Bræðurnir Í Væb unnu Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardaginn og verða fulltrúar Íslands í Eurovision-söngvakeppninni í Basel í Sviss. Sigurlag þeirra, Róa, hefur verið milli tannanna á fólki síðustu daga og þeir sakaðir um stuld. Lagið þykir afar líkt ísraelska popplaginu Hatunat Hashana.
Hægt er að heyra bæði lögin í klippunni hér fyrir neðan.
Bræðurnir svöruðu fyrir ásakanirnar fyrir rúmum mánuði. Þeir sögðust aldrei hafa heyrt þetta lag, enda stundi þeir það ekki að hlusta á ísraelska popptónlist.
Það dró svo til tíðinda í dag þegar höfundur Hatunat Hashana steig fram og sagðist ætla að senda viðvöruBræðurnir Í Væb unnu Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardaginn og verða fulltrúar Íslands í Eurovision-söngvakeppninni í Basel í Sviss.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenskt framlag er sagt stolið. Í fyrra urðu líkindi framlags Heru Bjarkar og lagsins Sorry Not Sorry með Demi Lovato að fréttaefni.
Fjölmörg fleiri erlend atriði hafa verið sökuð þjófnað. Frægasta dæmið er líklega einmitt ísraelska lagið Toy með Netta sem vann keppnina 2018. Laglínan þótti allt of líkinu hinu gríðarvinsæla lagi Seven Nation Army með the White Stripes frá 2003. Eftir sigur Ísraels í keppninni var kvartað yfir líkindunum. Leikar enduðu þannig að höfundur Seven Nation Army, Jack White, er nú titlaður höfundur Toy, án þess að hafa heyrt lagið fyrr en eftir sigurinn.