Karabatic-ballið alveg búið Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2025 15:31 Karabatic-bræðurnir hættu sem ríkjandi Evrópumeistarar því Frakkland vann Danmörku í úrslitaleik EM fyrir rúmu ári síðan. Getty/Lars Baron Síðustu tuttugu ár hefur Karabatic-nafnið verið áberandi í franska landsliðinu í handbolta en nú er þeim tíma lokið. Nikola Karabatic, sem lagði skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París í fyrra, var vissulega lengst af mun meira áberandi en yngri bróðirinn, Luka, sem þó hefur lengi þjónað franska landsliðinu með prýði. Nú hefur Luka, sem er 36 ára eða fjórum árum yngri en Nikola, sagt skilið við landsliðið en þetta var tilkynnt í dag í aðdraganda leikja Frakka í Evrópubikarnum í mars. Síðasta ár, þegar Nikola bróðir minn tilkynnti að hann myndi hætta í landsliðinu, fékk mig til að íhuga mín mál. Ég hafði aldrei velt þessari spurningu fyrir mér en fór allt í einu að hugsa: „Og hvað með þig, Luka? Hvað ætlar þú að gera?““ sagði línumaðurinn Luka á heimasíðu franska handboltasambandsins. View this post on Instagram A post shared by K A R A B A T I C L U K A (@lukakarabatic) Luka lék sinn fyrsta landsleik árið 2011 og fór í fyrsta sinn á stórmót árið 2014. Síðan þá hefur hann unnið tvo Evrópumeistaratitla, tvo heimsmeistaratitla og Ólympíumeistaratitil, auk fleiri verðlauna. „Eftir Ólympíuleikana urðu kynslóðaskipti þegar nokkrir hættu. Þegar ég mætti til æfinga í nóvember sá ég að mörg kunnugleg andlit vantaði. Það fékk mig til að velta framtíðinni enn meira fyrir mér,“ sagði Luka sem vildi samt ekki láta Ólympíuleikana verða sitt síðasta stórmót. Þar féllu Frakkar úr leik, á heimavelli, í 8-liða úrslitum gegn lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. „Eftir vonbrigðin á Ólympíuleikunum þá vildi ég ekki hætta á slæmum nótum. Ég hafði enn möguleika á því að spila á einu stórmóti til viðbótar og reyna að sjá til þess að ævintýrinu lyki með fallegum hætti,“ sagði Luka. Hann skoraði svo einmitt hádramatískt sigurmark Frakka gegn Egyptum í 8-liða úrslitum á HM. Þó að Frakkland hafi svo mátt þola tap gegn Króötunum hans Dags Sigurðssonar í undanúrslitum þá endaði Luka Karabatic með verðlaun um hálsinn því Frakkland vann Portúgal í leiknum um 3. sæti, 35-34. Nú er ljóst að það var síðasti landsleikur hans á ferlinum. Karabatic-bræðurnir voru á meðal leikmanna Montpellier sem hlutu skilorðsbundinn tveggja mánaða dóm og þurftu að greiða sekt, vegna veðmálahneykslis í tengslum við leik sem liðið tapaði gegn Cesson Rennes í maí 2012. Málið hefur síðan varpað skugga á þá bræður og er til að mynda talið hafa valdið því að Nikola Karabatic kom ekki til greina sem fánaberi fyrir Frakka við setningarathöfn Ólympíuleikanna í fyrra. Franski handboltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
Nikola Karabatic, sem lagði skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París í fyrra, var vissulega lengst af mun meira áberandi en yngri bróðirinn, Luka, sem þó hefur lengi þjónað franska landsliðinu með prýði. Nú hefur Luka, sem er 36 ára eða fjórum árum yngri en Nikola, sagt skilið við landsliðið en þetta var tilkynnt í dag í aðdraganda leikja Frakka í Evrópubikarnum í mars. Síðasta ár, þegar Nikola bróðir minn tilkynnti að hann myndi hætta í landsliðinu, fékk mig til að íhuga mín mál. Ég hafði aldrei velt þessari spurningu fyrir mér en fór allt í einu að hugsa: „Og hvað með þig, Luka? Hvað ætlar þú að gera?““ sagði línumaðurinn Luka á heimasíðu franska handboltasambandsins. View this post on Instagram A post shared by K A R A B A T I C L U K A (@lukakarabatic) Luka lék sinn fyrsta landsleik árið 2011 og fór í fyrsta sinn á stórmót árið 2014. Síðan þá hefur hann unnið tvo Evrópumeistaratitla, tvo heimsmeistaratitla og Ólympíumeistaratitil, auk fleiri verðlauna. „Eftir Ólympíuleikana urðu kynslóðaskipti þegar nokkrir hættu. Þegar ég mætti til æfinga í nóvember sá ég að mörg kunnugleg andlit vantaði. Það fékk mig til að velta framtíðinni enn meira fyrir mér,“ sagði Luka sem vildi samt ekki láta Ólympíuleikana verða sitt síðasta stórmót. Þar féllu Frakkar úr leik, á heimavelli, í 8-liða úrslitum gegn lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. „Eftir vonbrigðin á Ólympíuleikunum þá vildi ég ekki hætta á slæmum nótum. Ég hafði enn möguleika á því að spila á einu stórmóti til viðbótar og reyna að sjá til þess að ævintýrinu lyki með fallegum hætti,“ sagði Luka. Hann skoraði svo einmitt hádramatískt sigurmark Frakka gegn Egyptum í 8-liða úrslitum á HM. Þó að Frakkland hafi svo mátt þola tap gegn Króötunum hans Dags Sigurðssonar í undanúrslitum þá endaði Luka Karabatic með verðlaun um hálsinn því Frakkland vann Portúgal í leiknum um 3. sæti, 35-34. Nú er ljóst að það var síðasti landsleikur hans á ferlinum. Karabatic-bræðurnir voru á meðal leikmanna Montpellier sem hlutu skilorðsbundinn tveggja mánaða dóm og þurftu að greiða sekt, vegna veðmálahneykslis í tengslum við leik sem liðið tapaði gegn Cesson Rennes í maí 2012. Málið hefur síðan varpað skugga á þá bræður og er til að mynda talið hafa valdið því að Nikola Karabatic kom ekki til greina sem fánaberi fyrir Frakka við setningarathöfn Ólympíuleikanna í fyrra.
Franski handboltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti