Valdi dauða með aftökusveit Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2025 21:50 Brad Sigmon vildi ekki láta taka sig af lífi með lyfjum, eftir að þrjár síðustu slíku aftökur Suður-Karólínu tóku rúmlega tuttugu mínútur. NTB-AP og Getty Aftökusveit mun í næsta mánuði skjóta mann til bana í fyrsta sinn í Bandaríkjunum í fimmtán ár. Morðinginn Brad Sigmon fékk að velja hvort hann yrði tekinn af lífi með lyfjum, færi í rafmagnsstólinn eða færi fyrir aftökusveit og valdi hann síðasta kostinn. Frá 1976 hafa einungis þrír menn verið skotnir af aftökusveit í Bandaríkjunum og allir þeirra í Utah. Síðasta slíka aftakan fór fram árið 2010 en Sigmon verður tekinn af lífi í Suður-Karólínu, eins og fram kemur í frétt CNN. Sigmon, sem er 67 ára gamall, var árið 2001 dæmdur fyrir að berja foreldra fyrrverandi kærustu sinnar til dauða með kylfu. Hann rændi kærustunni fyrrverandi en henni tókst að komast undan. Þegar hún hljóp frá bíl Sigmons skaut hann á eftir henni en hæfði hana ekki. Þann 7. mars verður Sigmon bundinn í stól, hetta sett yfir höfuð hans og skotmark sett yfir hjara hans. Þrír sjálfboðaliðar munu svo skjóta hann af tæplega fimm metra færi. Lögmaður Sigmon segir að hann hafi valið aftökusveitina vegna þess að hann vildi ekki kveljast eins og fyrrverandi samfangar hans. Þrír síðustu mennirnir sem teknir hefðu verið af lífi með eitri í Suður-Karólínu hafi kvalist um langt skeið áður en þeir dóu. Hann hafi sömuleiðis ekki viljað brenna í rafmagnsstólnum og því hafi hann valdið aftökusveitina, þó það væri ofbeldisfullur dauði. Sérstakt aftökusvæði var gert í Suður-Karólínu árið 2022 eftir að erfitt varð fyrir embættismenn í Bandaríkjunum að koma höndum yfir lyfin sem hafa verið notuð til að taka menn af lífi. Árið 2023 var reglum breytt í ríkinu svo ekki þyrfti lengur að gefa upp hvaða fyrirtæki hefði selt lyfin og hófust þessar aftökur aftur í fyrra. Síðustu þrjár aftökur í ríkinu, þær sem lögmaður Sigmon vísaði til, voru gerðar með lyfinu pentobarbital. Í öllum tilfellum voru mennirnir lengur en tuttugu mínútur að deyja. Í frétt Guardian segir að lögmenn mannanna þriggja segi þá hafa upplifað köfnun eða drukknunartilfinningu þegar þeir dóu. Lögmaður Sigmon hefur farið fram á við ríkisstjóra Suður-Karólínu að hann hlífi Sigmon og breyti dómi hans í lífstíðardóm. Eins og fram kemur í frétt CNN hefur enginn ríkisstjóri orðið við því í 49 ár, frá því dauðadómur var tekinn upp á nýjan leik í ríkinu. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Frá 1976 hafa einungis þrír menn verið skotnir af aftökusveit í Bandaríkjunum og allir þeirra í Utah. Síðasta slíka aftakan fór fram árið 2010 en Sigmon verður tekinn af lífi í Suður-Karólínu, eins og fram kemur í frétt CNN. Sigmon, sem er 67 ára gamall, var árið 2001 dæmdur fyrir að berja foreldra fyrrverandi kærustu sinnar til dauða með kylfu. Hann rændi kærustunni fyrrverandi en henni tókst að komast undan. Þegar hún hljóp frá bíl Sigmons skaut hann á eftir henni en hæfði hana ekki. Þann 7. mars verður Sigmon bundinn í stól, hetta sett yfir höfuð hans og skotmark sett yfir hjara hans. Þrír sjálfboðaliðar munu svo skjóta hann af tæplega fimm metra færi. Lögmaður Sigmon segir að hann hafi valið aftökusveitina vegna þess að hann vildi ekki kveljast eins og fyrrverandi samfangar hans. Þrír síðustu mennirnir sem teknir hefðu verið af lífi með eitri í Suður-Karólínu hafi kvalist um langt skeið áður en þeir dóu. Hann hafi sömuleiðis ekki viljað brenna í rafmagnsstólnum og því hafi hann valdið aftökusveitina, þó það væri ofbeldisfullur dauði. Sérstakt aftökusvæði var gert í Suður-Karólínu árið 2022 eftir að erfitt varð fyrir embættismenn í Bandaríkjunum að koma höndum yfir lyfin sem hafa verið notuð til að taka menn af lífi. Árið 2023 var reglum breytt í ríkinu svo ekki þyrfti lengur að gefa upp hvaða fyrirtæki hefði selt lyfin og hófust þessar aftökur aftur í fyrra. Síðustu þrjár aftökur í ríkinu, þær sem lögmaður Sigmon vísaði til, voru gerðar með lyfinu pentobarbital. Í öllum tilfellum voru mennirnir lengur en tuttugu mínútur að deyja. Í frétt Guardian segir að lögmenn mannanna þriggja segi þá hafa upplifað köfnun eða drukknunartilfinningu þegar þeir dóu. Lögmaður Sigmon hefur farið fram á við ríkisstjóra Suður-Karólínu að hann hlífi Sigmon og breyti dómi hans í lífstíðardóm. Eins og fram kemur í frétt CNN hefur enginn ríkisstjóri orðið við því í 49 ár, frá því dauðadómur var tekinn upp á nýjan leik í ríkinu.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira