Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Lovísa Arnardóttir skrifar 25. febrúar 2025 09:52 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri og formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins. „Það er alveg klárt að það er ekki eitthvað sem formaður stjórnar sambandsins kemur að,“ sagði Heiða Björg í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi. Hún sagði stjórnina hafa fundað með sáttasemjara daginn áður en hann lagði tillöguna fram og það hefði verið ljóst á þeim fundi að stjórninni hugnaðist ekki það sem hann lagði til á fundinum. Heiða segir það hafa komið sér á óvart að tillagan hefði svo farið fram. Þá ávarpaði hún það einnig, sem fram hefur komið, að hún hafi stutt tillöguna. Hún sagði það ekki nýtt að stjórnin væri ekki öll sammála en það væri nýtt að það væru flokkadrættir í stjórn sambandsins og að stjórnin tækist á í fjölmiðlum. Föstudagurinn kennurum erfiður Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, fór einnig yfir það í Silfrinu sem fór fram fyrir helgi. Hann sagði miður hvernig fjölmiðlaumræðan varð í kjölfarið og föstudagurinn hafi verið mörgum kennurum afar erfiður. Hann sagði mikilvægt að klára málið og horfa saman fram á veginn. Hann viðurkenndi að Kennarasambandið hafi haft áhyggjur af því að flokkapólitík hafi haft áhrif á kjaraviðræður. Helgin hafi farið í það að ræða við fulltrúa stjórnmálaflokka. Heiða Björg sagðist í þættinum ekki telja líklegt að aðrir viðsemjendur myndu segja upp sínum samningum yrði þessi tillaga sáttasemjara samþykkt. Hún treysti á skilning þeirra að um sé að ræða vegferð sem þau eru þegar í og myndu því sýna því skilning að Sambandið sé loks búið að fá kennara í þessa sömu vegferð. Ekki góð niðurstaða að Reykjavíkurborg semji ein Hún sagði það „slaka niðurstöðu“ ef Reykjavíkurborg myndi semja eitt við kennara. Það sé betra að heildarsamningar næðust. Magnús Þór sagði kennara hafa samið í góðri trú árið 2016. Það hafi ekki verið staðið við þá samninga og virðismatsvegferðin í raun ekki farið af stað. Hann sagði Kennarasambandið ekki geta gert aðra samninga í góðri trú. Hann hafi miklar áhyggjur af fjöldauppsögnum. Næsti fundur samninganefnda kennara, ríkis og sveitarfélaga fer fram klukkan 15 í dag hjá ríkissáttasemjara. Hægt er að horfa á Silfrið hér. Kennaraverkfall 2024-25 Reykjavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira
„Það er alveg klárt að það er ekki eitthvað sem formaður stjórnar sambandsins kemur að,“ sagði Heiða Björg í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi. Hún sagði stjórnina hafa fundað með sáttasemjara daginn áður en hann lagði tillöguna fram og það hefði verið ljóst á þeim fundi að stjórninni hugnaðist ekki það sem hann lagði til á fundinum. Heiða segir það hafa komið sér á óvart að tillagan hefði svo farið fram. Þá ávarpaði hún það einnig, sem fram hefur komið, að hún hafi stutt tillöguna. Hún sagði það ekki nýtt að stjórnin væri ekki öll sammála en það væri nýtt að það væru flokkadrættir í stjórn sambandsins og að stjórnin tækist á í fjölmiðlum. Föstudagurinn kennurum erfiður Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, fór einnig yfir það í Silfrinu sem fór fram fyrir helgi. Hann sagði miður hvernig fjölmiðlaumræðan varð í kjölfarið og föstudagurinn hafi verið mörgum kennurum afar erfiður. Hann sagði mikilvægt að klára málið og horfa saman fram á veginn. Hann viðurkenndi að Kennarasambandið hafi haft áhyggjur af því að flokkapólitík hafi haft áhrif á kjaraviðræður. Helgin hafi farið í það að ræða við fulltrúa stjórnmálaflokka. Heiða Björg sagðist í þættinum ekki telja líklegt að aðrir viðsemjendur myndu segja upp sínum samningum yrði þessi tillaga sáttasemjara samþykkt. Hún treysti á skilning þeirra að um sé að ræða vegferð sem þau eru þegar í og myndu því sýna því skilning að Sambandið sé loks búið að fá kennara í þessa sömu vegferð. Ekki góð niðurstaða að Reykjavíkurborg semji ein Hún sagði það „slaka niðurstöðu“ ef Reykjavíkurborg myndi semja eitt við kennara. Það sé betra að heildarsamningar næðust. Magnús Þór sagði kennara hafa samið í góðri trú árið 2016. Það hafi ekki verið staðið við þá samninga og virðismatsvegferðin í raun ekki farið af stað. Hann sagði Kennarasambandið ekki geta gert aðra samninga í góðri trú. Hann hafi miklar áhyggjur af fjöldauppsögnum. Næsti fundur samninganefnda kennara, ríkis og sveitarfélaga fer fram klukkan 15 í dag hjá ríkissáttasemjara. Hægt er að horfa á Silfrið hér.
Kennaraverkfall 2024-25 Reykjavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira