meta hrós eiga margir erfitt með að veita það. Ein ástæða gæti verið óttinn við að hljóma óeinlægur. Önnur ástæða gæti legið í menningarlegum venjum; á sumum stöðum er litið svo á að fólk eigi að vinna hörðum höndum án þess að búast við hrósi. Raunin er sú að einlægt og vel tímasett hrós getur umbreytt degi fólks og jafnvel haft langtímaáhrif á sjálfsmynd þess. Hrós þarf ekki að vera stórt eða flókið – einföld orð eins og „Þú gafst ekki upp þrátt fyrir mótlæti“, „Mér fannst þú sýna mikið hugrekki...“ eða „Þú hefur góð áhrif á umhverfið þitt“ geta gert gæfumuninn. Hvernig getum við hrósað meira? Ef við viljum tileinka okkur jákvæðari samskipti og venja okkur á að hrósa meira er gott að hafa eftirfarandi í huga: Vertu einlæg/ur – Fólk skynjar hvort hrós sé raunverulegt eða ekki. Hrós sem kemur frá hjartanu hefur mun meiri áhrif. Hrósaðu fyrir viðleitni, ekki bara árangur – Það skiptir meira máli að hrósa fyrir ástundun og framlag, ekki einungis lokaútkomuna. Notaðu hrós til að byggja upp aðra – Það er auðvelt að taka eftir mistökum, en með því að beina athyglinni að því jákvæða í fari annarra og styrkleikum þeirra getum við haft jákvæð áhrif. Ekki geyma hrós í huga þér – Ef þér finnst einhver standa sig vel, láttu hann þá vita strax! Hrósum í dag og alla daga Á Alþjóðlega hrósdeginum skulum við öll staldra við og hugsa um hverjum við getum hrósað - samstarfsfélaga sem hefur lagt sig mikið fram, vini sem hefur reynst traustur, eða jafnvel ókunnugum sem hefur gert eitthvað fallegt. En hrós ætti ekki að takmarkast við þennan eina dag; við ættum að gera það að venju að lyfta öðrum upp með orðum okkar. Hverjum ætlar þú að hrósa í dag? Greinarhöfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Hún hrinti hrósdeginum af stað á Íslandi árið 2013 og er stofnandi Facebook síðunnar Hrós dagsins.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun