Goshléið nú er það lengsta frá því að goshrinan við gígaröðina hófst í desember 2023 og hefur varað í 79 daga.
Kvikumagnið sem hefur safnast undir Svartsengi er nú orðið meira en það var fyrir síðasta gos sem hófst í lok nóvember.
Áfram eru auknar líkur á kvikuhlaupi á næstu dögum eða vikum og lögreglustjórinn á Suðurnesjum bendir á að fólk sé á eigin ábyrgð innan hættusvæðis í Grindavík og við Svartsengi.