Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2025 10:22 Merz vill mynda nýja ríkisstjórn fyrir páska. Getty/Johannes Simon Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata í Þýskalandi, sagði í gær að meirihlutaviðræður væru hafnar við Sósíaldemókrata. Sagðist hann telja að aukinn kraftur yrði settur í þær á næstu dögum en hann stefnir að myndun ríkisstjórnar fyrir páska. Merz sagðist vonast til að komast að samkomulagi við Sósíaldemókrata „á næstunni“; miklar sviptingar væru að eiga sér stað í alþjóðamálum sem krefðust stöndugrar ríkisstjórnar í Þýskalandi. Merz mun leiða viðræðurnar fyrir hönd Kristilegra demókrata en með honum í ráðum verður Markus Söder, leiðtogi systursamtakanna í Bæjaralandi. Þá er gert ráð fyrir því að Lars Klingbeil, formaður og væntanlegur þingflokksformaður Sósíaldemókrata, muni fara fyrir samninganefnd þeirra. Þrátt fyrir yfirlýsingar Merz, sem yrði væntanlega kanslari, hefur Klingbeil sett þann fyrirvara við viðræðurnar að Sósíaldemókratar muni ekki ganga til meirihlutasamstarfs við Kristilega demókrata nema að undangenginni atkvæðagreiðslu meðal 360 þúsund félaga flokksins. Dirk Wiese, þingmaður Sósíaldemókrata, sagði í samtali við DW að samstarf Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata væri eina trausta meirihlutasamstarfið í stöðunni en kristilegu demókrataflokkarnir tveir fengu samtals 33 prósent í nýafstöðnum kosningum og Sósíaldemókratar 19 prósent. Wiese sagði hins vegar ekki sjálfgefið að menn kæmust að samkomulagi. Miklar umræður standa yfir um aukin fjárframlög til varnarmála en Wiese sagði hreinlegast að greiða fyrir aukningunni með því að endurskoða svokallaða „skuldabremsu“ ríkisins. Merz og aðrir innan Kristilega demókrataflokksins vilja hins vegar ekki fara þá leið. Þýskaland Öryggis- og varnarmál Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Merz sagðist vonast til að komast að samkomulagi við Sósíaldemókrata „á næstunni“; miklar sviptingar væru að eiga sér stað í alþjóðamálum sem krefðust stöndugrar ríkisstjórnar í Þýskalandi. Merz mun leiða viðræðurnar fyrir hönd Kristilegra demókrata en með honum í ráðum verður Markus Söder, leiðtogi systursamtakanna í Bæjaralandi. Þá er gert ráð fyrir því að Lars Klingbeil, formaður og væntanlegur þingflokksformaður Sósíaldemókrata, muni fara fyrir samninganefnd þeirra. Þrátt fyrir yfirlýsingar Merz, sem yrði væntanlega kanslari, hefur Klingbeil sett þann fyrirvara við viðræðurnar að Sósíaldemókratar muni ekki ganga til meirihlutasamstarfs við Kristilega demókrata nema að undangenginni atkvæðagreiðslu meðal 360 þúsund félaga flokksins. Dirk Wiese, þingmaður Sósíaldemókrata, sagði í samtali við DW að samstarf Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata væri eina trausta meirihlutasamstarfið í stöðunni en kristilegu demókrataflokkarnir tveir fengu samtals 33 prósent í nýafstöðnum kosningum og Sósíaldemókratar 19 prósent. Wiese sagði hins vegar ekki sjálfgefið að menn kæmust að samkomulagi. Miklar umræður standa yfir um aukin fjárframlög til varnarmála en Wiese sagði hreinlegast að greiða fyrir aukningunni með því að endurskoða svokallaða „skuldabremsu“ ríkisins. Merz og aðrir innan Kristilega demókrataflokksins vilja hins vegar ekki fara þá leið.
Þýskaland Öryggis- og varnarmál Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira