Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar 27. febrúar 2025 07:16 Iðnaður er ein af undirstöðum íslensks samfélags og við iðnaðarmenn vitum hversu mikilvægt það er að stjórnvöld tryggi okkur, sem í honum starfa, gott starfsumhverfi. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir iðnaðarmennina sjálfa, sem leggja höfuðáherslu á að viðhalda og efla fagmennsku, heldur einnig íslenskt atvinnulíf og neytendur – samfélagið allt. Þar skiptir öflug iðnmenntun miklu. Hún er forsenda þess að fyrirtækin okkar og iðnaðurinn í heild vaxi og þróist. Í störfum sínum sem formaður Samtaka iðnaðarins vann Guðrún Hafsteinsdóttir ötullega að hagsmunum iðnaðar í landinu. Hún var öflugur málsvari iðnaðar bæði innan samtakanna sem utan og lagði áherslu á mikilvægi þess að skapa fyrirtækjum og einstaklingum í iðnaði góð skilyrði til vaxtar. Undir hennar forystu lögðu SI mikla áherslu á öfluga iðnmenntun, þar sem framtíðarstarfsfólk fær þá þjálfun og færni sem nauðsynleg er til að takast á við kröfur samfélagsins. Með skýrum skilaboðum og elju stuðlaði Guðrún að því að iðnmenntun fengi þann sess sem hún á skilið í samfélaginu og að mikilvægi iðngreina væri viðurkennt á við aðrar menntaleiðir. Gæði íslensks atvinnulífs ráðast ekki síst af því að atvinnugreinar fái þá umgjörð sem nauðsynleg er til að vaxa og dafna. Til þess að íslenskur iðnaður geti blómstrað þarf skýra stefnu og skilning á þörfum iðnaðarmanna og fyrirtækja. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sýnt fram á dýpri skilning á þessum þáttum en margir aðrir. Hún hefur barist fyrir umbótum sem auka samkeppnishæfni iðnaðarins og stuðla að aukinni áherslu á faglega þróun innan greinarinnar. Með hennar forystu hefur verið lögð áhersla á að styrkja iðnnám og bæta tengsl atvinnulífsins við menntakerfið, sem er lykilatriði til að tryggja gæði og framþróun í greininni. Í ljósi þess frábæra starfs sem Guðrún hefur unnið innan Samtaka iðnaðarins og utan, teljum við iðnaðarmenn hana hafa alla þá eiginleika að bera sem næsti formaður Sjálfstæðisflokksins þarf að hafa til að stækka flokkinn og efla samfélagið allt til framtíðar. Hún hefur sýnt í verki að hún skilur mikilvægi þess að efla íslenskt atvinnulíf og stuðla að bættum starfsskilyrðum fyrir iðnaðinn. Hún veit að án öflugs iðnaðar, án öflugs atvinnulífs verður ekki blómstrandi samfélag. Þá hefur hún sýnt einstaka hæfileika til að sameina ólíka hópa og skapa sameiginlega sýn í stórum og mikilvægum málum. Af þessum sökum styðjum við Guðrúnu Hafsteinsdóttur heils hugar í komandi formannskosningum innan Sjálfstæðisflokksins. Arna Arnardóttir, gullsmíðameistari Bergsteinn Jónasson, rafvirkjameistari Björn Árni Ágústsson, úrsmíðameistari Guðmundur Þórir Ingólfsson, rafvirkjameistari Hjörleifur Stefánsson, rafvirkjameistari Ingibjörg Sveinsdóttir, hársnyrtimeistari Jón Sigurðsson, húsasmíðameistari Kristján Baldvinsson, pípulagningameistari Lúðvík Gunnarsson, pípulagningameistari Pétur H. Halldórsson, rafvirkjameistari Reynir Þór Ragnarsson, rafvirkjameistari Rúnar Helgason, pípulagningameistari Sævar Jónsson, blikksmíðameistari Snjólfur Eiríksson, skrúðgarðyrkjumeistari Stefán Bogi Stefánsson, gullsmíðameistari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Iðnaður er ein af undirstöðum íslensks samfélags og við iðnaðarmenn vitum hversu mikilvægt það er að stjórnvöld tryggi okkur, sem í honum starfa, gott starfsumhverfi. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir iðnaðarmennina sjálfa, sem leggja höfuðáherslu á að viðhalda og efla fagmennsku, heldur einnig íslenskt atvinnulíf og neytendur – samfélagið allt. Þar skiptir öflug iðnmenntun miklu. Hún er forsenda þess að fyrirtækin okkar og iðnaðurinn í heild vaxi og þróist. Í störfum sínum sem formaður Samtaka iðnaðarins vann Guðrún Hafsteinsdóttir ötullega að hagsmunum iðnaðar í landinu. Hún var öflugur málsvari iðnaðar bæði innan samtakanna sem utan og lagði áherslu á mikilvægi þess að skapa fyrirtækjum og einstaklingum í iðnaði góð skilyrði til vaxtar. Undir hennar forystu lögðu SI mikla áherslu á öfluga iðnmenntun, þar sem framtíðarstarfsfólk fær þá þjálfun og færni sem nauðsynleg er til að takast á við kröfur samfélagsins. Með skýrum skilaboðum og elju stuðlaði Guðrún að því að iðnmenntun fengi þann sess sem hún á skilið í samfélaginu og að mikilvægi iðngreina væri viðurkennt á við aðrar menntaleiðir. Gæði íslensks atvinnulífs ráðast ekki síst af því að atvinnugreinar fái þá umgjörð sem nauðsynleg er til að vaxa og dafna. Til þess að íslenskur iðnaður geti blómstrað þarf skýra stefnu og skilning á þörfum iðnaðarmanna og fyrirtækja. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sýnt fram á dýpri skilning á þessum þáttum en margir aðrir. Hún hefur barist fyrir umbótum sem auka samkeppnishæfni iðnaðarins og stuðla að aukinni áherslu á faglega þróun innan greinarinnar. Með hennar forystu hefur verið lögð áhersla á að styrkja iðnnám og bæta tengsl atvinnulífsins við menntakerfið, sem er lykilatriði til að tryggja gæði og framþróun í greininni. Í ljósi þess frábæra starfs sem Guðrún hefur unnið innan Samtaka iðnaðarins og utan, teljum við iðnaðarmenn hana hafa alla þá eiginleika að bera sem næsti formaður Sjálfstæðisflokksins þarf að hafa til að stækka flokkinn og efla samfélagið allt til framtíðar. Hún hefur sýnt í verki að hún skilur mikilvægi þess að efla íslenskt atvinnulíf og stuðla að bættum starfsskilyrðum fyrir iðnaðinn. Hún veit að án öflugs iðnaðar, án öflugs atvinnulífs verður ekki blómstrandi samfélag. Þá hefur hún sýnt einstaka hæfileika til að sameina ólíka hópa og skapa sameiginlega sýn í stórum og mikilvægum málum. Af þessum sökum styðjum við Guðrúnu Hafsteinsdóttur heils hugar í komandi formannskosningum innan Sjálfstæðisflokksins. Arna Arnardóttir, gullsmíðameistari Bergsteinn Jónasson, rafvirkjameistari Björn Árni Ágústsson, úrsmíðameistari Guðmundur Þórir Ingólfsson, rafvirkjameistari Hjörleifur Stefánsson, rafvirkjameistari Ingibjörg Sveinsdóttir, hársnyrtimeistari Jón Sigurðsson, húsasmíðameistari Kristján Baldvinsson, pípulagningameistari Lúðvík Gunnarsson, pípulagningameistari Pétur H. Halldórsson, rafvirkjameistari Reynir Þór Ragnarsson, rafvirkjameistari Rúnar Helgason, pípulagningameistari Sævar Jónsson, blikksmíðameistari Snjólfur Eiríksson, skrúðgarðyrkjumeistari Stefán Bogi Stefánsson, gullsmíðameistari
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun