Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2025 15:02 Lionel Messi var hinn fúlasti eftir jafntefli Inter Miami og New York City. getty/Megan Briggs Þrátt fyrir að Inter Miami hafi bjargað stigi gegn New York City í 1. umferð MLS-deildarinnar um helgina var Lionel Messi fúll og viðskotaillur eftir leikinn. Þegar tíu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Telasco Segovia eftir sendingu frá Messi og jafnaði fyrir Inter Miami í 2-2 sem urðu lokatölur leiksins. Engum duldist þó að Messi var ósáttur eftir leikinn. Hann reifst við dómarann Rosendo Mendoza sem fékk á endanum nóg og gaf honum gult spjald. Þegar Messi gekk til búningsherbergja sagði Mehdi Ballouchy, aðstoðarþjálfari New York City, eitthvað við Argentínumanninn. Það var eins og olía á eldinn fyrir Messi og þeir Ballouchy byrjuðu að munnhöggvast. Tveir úr starfsliði Inter Miami komu þá aðvífandi og svo virtist sem Messi ætlaði að láta gott heita. En hann sneri við og kleip Ballouchy aftan í hálsinn og benti honum að koma með sér. Aðstoðarþjálfarinn varð ekki við þeirri bón og Messi gekk einsamall til búningsklefa. 😡 The Whole Angry Messi Clip!This video shows an irate Lionel Messi jawing at head referee Alexis Da Silva as well as grabbing New York City FC assistant coach Mehdi Ballouchy by the neck.There’s lots to digest here, but it’s great to see Messi cares.#InterMiamiCF #Messi𓃵 pic.twitter.com/KkfWOQTQbH— Franco Panizo (@FrancoPanizo) February 23, 2025 Messi lagði upp bæði mörk Inter Miami í leiknum í Flórída. Heimamenn voru einum færri frá 23. mínútu þegar Tomás Avilés fékk rautt spjald. En þrátt fyrir að vera manni færri og marki undir tókst Inter Miami að bjarga sér fyrir horn. Inter Miami varð deildarmeistari í MLS í fyrra en féll úr leik fyrir Atlanta United í 1. umferð úrslitakeppninnar. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Þegar tíu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Telasco Segovia eftir sendingu frá Messi og jafnaði fyrir Inter Miami í 2-2 sem urðu lokatölur leiksins. Engum duldist þó að Messi var ósáttur eftir leikinn. Hann reifst við dómarann Rosendo Mendoza sem fékk á endanum nóg og gaf honum gult spjald. Þegar Messi gekk til búningsherbergja sagði Mehdi Ballouchy, aðstoðarþjálfari New York City, eitthvað við Argentínumanninn. Það var eins og olía á eldinn fyrir Messi og þeir Ballouchy byrjuðu að munnhöggvast. Tveir úr starfsliði Inter Miami komu þá aðvífandi og svo virtist sem Messi ætlaði að láta gott heita. En hann sneri við og kleip Ballouchy aftan í hálsinn og benti honum að koma með sér. Aðstoðarþjálfarinn varð ekki við þeirri bón og Messi gekk einsamall til búningsklefa. 😡 The Whole Angry Messi Clip!This video shows an irate Lionel Messi jawing at head referee Alexis Da Silva as well as grabbing New York City FC assistant coach Mehdi Ballouchy by the neck.There’s lots to digest here, but it’s great to see Messi cares.#InterMiamiCF #Messi𓃵 pic.twitter.com/KkfWOQTQbH— Franco Panizo (@FrancoPanizo) February 23, 2025 Messi lagði upp bæði mörk Inter Miami í leiknum í Flórída. Heimamenn voru einum færri frá 23. mínútu þegar Tomás Avilés fékk rautt spjald. En þrátt fyrir að vera manni færri og marki undir tókst Inter Miami að bjarga sér fyrir horn. Inter Miami varð deildarmeistari í MLS í fyrra en féll úr leik fyrir Atlanta United í 1. umferð úrslitakeppninnar.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira