Valdi dauða með aftökusveit Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2025 21:50 Brad Sigmon vildi ekki láta taka sig af lífi með lyfjum, eftir að þrjár síðustu slíku aftökur Suður-Karólínu tóku rúmlega tuttugu mínútur. NTB-AP og Getty Aftökusveit mun í næsta mánuði skjóta mann til bana í fyrsta sinn í Bandaríkjunum í fimmtán ár. Morðinginn Brad Sigmon fékk að velja hvort hann yrði tekinn af lífi með lyfjum, færi í rafmagnsstólinn eða færi fyrir aftökusveit og valdi hann síðasta kostinn. Frá 1976 hafa einungis þrír menn verið skotnir af aftökusveit í Bandaríkjunum og allir þeirra í Utah. Síðasta slíka aftakan fór fram árið 2010 en Sigmon verður tekinn af lífi í Suður-Karólínu, eins og fram kemur í frétt CNN. Sigmon, sem er 67 ára gamall, var árið 2001 dæmdur fyrir að berja foreldra fyrrverandi kærustu sinnar til dauða með kylfu. Hann rændi kærustunni fyrrverandi en henni tókst að komast undan. Þegar hún hljóp frá bíl Sigmons skaut hann á eftir henni en hæfði hana ekki. Þann 7. mars verður Sigmon bundinn í stól, hetta sett yfir höfuð hans og skotmark sett yfir hjara hans. Þrír sjálfboðaliðar munu svo skjóta hann af tæplega fimm metra færi. Lögmaður Sigmon segir að hann hafi valið aftökusveitina vegna þess að hann vildi ekki kveljast eins og fyrrverandi samfangar hans. Þrír síðustu mennirnir sem teknir hefðu verið af lífi með eitri í Suður-Karólínu hafi kvalist um langt skeið áður en þeir dóu. Hann hafi sömuleiðis ekki viljað brenna í rafmagnsstólnum og því hafi hann valdið aftökusveitina, þó það væri ofbeldisfullur dauði. Sérstakt aftökusvæði var gert í Suður-Karólínu árið 2022 eftir að erfitt varð fyrir embættismenn í Bandaríkjunum að koma höndum yfir lyfin sem hafa verið notuð til að taka menn af lífi. Árið 2023 var reglum breytt í ríkinu svo ekki þyrfti lengur að gefa upp hvaða fyrirtæki hefði selt lyfin og hófust þessar aftökur aftur í fyrra. Síðustu þrjár aftökur í ríkinu, þær sem lögmaður Sigmon vísaði til, voru gerðar með lyfinu pentobarbital. Í öllum tilfellum voru mennirnir lengur en tuttugu mínútur að deyja. Í frétt Guardian segir að lögmenn mannanna þriggja segi þá hafa upplifað köfnun eða drukknunartilfinningu þegar þeir dóu. Lögmaður Sigmon hefur farið fram á við ríkisstjóra Suður-Karólínu að hann hlífi Sigmon og breyti dómi hans í lífstíðardóm. Eins og fram kemur í frétt CNN hefur enginn ríkisstjóri orðið við því í 49 ár, frá því dauðadómur var tekinn upp á nýjan leik í ríkinu. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Frá 1976 hafa einungis þrír menn verið skotnir af aftökusveit í Bandaríkjunum og allir þeirra í Utah. Síðasta slíka aftakan fór fram árið 2010 en Sigmon verður tekinn af lífi í Suður-Karólínu, eins og fram kemur í frétt CNN. Sigmon, sem er 67 ára gamall, var árið 2001 dæmdur fyrir að berja foreldra fyrrverandi kærustu sinnar til dauða með kylfu. Hann rændi kærustunni fyrrverandi en henni tókst að komast undan. Þegar hún hljóp frá bíl Sigmons skaut hann á eftir henni en hæfði hana ekki. Þann 7. mars verður Sigmon bundinn í stól, hetta sett yfir höfuð hans og skotmark sett yfir hjara hans. Þrír sjálfboðaliðar munu svo skjóta hann af tæplega fimm metra færi. Lögmaður Sigmon segir að hann hafi valið aftökusveitina vegna þess að hann vildi ekki kveljast eins og fyrrverandi samfangar hans. Þrír síðustu mennirnir sem teknir hefðu verið af lífi með eitri í Suður-Karólínu hafi kvalist um langt skeið áður en þeir dóu. Hann hafi sömuleiðis ekki viljað brenna í rafmagnsstólnum og því hafi hann valdið aftökusveitina, þó það væri ofbeldisfullur dauði. Sérstakt aftökusvæði var gert í Suður-Karólínu árið 2022 eftir að erfitt varð fyrir embættismenn í Bandaríkjunum að koma höndum yfir lyfin sem hafa verið notuð til að taka menn af lífi. Árið 2023 var reglum breytt í ríkinu svo ekki þyrfti lengur að gefa upp hvaða fyrirtæki hefði selt lyfin og hófust þessar aftökur aftur í fyrra. Síðustu þrjár aftökur í ríkinu, þær sem lögmaður Sigmon vísaði til, voru gerðar með lyfinu pentobarbital. Í öllum tilfellum voru mennirnir lengur en tuttugu mínútur að deyja. Í frétt Guardian segir að lögmenn mannanna þriggja segi þá hafa upplifað köfnun eða drukknunartilfinningu þegar þeir dóu. Lögmaður Sigmon hefur farið fram á við ríkisstjóra Suður-Karólínu að hann hlífi Sigmon og breyti dómi hans í lífstíðardóm. Eins og fram kemur í frétt CNN hefur enginn ríkisstjóri orðið við því í 49 ár, frá því dauðadómur var tekinn upp á nýjan leik í ríkinu.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira