Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2025 15:02 Lionel Messi var hinn fúlasti eftir jafntefli Inter Miami og New York City. getty/Megan Briggs Þrátt fyrir að Inter Miami hafi bjargað stigi gegn New York City í 1. umferð MLS-deildarinnar um helgina var Lionel Messi fúll og viðskotaillur eftir leikinn. Þegar tíu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Telasco Segovia eftir sendingu frá Messi og jafnaði fyrir Inter Miami í 2-2 sem urðu lokatölur leiksins. Engum duldist þó að Messi var ósáttur eftir leikinn. Hann reifst við dómarann Rosendo Mendoza sem fékk á endanum nóg og gaf honum gult spjald. Þegar Messi gekk til búningsherbergja sagði Mehdi Ballouchy, aðstoðarþjálfari New York City, eitthvað við Argentínumanninn. Það var eins og olía á eldinn fyrir Messi og þeir Ballouchy byrjuðu að munnhöggvast. Tveir úr starfsliði Inter Miami komu þá aðvífandi og svo virtist sem Messi ætlaði að láta gott heita. En hann sneri við og kleip Ballouchy aftan í hálsinn og benti honum að koma með sér. Aðstoðarþjálfarinn varð ekki við þeirri bón og Messi gekk einsamall til búningsklefa. 😡 The Whole Angry Messi Clip!This video shows an irate Lionel Messi jawing at head referee Alexis Da Silva as well as grabbing New York City FC assistant coach Mehdi Ballouchy by the neck.There’s lots to digest here, but it’s great to see Messi cares.#InterMiamiCF #Messi𓃵 pic.twitter.com/KkfWOQTQbH— Franco Panizo (@FrancoPanizo) February 23, 2025 Messi lagði upp bæði mörk Inter Miami í leiknum í Flórída. Heimamenn voru einum færri frá 23. mínútu þegar Tomás Avilés fékk rautt spjald. En þrátt fyrir að vera manni færri og marki undir tókst Inter Miami að bjarga sér fyrir horn. Inter Miami varð deildarmeistari í MLS í fyrra en féll úr leik fyrir Atlanta United í 1. umferð úrslitakeppninnar. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Fleiri fréttir Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Sjá meira
Þegar tíu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Telasco Segovia eftir sendingu frá Messi og jafnaði fyrir Inter Miami í 2-2 sem urðu lokatölur leiksins. Engum duldist þó að Messi var ósáttur eftir leikinn. Hann reifst við dómarann Rosendo Mendoza sem fékk á endanum nóg og gaf honum gult spjald. Þegar Messi gekk til búningsherbergja sagði Mehdi Ballouchy, aðstoðarþjálfari New York City, eitthvað við Argentínumanninn. Það var eins og olía á eldinn fyrir Messi og þeir Ballouchy byrjuðu að munnhöggvast. Tveir úr starfsliði Inter Miami komu þá aðvífandi og svo virtist sem Messi ætlaði að láta gott heita. En hann sneri við og kleip Ballouchy aftan í hálsinn og benti honum að koma með sér. Aðstoðarþjálfarinn varð ekki við þeirri bón og Messi gekk einsamall til búningsklefa. 😡 The Whole Angry Messi Clip!This video shows an irate Lionel Messi jawing at head referee Alexis Da Silva as well as grabbing New York City FC assistant coach Mehdi Ballouchy by the neck.There’s lots to digest here, but it’s great to see Messi cares.#InterMiamiCF #Messi𓃵 pic.twitter.com/KkfWOQTQbH— Franco Panizo (@FrancoPanizo) February 23, 2025 Messi lagði upp bæði mörk Inter Miami í leiknum í Flórída. Heimamenn voru einum færri frá 23. mínútu þegar Tomás Avilés fékk rautt spjald. En þrátt fyrir að vera manni færri og marki undir tókst Inter Miami að bjarga sér fyrir horn. Inter Miami varð deildarmeistari í MLS í fyrra en féll úr leik fyrir Atlanta United í 1. umferð úrslitakeppninnar.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Fleiri fréttir Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Sjá meira