Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Jón Þór Stefánsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 28. febrúar 2025 11:46 Myndin er úr safni. Getty Einn Íslendingur var handtekinn í aðgerðum Europol vegna rannsóknar á hópi manna sem er sagður hafa átt þátt í dreifingu á barnaníðsefni sem var búið til af gervigreind. Þessi aðgerð Europol, sem er kölluð Cumberland-aðgerðin, náðu til nítján landa um allan heim og leiddu til að 25 voru handteknir, meðal annars á Íslandi. Handtökurnar áttu sér flestar stað í fyrradag, 26 febrúar. Þá er búist við því að fleiri verði handteknir á næstu dögum. „Við fórum í húsleit og handtöku og svo í skýrslutöku, og tókum muni af vettvangi,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. Hún segir að lagt hafi verið hald á tölvur og tölvutengda muni. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Er þetta fyrsta verkefnið af þessu tagi sem kemur inn á ykkar borð? „Ég get ekki sagt að þetta sé fyrsta málið. Við höfum séð í myndskoðun efni sem er gert með gervigreind. En þetta er fyrsta af þessari stærðargráðu. En við höfum rekist á svona myndefni áður, nýlega.“ Er þetta raunverulegt efni? „Þetta er gríðarlega raunverulegt. það getur verið erfitt að meta hvort þetta er alvöru eður ei,“ segir Bylgja. Það er mat lögreglunnar að íslenska löggjöfin nái utan um gervigreindarmyndað barnaníðsefni. Grunaður höfuðpaur danskur Í tilkynningu frá Europol segir að búið sé að bera kennsl á 273 sakborninga. Þá hafi 33 húsleitir farið fram og 173 munir haldlagðir. Grunaður höfuðpaur er Dani, en fram kemur að danska lögreglan sé búin að vera leiðandi í málinu. Daninn er sagður hafa haldið úti vettvangi á netinu þar sem hann deildi gervigreindarefninu sem hann sjálfur framleiddi. Aðrir sakborningar hafi greitt málamyndagreiðslu og fengið lykilorð að vettvanginum þar sem þeir gátu séð börn búin til af gervigreind vera misnotuð. Málið er sagt hafa verið afskaplega flókið í rannsókn. Það mun hafa verið vegna þess að regluverk varðandi gervigreindarmyndað barnaníðsefni sé ábótavant. Lögregluyfirvöld í Ástralíu, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Herzegóviníu, Tékklandi, Danmörku, Finlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Hollandi, Nýja Sjálandi, Noregi, Póllandi, Spáni, Svíþjóð, Sviss og Bretlandi, tóku þátt ásamt Íslandi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins, en hún er svohljóðandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra tóku þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum, en hún snéri að barnaníðsefni sem var búið til með gervigreind. Aðgerðin gekk undir nafninu Cumberland, en hana leiddu dönsk lögregluyfirvöld. Meintur höfuðpaur í málinu er danskur ríkisborgari, sem var handtekinn í lok síðasta árs. Hann er sagður hafa búið til barnaníðsefni og notað til þess gervigreind og síðan selt aðgang að efninu á netinu. Tuttugu og fimm voru handteknir í aðgerðunum, langflestir í fyrradag. Einn þeirra var handtekinn hér á landi og framkvæmd var húsleit í híbýlum hans. Þar var lagt hald á búnað sem er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða samræmdar aðgerðir með fulltingi Europol í sautján Evrópulöndum, auk Ástralíu og Nýja-Sjálands. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Gervigreind Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Þessi aðgerð Europol, sem er kölluð Cumberland-aðgerðin, náðu til nítján landa um allan heim og leiddu til að 25 voru handteknir, meðal annars á Íslandi. Handtökurnar áttu sér flestar stað í fyrradag, 26 febrúar. Þá er búist við því að fleiri verði handteknir á næstu dögum. „Við fórum í húsleit og handtöku og svo í skýrslutöku, og tókum muni af vettvangi,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. Hún segir að lagt hafi verið hald á tölvur og tölvutengda muni. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Er þetta fyrsta verkefnið af þessu tagi sem kemur inn á ykkar borð? „Ég get ekki sagt að þetta sé fyrsta málið. Við höfum séð í myndskoðun efni sem er gert með gervigreind. En þetta er fyrsta af þessari stærðargráðu. En við höfum rekist á svona myndefni áður, nýlega.“ Er þetta raunverulegt efni? „Þetta er gríðarlega raunverulegt. það getur verið erfitt að meta hvort þetta er alvöru eður ei,“ segir Bylgja. Það er mat lögreglunnar að íslenska löggjöfin nái utan um gervigreindarmyndað barnaníðsefni. Grunaður höfuðpaur danskur Í tilkynningu frá Europol segir að búið sé að bera kennsl á 273 sakborninga. Þá hafi 33 húsleitir farið fram og 173 munir haldlagðir. Grunaður höfuðpaur er Dani, en fram kemur að danska lögreglan sé búin að vera leiðandi í málinu. Daninn er sagður hafa haldið úti vettvangi á netinu þar sem hann deildi gervigreindarefninu sem hann sjálfur framleiddi. Aðrir sakborningar hafi greitt málamyndagreiðslu og fengið lykilorð að vettvanginum þar sem þeir gátu séð börn búin til af gervigreind vera misnotuð. Málið er sagt hafa verið afskaplega flókið í rannsókn. Það mun hafa verið vegna þess að regluverk varðandi gervigreindarmyndað barnaníðsefni sé ábótavant. Lögregluyfirvöld í Ástralíu, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Herzegóviníu, Tékklandi, Danmörku, Finlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Hollandi, Nýja Sjálandi, Noregi, Póllandi, Spáni, Svíþjóð, Sviss og Bretlandi, tóku þátt ásamt Íslandi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins, en hún er svohljóðandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra tóku þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum, en hún snéri að barnaníðsefni sem var búið til með gervigreind. Aðgerðin gekk undir nafninu Cumberland, en hana leiddu dönsk lögregluyfirvöld. Meintur höfuðpaur í málinu er danskur ríkisborgari, sem var handtekinn í lok síðasta árs. Hann er sagður hafa búið til barnaníðsefni og notað til þess gervigreind og síðan selt aðgang að efninu á netinu. Tuttugu og fimm voru handteknir í aðgerðunum, langflestir í fyrradag. Einn þeirra var handtekinn hér á landi og framkvæmd var húsleit í híbýlum hans. Þar var lagt hald á búnað sem er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða samræmdar aðgerðir með fulltingi Europol í sautján Evrópulöndum, auk Ástralíu og Nýja-Sjálands. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra tóku þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum, en hún snéri að barnaníðsefni sem var búið til með gervigreind. Aðgerðin gekk undir nafninu Cumberland, en hana leiddu dönsk lögregluyfirvöld. Meintur höfuðpaur í málinu er danskur ríkisborgari, sem var handtekinn í lok síðasta árs. Hann er sagður hafa búið til barnaníðsefni og notað til þess gervigreind og síðan selt aðgang að efninu á netinu. Tuttugu og fimm voru handteknir í aðgerðunum, langflestir í fyrradag. Einn þeirra var handtekinn hér á landi og framkvæmd var húsleit í híbýlum hans. Þar var lagt hald á búnað sem er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða samræmdar aðgerðir með fulltingi Europol í sautján Evrópulöndum, auk Ástralíu og Nýja-Sjálands.
Lögreglumál Gervigreind Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira