„Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. febrúar 2025 12:19 Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ. vísir/vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands segir nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands hafa komið sér í opna skjöldu. Samningurinn skjóti skökku við og það sé áhyggjuefni hvernig hann verði fjármagnaður. Bæjarstjóri sveitarfélags sem er nú þegar í erfiðri fjárhagsstöðu segir að um krefjandi verkefni verði að ræða. Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir í samtali við fréttastofu að nýir kjarasamningar Kennarasambands Íslands hafi komið sér í opna skjöldu. Það sé furðulegt að tólf þúsund félagsmenn KÍ hljóti launahækkanir upp á 20 til 25 prósent á næstu fjórum árum á meðan ASÍ og önnur félög sýndu hófsemi til að ná böndum á verðbólgu á vöxtum. „Það er töluvert umfram það sem við vorum að semja við ríkið og sveitarfélög. Okkar samningar voru á milli sextán og átján prósent og þetta er töluvert upp úr því. Við erum einfaldlega á annarri vegferð en samt sem áður vorum við að semja við sömu aðila. Þannig að þetta skýtur svolítið skökku við. Ekki það að ég sé að leggja neinn dóm á það hvort þau þurfi á þessu að halda eða ekki, okkar fólk þarf líka á launahækkun að halda. Það verða bara uppgjörsdagar þegar okkar samningar eru útrunnir.“ Mjög slæmt ef draga eigi úr þjónustu við almenning Finnbjörn segir það koma á óvart að samningar hafi verið gerðir án þess að neitt sé í hendi varðandi hvernig þeir verði fjármagnaðir. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki væri búið að kostnaðarmeta samninganna og að líklegast þyrfti að draga saman til að koma kostnaðinum fyrir í rekstri sveitarfélaga. „Við höfum verulega áhyggjur af þeirri hlið málsins. Því ef þeir ætla að fara í útvistun starfa sem við höfum mjög slæma reynslu af. Ef þeir ætla að fara draga úr þjónustu við almenning þá er það bara mjög slæmt. Ef þeir ætla að fara hækka skatta eða safna skuldum þá mun það líka lenda á okkur, almenningi.“ Finnbjörn sagði í samtali við mbl.is í október á síðasta ári að ASÍ gerði enga athugasemd við þá launahækkun sem KÍ krafðist á þeim tíma. Þá nam krafan um 49 prósenta launahækkun. Þá sagðist hann ekki hafa skoðun á því hvað aðrir geri með sína kjarasamninga. Spurður um þetta segir Finnbjörn: „Ég sagði að við höfum enga skoðun á kaupkröfum annara. Við höfum skoðun á samningunum hjá þeim. Þeir eru með sinn sjálfstæða samningsrétt og við gerum engar athugasemdir við það en þegar við erum með sömu viðsemjendur og þeir semja á allt öðrum nótum við þá heldur en okkur þá gerum við athugasemdir við það. Við gerum það við viðsemjendur þeirra ekki gagnvart Kennarasambandinu.“ Krefjandi verkefni sem verði leyst Árborg er eitt af fjölmörgum sveitarfélögum sem er nú þegar í erfiðri fjárhagsstöðu. Bragi Bjarnason bæjarstjóri Árborgar fagnar því að samningsaðilar hafi náð saman þó að um krefjandi verkefni sé að ræða. Það sé með öllu óljóst hvaða áhrif kjarasamningarnir muni hafa á rekstur sveitarfélagsins og hvernig þeir verði fjármagnaðir. „Við erum búin að vera í gífurlega krefjandi vegferð núna síðastliðin ár að snúa við rekstri sveitarfélagsins. Þetta er verkefni sem við þurfum að vinna í framhaldinu þegar við sjáum hver áhrifin verða, hvernig við ætlum að brúa þetta og leysa þetta.“ Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar.vísir/egill Bragi vonast til þess að samningurinn bjóði upp á ný tækifæri á þessu sviði. „Maður vonar að samningarnir séu það góðir að fólk vilji líka auka við stéttina. Hjá okkur erum við með 85 prósent fagmenntaða í grunnskólunum og 42 prósent í leikskólunum. Það eru allir sammála um það að vilja hækka þessar prósentur. Það er líka jákvæður þáttur.“ Hann bætir við að hann vonist til þess að samningarnir verði samþykktir af félagsmönnum KÍ og mikilvægt sé að nálgast verkefnið með jákvæðnina að leiðarljósi. „Eins og maður hefur verið að vinna hérna síðast liðin tvö ár. Við þurfum að nálgast þetta með lausnarmiðaðri hugsun og jákvæðni og sjá kostina í þessu og tækifæri. Ég segi bara til hamingju að við séum búin að klára samninga og vonandi að allir geti gengið jákvæðir fram.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Árborg ASÍ Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir í samtali við fréttastofu að nýir kjarasamningar Kennarasambands Íslands hafi komið sér í opna skjöldu. Það sé furðulegt að tólf þúsund félagsmenn KÍ hljóti launahækkanir upp á 20 til 25 prósent á næstu fjórum árum á meðan ASÍ og önnur félög sýndu hófsemi til að ná böndum á verðbólgu á vöxtum. „Það er töluvert umfram það sem við vorum að semja við ríkið og sveitarfélög. Okkar samningar voru á milli sextán og átján prósent og þetta er töluvert upp úr því. Við erum einfaldlega á annarri vegferð en samt sem áður vorum við að semja við sömu aðila. Þannig að þetta skýtur svolítið skökku við. Ekki það að ég sé að leggja neinn dóm á það hvort þau þurfi á þessu að halda eða ekki, okkar fólk þarf líka á launahækkun að halda. Það verða bara uppgjörsdagar þegar okkar samningar eru útrunnir.“ Mjög slæmt ef draga eigi úr þjónustu við almenning Finnbjörn segir það koma á óvart að samningar hafi verið gerðir án þess að neitt sé í hendi varðandi hvernig þeir verði fjármagnaðir. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki væri búið að kostnaðarmeta samninganna og að líklegast þyrfti að draga saman til að koma kostnaðinum fyrir í rekstri sveitarfélaga. „Við höfum verulega áhyggjur af þeirri hlið málsins. Því ef þeir ætla að fara í útvistun starfa sem við höfum mjög slæma reynslu af. Ef þeir ætla að fara draga úr þjónustu við almenning þá er það bara mjög slæmt. Ef þeir ætla að fara hækka skatta eða safna skuldum þá mun það líka lenda á okkur, almenningi.“ Finnbjörn sagði í samtali við mbl.is í október á síðasta ári að ASÍ gerði enga athugasemd við þá launahækkun sem KÍ krafðist á þeim tíma. Þá nam krafan um 49 prósenta launahækkun. Þá sagðist hann ekki hafa skoðun á því hvað aðrir geri með sína kjarasamninga. Spurður um þetta segir Finnbjörn: „Ég sagði að við höfum enga skoðun á kaupkröfum annara. Við höfum skoðun á samningunum hjá þeim. Þeir eru með sinn sjálfstæða samningsrétt og við gerum engar athugasemdir við það en þegar við erum með sömu viðsemjendur og þeir semja á allt öðrum nótum við þá heldur en okkur þá gerum við athugasemdir við það. Við gerum það við viðsemjendur þeirra ekki gagnvart Kennarasambandinu.“ Krefjandi verkefni sem verði leyst Árborg er eitt af fjölmörgum sveitarfélögum sem er nú þegar í erfiðri fjárhagsstöðu. Bragi Bjarnason bæjarstjóri Árborgar fagnar því að samningsaðilar hafi náð saman þó að um krefjandi verkefni sé að ræða. Það sé með öllu óljóst hvaða áhrif kjarasamningarnir muni hafa á rekstur sveitarfélagsins og hvernig þeir verði fjármagnaðir. „Við erum búin að vera í gífurlega krefjandi vegferð núna síðastliðin ár að snúa við rekstri sveitarfélagsins. Þetta er verkefni sem við þurfum að vinna í framhaldinu þegar við sjáum hver áhrifin verða, hvernig við ætlum að brúa þetta og leysa þetta.“ Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar.vísir/egill Bragi vonast til þess að samningurinn bjóði upp á ný tækifæri á þessu sviði. „Maður vonar að samningarnir séu það góðir að fólk vilji líka auka við stéttina. Hjá okkur erum við með 85 prósent fagmenntaða í grunnskólunum og 42 prósent í leikskólunum. Það eru allir sammála um það að vilja hækka þessar prósentur. Það er líka jákvæður þáttur.“ Hann bætir við að hann vonist til þess að samningarnir verði samþykktir af félagsmönnum KÍ og mikilvægt sé að nálgast verkefnið með jákvæðnina að leiðarljósi. „Eins og maður hefur verið að vinna hérna síðast liðin tvö ár. Við þurfum að nálgast þetta með lausnarmiðaðri hugsun og jákvæðni og sjá kostina í þessu og tækifæri. Ég segi bara til hamingju að við séum búin að klára samninga og vonandi að allir geti gengið jákvæðir fram.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Árborg ASÍ Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira