Davíð Örn hefur undanfarin þrjú ár verið aðstoðarþjálfari Róberts. Hann skrifar undir þriggja ára samning. hans helsta markmið er að koma félaginu í úrslitakeppnina en undanfarin tvö tímabil hefur Grótta endað í 9. sæti Olís-deildar karla.
„Davíð er Gróttufólki vel kunnugur enda þjálfað hjá félaginu í 20 ár og því mikil gleðitíðindi innan félagsins að Davíð hafi skrifað undir samning um þjálfun meistaraflokks karla. Á sama tíma og stjórn Handknattleiksdeildar Gróttu býður Davíð Örn velkominn í nýja stöðu vill stjórnin þakka Róberti fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu Gróttu undanfarin ár,“ segir í yfirlýsingu Gróttu.
Grótta er í 10. sæti með 10 stig, tveimur frá fallsæti, þegar 18 umferðum af 22 er lokið.