Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2025 20:00 Magnús Skúlason arkitekt og Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði, vilja breytingar við hönnun byggðar. Vísir/Stefán Reykjavík er að verða að ljótri borg segir arkitekt. Hann kallar eftir aukinni fegurð við hönnun bygginga. Umhverfissálfræðingur segir fjárhagslegar forsendur vega of þungt við íbúðauppbyggingu. Þverfaglegur hópur tíu sérfræðinga í hönnun byggðar hefur stofnað undirskriftalista þar sem kallað er eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar byggðar. Krafist er tafarlausra aðgerða til að stöðva núverandi þróun borgar og bæja hérlendis. „Við erum á þeirri stund og stað að okkur ofbýður algjörlega hvað er að gerast í byggð Reykjavíkur. Hún er að verða svo ljót að okkur ofbýður algjörlega og við erum að kalla eftir fegurð,“ segir Magnús Skúlason arkitekt. „Fjárhagslegar og efnahagslegar forsendur eru að vega allt of þungt og á kostnað almannaheillar. Við erum ekki að hanna umhverfi sem er að mæta þörfum fólks, hvernig við erum að skynja okkar umhverfi, hvernig við upplifum okkar umhverfi, hvað er gott fyrir heilsu okkar og velferð. Þannig við viljum að það sé staldrað við og við förum að líta aðeins í kringum okkur og sjá hvað við getum gert öðruvísi en við erum að gera núna,“ segir Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði. Byggingarstíllinn hafi breyst gríðarlega í Reykjavík síðustu ár. Allflest nýjar byggingar séu ljótar og illa skipulagðar. Hlíðarendahverfið sé gott dæmi um það. „Að okkar mati, og ég get líka vísað til sálfræðilegra rannsókna og á samspili fólks og umhverfi, er þetta ekki umhverfi sem hentar okkur. Þetta er ekki uppbyggilegt, þetta er ekki heilsusamlegt umhverfi á svo margan hátt,“ segir Páll. Þá séu flestar nýbyggingar allt of háar. „Við getum varla byggt mikið hærra en þrjá og hálfa hæð. Ef við byggjum upp fyrir það kemur vindurinn og truflar allt. hann ruglast og fer að blása í allar áttir, fara eftir götunum og trufla fólk. Þannig við verðum að passa upp á þessar húsahæðir,“ segir Magnús. Arkitektúr Tíska og hönnun Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Umhverfismál Heilsa Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Þverfaglegur hópur tíu sérfræðinga í hönnun byggðar hefur stofnað undirskriftalista þar sem kallað er eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar byggðar. Krafist er tafarlausra aðgerða til að stöðva núverandi þróun borgar og bæja hérlendis. „Við erum á þeirri stund og stað að okkur ofbýður algjörlega hvað er að gerast í byggð Reykjavíkur. Hún er að verða svo ljót að okkur ofbýður algjörlega og við erum að kalla eftir fegurð,“ segir Magnús Skúlason arkitekt. „Fjárhagslegar og efnahagslegar forsendur eru að vega allt of þungt og á kostnað almannaheillar. Við erum ekki að hanna umhverfi sem er að mæta þörfum fólks, hvernig við erum að skynja okkar umhverfi, hvernig við upplifum okkar umhverfi, hvað er gott fyrir heilsu okkar og velferð. Þannig við viljum að það sé staldrað við og við förum að líta aðeins í kringum okkur og sjá hvað við getum gert öðruvísi en við erum að gera núna,“ segir Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði. Byggingarstíllinn hafi breyst gríðarlega í Reykjavík síðustu ár. Allflest nýjar byggingar séu ljótar og illa skipulagðar. Hlíðarendahverfið sé gott dæmi um það. „Að okkar mati, og ég get líka vísað til sálfræðilegra rannsókna og á samspili fólks og umhverfi, er þetta ekki umhverfi sem hentar okkur. Þetta er ekki uppbyggilegt, þetta er ekki heilsusamlegt umhverfi á svo margan hátt,“ segir Páll. Þá séu flestar nýbyggingar allt of háar. „Við getum varla byggt mikið hærra en þrjá og hálfa hæð. Ef við byggjum upp fyrir það kemur vindurinn og truflar allt. hann ruglast og fer að blása í allar áttir, fara eftir götunum og trufla fólk. Þannig við verðum að passa upp á þessar húsahæðir,“ segir Magnús.
Arkitektúr Tíska og hönnun Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Umhverfismál Heilsa Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira