Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2025 16:36 Haukur Þrastarson virðist vera að taka afar spennandi skref á sínum handboltaferli. vísir/Vilhelm Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handbolta, er sagður á leið til Rhein-Neckar Löwen í sumar og mun þá spila með sterku liði í bestu landsdeild heims. Það er félagaskiptafréttasíðan RT Handball sem segir frá því í dag að Haukur sé á leið til Löwen frá rúmenska félaginu Dinamo Búkarest í sumar. Miðillinn fullyrðir að félögin muni opinbera þetta innan skamms. View this post on Instagram A post shared by RThandball official (@rthandball) Með því að fara til Löwen má segja að Haukur uppfylli strax ósk landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar, sem í viðtali við Vísi eftir HM í janúar sagði að Haukur þyrfti að komast í betri deild. Haukur, sem er 23 ára Selfyssingur, gekk í raðir Kielce í Póllandi árið 2020, eftir að hafa verið lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Selfoss árið áður. Erfið meiðsli hafa hamlað honum mikið í atvinnumennskunni en Haukur hefur þó verið á réttri braut síðustu misseri. Hann gekk í raðir Dinamo Búkarest síðasta sumar og lék með Íslandi á HM í janúar en þótti ekki ná sér á strik þar. „Einn okkar allra besti“ „Haukur er frábær handboltamaður. Einn okkar allra besti,“ sagði Snorri Steinn í viðtali við Vísi eftir HM og kvaðst ekki hafa yfir neinu að kvarta varðandi Hauk þó að hann teldi gagnlegt að hann færi í sterkari deild. „Hann er með handboltagreind sem fáir hafa. Hann hefur náttúrulega glímt við gríðarlega mikið af meiðslum og var í erfiðri stöðu í Póllandi. Lendir ítrekað í erfiðum meiðslum, er að reyna koma sér í gegnum það. Ég held að það hafi verið hollt fyrir hann að losa sig úr því umhverfi en á sama tíma held ég að hann þurfi að koma sér í betri deild. Ég held að hann viti það manna best sjálfur að hann þarf að spila í topp þrír deild í heiminum og spila þar reglulega, helst vörn og sókn, ef hann ætlar að taka næsta skref,“ sagði Snorri Steinn og nú innan við mánuði síðar virðist sem svo að það sé frágengið. Í erfiðu hlutverki í landsliðinu Snorri bætti því við að Haukur væri búinn að vera í erfiðu hlutverki í landsliðinu: „Honum til varnar hefur hann kannski verið, hjá mér í landsliðinu, númer tvö og þrjú í sinni stöðu. Bæði í skyttu og á miðju. Það er líka erfitt hlutverk. Erfitt hlutverk fyrir alla, hvort sem um ræðir Hauk eða einhvern annan. Hann hefur þó gert það vel, fagmannlega og ég hef ekki yfir neinu að kvarta þó svo að núna hafi hann kannski ekki náð sér á strik. Það er einföldun að klína því líka bara á það að hann sé í Rúmeníu. Það er mitt að ná því út úr honum og gefa honum kannski stærra hlutverk en menn verða líka að negla það þegar svo ber undir,“ sagði Snorri. Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjá meira
Það er félagaskiptafréttasíðan RT Handball sem segir frá því í dag að Haukur sé á leið til Löwen frá rúmenska félaginu Dinamo Búkarest í sumar. Miðillinn fullyrðir að félögin muni opinbera þetta innan skamms. View this post on Instagram A post shared by RThandball official (@rthandball) Með því að fara til Löwen má segja að Haukur uppfylli strax ósk landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar, sem í viðtali við Vísi eftir HM í janúar sagði að Haukur þyrfti að komast í betri deild. Haukur, sem er 23 ára Selfyssingur, gekk í raðir Kielce í Póllandi árið 2020, eftir að hafa verið lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Selfoss árið áður. Erfið meiðsli hafa hamlað honum mikið í atvinnumennskunni en Haukur hefur þó verið á réttri braut síðustu misseri. Hann gekk í raðir Dinamo Búkarest síðasta sumar og lék með Íslandi á HM í janúar en þótti ekki ná sér á strik þar. „Einn okkar allra besti“ „Haukur er frábær handboltamaður. Einn okkar allra besti,“ sagði Snorri Steinn í viðtali við Vísi eftir HM og kvaðst ekki hafa yfir neinu að kvarta varðandi Hauk þó að hann teldi gagnlegt að hann færi í sterkari deild. „Hann er með handboltagreind sem fáir hafa. Hann hefur náttúrulega glímt við gríðarlega mikið af meiðslum og var í erfiðri stöðu í Póllandi. Lendir ítrekað í erfiðum meiðslum, er að reyna koma sér í gegnum það. Ég held að það hafi verið hollt fyrir hann að losa sig úr því umhverfi en á sama tíma held ég að hann þurfi að koma sér í betri deild. Ég held að hann viti það manna best sjálfur að hann þarf að spila í topp þrír deild í heiminum og spila þar reglulega, helst vörn og sókn, ef hann ætlar að taka næsta skref,“ sagði Snorri Steinn og nú innan við mánuði síðar virðist sem svo að það sé frágengið. Í erfiðu hlutverki í landsliðinu Snorri bætti því við að Haukur væri búinn að vera í erfiðu hlutverki í landsliðinu: „Honum til varnar hefur hann kannski verið, hjá mér í landsliðinu, númer tvö og þrjú í sinni stöðu. Bæði í skyttu og á miðju. Það er líka erfitt hlutverk. Erfitt hlutverk fyrir alla, hvort sem um ræðir Hauk eða einhvern annan. Hann hefur þó gert það vel, fagmannlega og ég hef ekki yfir neinu að kvarta þó svo að núna hafi hann kannski ekki náð sér á strik. Það er einföldun að klína því líka bara á það að hann sé í Rúmeníu. Það er mitt að ná því út úr honum og gefa honum kannski stærra hlutverk en menn verða líka að negla það þegar svo ber undir,“ sagði Snorri.
Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjá meira