Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Árni Sæberg skrifar 27. febrúar 2025 13:50 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Einar Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra til að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinnings af glæpum hafa verið lögð inn í Samráðsgátt. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að í frumvarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sé meðal annars lagt til að stofnuð verði sérstök eining hjá embætti Héraðssaksóknara sem muni hafa leiðandi hlutverki að gegna á landsvísu við endurheimt ávinnings, til dæmis með aðstoð við lögregluembætti og með umsjón yfir haldlögðum og kyrrsettum eignum. Hægt verði að leggja hald á ólögmætan ávinning látins manns Þá séu einnig lagðar til breytingar sem fela meðal annars í sér eftirfarandi: Að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar. Núverandi fyrirkomulag hafi sætt gagnrýni af hálfu FATF, breytingin sé einnig í samræmi við það sem gildir á hinum Norðurlöndunum. Að unnt verði að haldleggja eignir til tryggingar greiðslu sekta og sakarkostnaðar, sem og að tryggja réttindi ríkisins í eignum sem lögregla hefur kyrrsett. Að heimilt verði að dæma einstaklinga til að greiða fjárhæð sem nemur ávinningi af broti, ef haldlögð verðmæti duga ekki til. Ef ekki vitað hver hefur gerst brotlegur, hver er eigandi eða handhafi eigna eða réttinda eða viðkomandi er látinn eða hefur ekki þekktan dvalarstað hér á landi megi beita upptöku ávinnings án þess að nokkur sé ákærður með úrskurði. Stefnan að takast á við skipulagða glæpastarfsemi „Þetta frumvarp er nýtt og mikilvægt skref í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi sem er áherslumál þessarar ríkisstjórnar. Með frumvarpinu aukum við skilvirkni og eflum löggæsluyfirvöld til að sinna því nauðsynlega hlutverki sem felst í endurheimt illa fengins ágóða. Það er stefna okkar að taka fast á skipulagðri glæpastarfsemi,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði. Í frumvarpinu felist breytingar á meðal annars lögum um meðferð sakamála, almennum hegningarlögum og lögreglulögum og frumvarpið sé liður í að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sem leiða má af þátttöku Íslands í alþjóðlega fjármálaaðgerðahópum um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, FATF (e. Financial Action Task Force). Með frumvarpinu sé regluverk einnig fært til betra samræmis við það sem gildir á hinum Norðurlöndunum. Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að í frumvarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sé meðal annars lagt til að stofnuð verði sérstök eining hjá embætti Héraðssaksóknara sem muni hafa leiðandi hlutverki að gegna á landsvísu við endurheimt ávinnings, til dæmis með aðstoð við lögregluembætti og með umsjón yfir haldlögðum og kyrrsettum eignum. Hægt verði að leggja hald á ólögmætan ávinning látins manns Þá séu einnig lagðar til breytingar sem fela meðal annars í sér eftirfarandi: Að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar. Núverandi fyrirkomulag hafi sætt gagnrýni af hálfu FATF, breytingin sé einnig í samræmi við það sem gildir á hinum Norðurlöndunum. Að unnt verði að haldleggja eignir til tryggingar greiðslu sekta og sakarkostnaðar, sem og að tryggja réttindi ríkisins í eignum sem lögregla hefur kyrrsett. Að heimilt verði að dæma einstaklinga til að greiða fjárhæð sem nemur ávinningi af broti, ef haldlögð verðmæti duga ekki til. Ef ekki vitað hver hefur gerst brotlegur, hver er eigandi eða handhafi eigna eða réttinda eða viðkomandi er látinn eða hefur ekki þekktan dvalarstað hér á landi megi beita upptöku ávinnings án þess að nokkur sé ákærður með úrskurði. Stefnan að takast á við skipulagða glæpastarfsemi „Þetta frumvarp er nýtt og mikilvægt skref í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi sem er áherslumál þessarar ríkisstjórnar. Með frumvarpinu aukum við skilvirkni og eflum löggæsluyfirvöld til að sinna því nauðsynlega hlutverki sem felst í endurheimt illa fengins ágóða. Það er stefna okkar að taka fast á skipulagðri glæpastarfsemi,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði. Í frumvarpinu felist breytingar á meðal annars lögum um meðferð sakamála, almennum hegningarlögum og lögreglulögum og frumvarpið sé liður í að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sem leiða má af þátttöku Íslands í alþjóðlega fjármálaaðgerðahópum um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, FATF (e. Financial Action Task Force). Með frumvarpinu sé regluverk einnig fært til betra samræmis við það sem gildir á hinum Norðurlöndunum.
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira