Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar 23. febrúar 2025 17:31 Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi frambjóðandi til þings og starfandi þingmaður í líklega dagpart eftir að Alþingi kom saman, telur plasttappamálið sem rætt var á Alþingi ekki útrætt. Hann skrifar um það grein á visir.is, undir yfirskriftinni „Áfastur plasttappi lýðræðisins“. Þar gerir hann mikið úr því að þetta þjóðþrifamál (sem teygir anga sína reyndar um alla Evrópu) hafi verið til umræðu í þinginu í 4 klukkustundir og 36 mínútur. Ég skil að honum sárni tímalengdin, enda hefur hún líklega farið fram úr þeim tíma sem hann sjálfur sat á Alþingi eftir að það kom saman eftir kosningar. En ég skil yfirskriftina ekki, þ.e. hvað spurningin um plasttappana hefur með lýðræði að gera. Og ég skil eiginlega heldur ekki að Þórður Snær geri úr því opinbert mál, og það langt mál, að honum sárni tímalengdin. Greinin er ekki kjarnyrt. Kjarnyrt þýðir stuttort, gagnort og beitt. Eeeen ... mér þykir samt vænt um að Þórður Snær tekur þetta þjóðþrifamál upp á arma sína. Ég hef nefnilega viðbótartillögur handa honum til að berjast fyrir úr stóli framkvæmdastjóra þingflokks. Ég hef hugsað þetta mikið, þetta með tappana. Enda er þetta samevrópskt áherslumál, eins og Þórður Snær bendir réttilega á. Þetta mun upphaflega til komið út af því að tapparnir áttu það áður til að villast frá flöskum sínum. Næsta skref hlýtur því að vera að beita hvern þann sektum sem rýfur naflastrenginn milli flöskunnar og tappans. Enda færir Þórður Snær rök fyrir því í grein sinni að slíkt væri eðlilegt næsta skref, þó hann nefni það ekki berum orðum. Ég vil einnig, fyrir hönd frústraðra Tupperware* eigenda, beina því til Þórðar Snæs að berjast fyrir að fyrirtækinu verði gert að setja sams konar naflastreng milli dollunnar og loksins svo að hægt verði að útrýma vandamálinu með loklausar dollur og lok sem ekki passa á neitt. Aðrir plastdolluframleiðendur fylgi svo í kjölfarið. Og krafa verði um rammgerða keðju milli glerkrukku og loks. Og að lokum, til að koma í veg fyrir hið hvimleiða sokkaát þvottavéla: að svipaður naflastrengur, af hæfilegri lengd, verði settur á milli tveggja samstæðra sokka til að koma í veg fyrir öll sokkapara-skilnaðarmál. Ef lengdin er rétt stillt mun sú hliðarverkun verða að allir sem ganga í sokkum verða eftir breytinguna með kvenlegra göngulag en áður (og þarf þá ekki lengur þröng pils til að ná þeim áhrifum fram). Þórður Snær tilfærir undir lok greinar sinnar sína söguskýringu á því hvers vegna tillaga orkumálaráðherra um að ríkið ákveði fyrir fólk hvort tappar skuli áfastir flöskum sínum eða ekki sé svo gáfuleg að ekki eigi að sóa tíma þingsins í að ræða hana. Ég veit ekkert hvort skýringin sem Þórður Snær setur fram sé réttari en túlkun hans á upplýsingum úr sjúkraskýrslum, eða gamlir palladómar hans um þjóðþekkt fólk, nú eða skýringar hans varðandi (þáverandi) kvenmannsleysi sitt. En tel, af fenginni reynslu, ekki rétt að trúa gagnrýnislaust því sem hann setur fram. Ef hins vegar skýringin skyldi vera rétt og að stjórnarliðar hafi alls ekkert viljað ræða þetta, þá má alveg velta fyrir sér hvort stjórnarliðar hafi næga stjórn á liði sínu eða ekki. Margir áttu aðild að þessari meintu tímaeyðslu og skorti þar ekki þátttöku stjórnarliða. *Ef Tupperware skyldi farið á hausinn, eins og einhverjir fréttamiðlar hafa haldið fram, þá má alltaf gera þessa kröfu í þrotabúið. Höfundur er áhugakona um þjóðþrifamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Ingunn Björnsdóttir Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi frambjóðandi til þings og starfandi þingmaður í líklega dagpart eftir að Alþingi kom saman, telur plasttappamálið sem rætt var á Alþingi ekki útrætt. Hann skrifar um það grein á visir.is, undir yfirskriftinni „Áfastur plasttappi lýðræðisins“. Þar gerir hann mikið úr því að þetta þjóðþrifamál (sem teygir anga sína reyndar um alla Evrópu) hafi verið til umræðu í þinginu í 4 klukkustundir og 36 mínútur. Ég skil að honum sárni tímalengdin, enda hefur hún líklega farið fram úr þeim tíma sem hann sjálfur sat á Alþingi eftir að það kom saman eftir kosningar. En ég skil yfirskriftina ekki, þ.e. hvað spurningin um plasttappana hefur með lýðræði að gera. Og ég skil eiginlega heldur ekki að Þórður Snær geri úr því opinbert mál, og það langt mál, að honum sárni tímalengdin. Greinin er ekki kjarnyrt. Kjarnyrt þýðir stuttort, gagnort og beitt. Eeeen ... mér þykir samt vænt um að Þórður Snær tekur þetta þjóðþrifamál upp á arma sína. Ég hef nefnilega viðbótartillögur handa honum til að berjast fyrir úr stóli framkvæmdastjóra þingflokks. Ég hef hugsað þetta mikið, þetta með tappana. Enda er þetta samevrópskt áherslumál, eins og Þórður Snær bendir réttilega á. Þetta mun upphaflega til komið út af því að tapparnir áttu það áður til að villast frá flöskum sínum. Næsta skref hlýtur því að vera að beita hvern þann sektum sem rýfur naflastrenginn milli flöskunnar og tappans. Enda færir Þórður Snær rök fyrir því í grein sinni að slíkt væri eðlilegt næsta skref, þó hann nefni það ekki berum orðum. Ég vil einnig, fyrir hönd frústraðra Tupperware* eigenda, beina því til Þórðar Snæs að berjast fyrir að fyrirtækinu verði gert að setja sams konar naflastreng milli dollunnar og loksins svo að hægt verði að útrýma vandamálinu með loklausar dollur og lok sem ekki passa á neitt. Aðrir plastdolluframleiðendur fylgi svo í kjölfarið. Og krafa verði um rammgerða keðju milli glerkrukku og loks. Og að lokum, til að koma í veg fyrir hið hvimleiða sokkaát þvottavéla: að svipaður naflastrengur, af hæfilegri lengd, verði settur á milli tveggja samstæðra sokka til að koma í veg fyrir öll sokkapara-skilnaðarmál. Ef lengdin er rétt stillt mun sú hliðarverkun verða að allir sem ganga í sokkum verða eftir breytinguna með kvenlegra göngulag en áður (og þarf þá ekki lengur þröng pils til að ná þeim áhrifum fram). Þórður Snær tilfærir undir lok greinar sinnar sína söguskýringu á því hvers vegna tillaga orkumálaráðherra um að ríkið ákveði fyrir fólk hvort tappar skuli áfastir flöskum sínum eða ekki sé svo gáfuleg að ekki eigi að sóa tíma þingsins í að ræða hana. Ég veit ekkert hvort skýringin sem Þórður Snær setur fram sé réttari en túlkun hans á upplýsingum úr sjúkraskýrslum, eða gamlir palladómar hans um þjóðþekkt fólk, nú eða skýringar hans varðandi (þáverandi) kvenmannsleysi sitt. En tel, af fenginni reynslu, ekki rétt að trúa gagnrýnislaust því sem hann setur fram. Ef hins vegar skýringin skyldi vera rétt og að stjórnarliðar hafi alls ekkert viljað ræða þetta, þá má alveg velta fyrir sér hvort stjórnarliðar hafi næga stjórn á liði sínu eða ekki. Margir áttu aðild að þessari meintu tímaeyðslu og skorti þar ekki þátttöku stjórnarliða. *Ef Tupperware skyldi farið á hausinn, eins og einhverjir fréttamiðlar hafa haldið fram, þá má alltaf gera þessa kröfu í þrotabúið. Höfundur er áhugakona um þjóðþrifamál
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun