Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 12:32 Innri þróunarmarkmið er hugmyndafræði sem fjallar um hvaða eiginleika og hæfni einstaklingar og samfélög þurfa að tileinka sér til að takast á við flóknar áskoranir samtímans og jafnframt hvernig við sem mannkyn náum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru stór og yfirgripsmikil og stundum er ekki alveg ljóst hvernig við sem einstaklingar eða samfélög getum lagt okkar af mörkum til að ná þeim. Innri þróunarmarkmiðin eru þróuð til að brúa þetta bil og tilgangur þeirra er að fjalla um og benda á hvaða innri hæfni og gildi gera einstaklingum og samfélögum betur kleift að nálgast Heimsmarkmiðin á sama tíma sem þau bæta eigin velsæld. IÞ byggir á þeirri nálgun að til að ná fram samfélagslegum breytingum sé nauðsynlegt að efla og styrkja innri eiginleika eins og sjálfsvitund, samhygð og skapandi hugsun. Þau tengja sem sé saman persónulegan þroska einstaklinga og samfélagslegar breytingar. Þannig geta Innri þróunarmarkmiðin hjálpað einstaklingum, stofnunum og samfélögum að byggja upp styrk og færni sem gagnast bæði einstaklingum og heildinni. Þessi innri gildi og markmið voru þróuð í samtali við yfir 4000 sérfræðinga, vísindafólk, leiðtoga og einstaklinga frá 40 löndum sem voru beðin um að svara spurningunni: Hvaða hæfniog eiginleika telur þú aðeinstaklingar og samfélög þurfi að tileinki sér svo að mannkynið nái Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna? Útkoman varð 23 hæfnisþættir sem flokkaðir eru niður í 5 víddir. Að vera (Being) - Að styrkja tengsl við sjálfan sig, efla sjálfsþekkingu, innri ró og djúpa vitund. Hugsun (Thinking) - Að efla gagnrýna og heildræna hugsun til að takast á við flóknar áskoranir. Tengsl (Relating) - Að auka samkennd, skilning og tengsl við aðra. Samvinna (Collaborating) - Að þróa hæfni í samvinnu og byggja upp traust og sameiginlega sýn. Aðgerð (Acting) - Að efla hugrekki, jákvæðni og seiglu ásamt því að þróa skapandi og lausnamiðaða hugsun til að framkvæma í takt við hagsældar markmið. Fjölmargar rannsóknir styðja þessa nálgun og í kjölfarið á þessari vinnu hafa fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir tileinkað sér þessa hugmyndafræði, hvort sem er í persónulegu lífi, inni í skólum eða inni í fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki á borð við IKEA, Google, Novartis og Great Place to Work hafa tekið markmiðin inn í sína stefnumótun og samfélaglega ábyrgð og Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna mælir með nýta ramman til að rækta tengsl okkar við okkur sjálf, samfélagið og náttúruna. Innri þróunarmarkmiðin minna okkur á með því að efla innri eiginleika okkar, eins og okkar eigin innri áttavita, getum við lagt grunninn að réttlátari og sjálfbærari framtíð fyrir alla. Á fimmtudaginn 6. mars kl 17:30 verður kynning og vinnustofa í Gerðubergi á Innri þróunarmarkmiðunum og hvernig okkar innri vegferð getur leitt til ytri grósku. Höfundur er ráðgjafi og núvitundarkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Innri þróunarmarkmið er hugmyndafræði sem fjallar um hvaða eiginleika og hæfni einstaklingar og samfélög þurfa að tileinka sér til að takast á við flóknar áskoranir samtímans og jafnframt hvernig við sem mannkyn náum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru stór og yfirgripsmikil og stundum er ekki alveg ljóst hvernig við sem einstaklingar eða samfélög getum lagt okkar af mörkum til að ná þeim. Innri þróunarmarkmiðin eru þróuð til að brúa þetta bil og tilgangur þeirra er að fjalla um og benda á hvaða innri hæfni og gildi gera einstaklingum og samfélögum betur kleift að nálgast Heimsmarkmiðin á sama tíma sem þau bæta eigin velsæld. IÞ byggir á þeirri nálgun að til að ná fram samfélagslegum breytingum sé nauðsynlegt að efla og styrkja innri eiginleika eins og sjálfsvitund, samhygð og skapandi hugsun. Þau tengja sem sé saman persónulegan þroska einstaklinga og samfélagslegar breytingar. Þannig geta Innri þróunarmarkmiðin hjálpað einstaklingum, stofnunum og samfélögum að byggja upp styrk og færni sem gagnast bæði einstaklingum og heildinni. Þessi innri gildi og markmið voru þróuð í samtali við yfir 4000 sérfræðinga, vísindafólk, leiðtoga og einstaklinga frá 40 löndum sem voru beðin um að svara spurningunni: Hvaða hæfniog eiginleika telur þú aðeinstaklingar og samfélög þurfi að tileinki sér svo að mannkynið nái Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna? Útkoman varð 23 hæfnisþættir sem flokkaðir eru niður í 5 víddir. Að vera (Being) - Að styrkja tengsl við sjálfan sig, efla sjálfsþekkingu, innri ró og djúpa vitund. Hugsun (Thinking) - Að efla gagnrýna og heildræna hugsun til að takast á við flóknar áskoranir. Tengsl (Relating) - Að auka samkennd, skilning og tengsl við aðra. Samvinna (Collaborating) - Að þróa hæfni í samvinnu og byggja upp traust og sameiginlega sýn. Aðgerð (Acting) - Að efla hugrekki, jákvæðni og seiglu ásamt því að þróa skapandi og lausnamiðaða hugsun til að framkvæma í takt við hagsældar markmið. Fjölmargar rannsóknir styðja þessa nálgun og í kjölfarið á þessari vinnu hafa fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir tileinkað sér þessa hugmyndafræði, hvort sem er í persónulegu lífi, inni í skólum eða inni í fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki á borð við IKEA, Google, Novartis og Great Place to Work hafa tekið markmiðin inn í sína stefnumótun og samfélaglega ábyrgð og Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna mælir með nýta ramman til að rækta tengsl okkar við okkur sjálf, samfélagið og náttúruna. Innri þróunarmarkmiðin minna okkur á með því að efla innri eiginleika okkar, eins og okkar eigin innri áttavita, getum við lagt grunninn að réttlátari og sjálfbærari framtíð fyrir alla. Á fimmtudaginn 6. mars kl 17:30 verður kynning og vinnustofa í Gerðubergi á Innri þróunarmarkmiðunum og hvernig okkar innri vegferð getur leitt til ytri grósku. Höfundur er ráðgjafi og núvitundarkennari.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun