Ísak Bergmann kom sínum mönnum yfir strax á 8. mínútu en Skagamaðurinn lék allan leikinn á miðju Fortuna. Valgeir Lunddal Friðriksson hóf leik í hægri bakverði en var tekinn af velli eftir að gestirnir komust yfir.

Eitthvað var einbeitingarleysið eftir markið hjá heimamönnum þar sem gestirnir jöfnuðu strax mínútu síðar. Staðan 1-1 í hálfleik.
Það var stundarfjórðungur til leiksloka skoruðu gestirnir sigurmarkið úr vítaspyrnu. Heppnin með gestunum í liði þar sem Julian Green brenndi af en Florian Kastenmeier, markvörður Fortuna, var kominn af línu sinni og því þurfti að taka spyrnuna aftur.
Green brást ekki bogalistin annað sinn og tryggði gestunum 2-1 sigur.EÍsak Bergmann nældi sér í gult spjald í uppbótartíma.
Eftir tapið er Fortuna í 6. sæti með 38 stig eftir 24 leiki. Aðeins eru fjögur stig í topplið HSV en liðin fimm ofar í töflunni eiga öll leik til góða.