Menning

Ei­ríkur og Þórdís til­nefnd til bók­mennta­verð­launa Norður­landa­ráðs

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Þórdís Helgadóttir og Eiríkur Örn Norðdahl.
Þórdís Helgadóttir og Eiríkur Örn Norðdahl.

Rithöfundarnir Eiríkur Örn Norðdahl og Þórdís Helgadóttir eru í hópi þeirra fjórtán höfunda sem hafa verið tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2025. Eiríkur er tilnefndur fyrir Náttúrulögmálin og Þórdís fyrir Armeló. Verðlaunin verða afhent á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi þann 28. október.

Í tilkynningu á vef Norðurlandaráðs segir að þau fjórtán verk sem eru tilnefnd í ár gefa hinum fjölbreyttustu röddum rými.

„Sumar raddanna eru nafngreindar, sumar nafnlausar, sumar eru sögulegar, sumar skáldaðar, sumar síbreytilegar, sumar einmana, sumar hugfangnar og aðrar skipreika. Þau fjórtán verk sem í ár eru tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fjalla með mismunandi hætti um það að vera manneskja, að vera komin upp á náð og miskunn heimsins og möguleika og takmarkanir mannlegs eðlis,“ segir í tilkynningunni.

Hér eru verkin sem tilnefnd eru til bókmenntaverðlaunanna í ár:

Danmörk

Madame Nielsen: Dødebogsblade, dagbókarskáldsaga, Forlaget Wunderbuch, 2024.

Thomas Boberg: Insula, skáldsaga, Gyldendal, 2024.

Finnland

Anu Kaaja: Rusetti, skáldsaga, Kustantamo S&S, 2023.

Milja Sarkola: Min psykiater, skáldsaga, Förlaget, 2024.

Færeyjar

Vónbjørt Vang: Svørt orkidé, ljóðabók, Forlaget Eksil, 2023.

Grænland

Lisathe Møller: Qaamarngup taartullu akisugunneri, skáldsaga, Lisathe Møller Fo…

Noregur

Johan Harstad: Under brosteinen, stranden! Skáldsaga, Gyldendal, 2024.

Arne Lygre: I vårt sted, leikrit, Aschehoug forlag, 2024.

Samíska málsvæðið

Jalvvi Niillas Holmberg: Goatnelle, skáldsaga, DAT, 2024.

Svíþjóð

Lotta Lotass: Rubicon / Issos / Troja, ljóðabók, Ekphrasis förlag, 2024.

Andrzej Tichý: Händelseboken, skáldsaga, Albert Bonniers förlag, 2024.

Álandseyjum

Carina Karlsson: Marconirummet, ljóðabók, Schildts & Söderströms, 2024.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá árinu 1962 fyrir fagurbókmenntaverk sem samið er á einu af norrænu tungumálunum. Dómnefnd skipuð fulltrúum frá löndunum tilnefndi verk til verðlaunanna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.