Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2025 12:01 Björgvin Brimi Andrésson byrjaði undirbúningstímabilið með KR en hefur nú skipt yfir í Gróttu. @grottaknattspyrna Björgvin Brimi Andrésson hefur ákveðið að hætta hjá KR og fara frekar aftur til uppeldisfélags síns Gróttu. Grótta sagði frá því að Björgvin Brimi sé kominn heim á Seltjarnarnesið eftir fjögurra ára fjarveru. Björgvin verður sautján ára gamall í sumar en hann lék með yngri flokkum Gróttu allt upp í fjórða flokk. Grótta spilar í 2. deild eða C-deild íslenska fótboltans. Liðið féll nefnilega úr Lengjudeildinni síðasta haust. Björgvin á að baki níu leiki með yngri landsliðum Íslands og skoraði meðal annars tvö mörk í þremur leikjum með sextán ára landsliðinu. Hann kom síðasta haust við sögu í tveimur leikjum með Vesturbæingum í Bestu deildinni og spilaði einn leik með KR í Lengjubikarnum á dögunum. Kom inn á sem varamaður á 90. mínútu í 2-0 sigri á Keflavík. „Björgvin er teknískur leikmaður sem leikur framarlega á vellinum, líkt og eldri bróðir hans Benoný sem eins og kunnugt er sló markamet efstu deildar á síðustu leiktíð með því að skora 21 mark með liði KR,” segir í frétt á miðlum Gróttu. Benoný Breki yfirgaf KR eftir tímabilið og samdi við enska C-deildarliðið Stockport County. Benoný skoraði 30 mörk í 50 leikjum síðustu tvö sumur í Bestu deildinni. „Það er ánægjulegt að sjá Björgvin Brima ganga aftur í raðir Gróttu og við hlökkum til að fylgjast með þessum unga og efnilega leikmanni spreyta sig í komandi verkefnum með liðinu. Það hefur verið talsverð endurnýjun í hópnum og Björgvin smellpassar þar inn enda ungur leikmaður á uppleið með sterkar rætur á Nesinu,” sagði Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, sem fagnar heimkomu Björgvins Brima. View this post on Instagram A post shared by Grótta knattspyrna (@grottaknattspyrna) Besta deild karla KR Grótta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Grótta sagði frá því að Björgvin Brimi sé kominn heim á Seltjarnarnesið eftir fjögurra ára fjarveru. Björgvin verður sautján ára gamall í sumar en hann lék með yngri flokkum Gróttu allt upp í fjórða flokk. Grótta spilar í 2. deild eða C-deild íslenska fótboltans. Liðið féll nefnilega úr Lengjudeildinni síðasta haust. Björgvin á að baki níu leiki með yngri landsliðum Íslands og skoraði meðal annars tvö mörk í þremur leikjum með sextán ára landsliðinu. Hann kom síðasta haust við sögu í tveimur leikjum með Vesturbæingum í Bestu deildinni og spilaði einn leik með KR í Lengjubikarnum á dögunum. Kom inn á sem varamaður á 90. mínútu í 2-0 sigri á Keflavík. „Björgvin er teknískur leikmaður sem leikur framarlega á vellinum, líkt og eldri bróðir hans Benoný sem eins og kunnugt er sló markamet efstu deildar á síðustu leiktíð með því að skora 21 mark með liði KR,” segir í frétt á miðlum Gróttu. Benoný Breki yfirgaf KR eftir tímabilið og samdi við enska C-deildarliðið Stockport County. Benoný skoraði 30 mörk í 50 leikjum síðustu tvö sumur í Bestu deildinni. „Það er ánægjulegt að sjá Björgvin Brima ganga aftur í raðir Gróttu og við hlökkum til að fylgjast með þessum unga og efnilega leikmanni spreyta sig í komandi verkefnum með liðinu. Það hefur verið talsverð endurnýjun í hópnum og Björgvin smellpassar þar inn enda ungur leikmaður á uppleið með sterkar rætur á Nesinu,” sagði Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, sem fagnar heimkomu Björgvins Brima. View this post on Instagram A post shared by Grótta knattspyrna (@grottaknattspyrna)
Besta deild karla KR Grótta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira