Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 20:02 Eftir nokkra daga fá landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tækifæri að kjósa nýjan formann. Nýr formaður þarf að taka til hendinni, rýna innra skipulag flokksins, færa flokkinn til nútímans án þess þó að gleyma þeim gömlu en góðu gildum sem hann byggir á. Vinna þarf að því að vel sé tekið á móti nýju fólki þannig að það upplifi sig velkomið. Efla þarf grasrótina og ekki síður liðsheildina. Uppfæra þarf flokkinn þannig að hann höfði betur til ungs fólks og kvenna. Það er því verk að vinna. Ég treysti engum betur til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina en Áslaugu Örnu. Hún er dugnaðarforkur og hamhleypa til verka. Henni er eðlilslægt að vera leiðtogi. Áreynslulaust fær hún fólk með sér í lið og fær fólk til að vinna saman. Hún er hugmyndarík og með drifkraft sem fáir hafa. Hún er vel að máli farin, fljót að hugsa og kann að svara fyrir sig. Áslaug hefur þann eiginleika að þegar hún talar, þá hlustar fólk. Hún er reynslumikil, en rík ástæða er til að nefna að það er ekki fullkomið samband á milli fjölda afmælisdaga og reynslu, hvað þá reynslu sem nýtist í formannstólnum. Áslaug hefur til að mynda verið ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sex ár í tveimur mismunandi ráðuneytum og setið enn lengur á þingi. Það eru ekki margir starfandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa viðlíka reynslu og hún. Áslaug nær til unga fólksins - hún er þeirra kona eins og dæmin sanna (yfir helmingur ungs fólks vill Áslaugu sem formann). Það sem skiptir ekki síður máli er að Áslaug er jákvæð, glaðlynd, lausnamiðuð og skemmtileg. Innan um fólk er hún eins og fiskur í vatni. Það þarf kjark, dug og þor til þess að sækjast eftir því að vera formaður Sjálfstæðisflokksins. Það er alveg klárt að Áslaugu hefur ekki skort kjark, dug og þor í gegnum tíðina. Það hefur hún margoft sýnt. Því fagna ég því að hún bjóði sig fram til formennsku. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að það sé öflugt, gott og réttsýnt fólk sem velst til forystu í stjórnmálum. Áslaug Arna hefur alla þessa kosti. Hún er öflug, réttsýn og góð manneskja sem hefur áhuga á fólki. Áslaug er auk þess frábær fyrirmynd fyrir ungt fólk og konur þessa lands. Með Áslaugu sem formann myndi Sjálfstæðisflokkurinn verða ferskara stjórnmálaafl en hann er í dag og með hana í fararbroddi á flokkurinn möguleika á því að ná aftur fyrri styrk. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Eftir nokkra daga fá landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tækifæri að kjósa nýjan formann. Nýr formaður þarf að taka til hendinni, rýna innra skipulag flokksins, færa flokkinn til nútímans án þess þó að gleyma þeim gömlu en góðu gildum sem hann byggir á. Vinna þarf að því að vel sé tekið á móti nýju fólki þannig að það upplifi sig velkomið. Efla þarf grasrótina og ekki síður liðsheildina. Uppfæra þarf flokkinn þannig að hann höfði betur til ungs fólks og kvenna. Það er því verk að vinna. Ég treysti engum betur til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina en Áslaugu Örnu. Hún er dugnaðarforkur og hamhleypa til verka. Henni er eðlilslægt að vera leiðtogi. Áreynslulaust fær hún fólk með sér í lið og fær fólk til að vinna saman. Hún er hugmyndarík og með drifkraft sem fáir hafa. Hún er vel að máli farin, fljót að hugsa og kann að svara fyrir sig. Áslaug hefur þann eiginleika að þegar hún talar, þá hlustar fólk. Hún er reynslumikil, en rík ástæða er til að nefna að það er ekki fullkomið samband á milli fjölda afmælisdaga og reynslu, hvað þá reynslu sem nýtist í formannstólnum. Áslaug hefur til að mynda verið ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sex ár í tveimur mismunandi ráðuneytum og setið enn lengur á þingi. Það eru ekki margir starfandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa viðlíka reynslu og hún. Áslaug nær til unga fólksins - hún er þeirra kona eins og dæmin sanna (yfir helmingur ungs fólks vill Áslaugu sem formann). Það sem skiptir ekki síður máli er að Áslaug er jákvæð, glaðlynd, lausnamiðuð og skemmtileg. Innan um fólk er hún eins og fiskur í vatni. Það þarf kjark, dug og þor til þess að sækjast eftir því að vera formaður Sjálfstæðisflokksins. Það er alveg klárt að Áslaugu hefur ekki skort kjark, dug og þor í gegnum tíðina. Það hefur hún margoft sýnt. Því fagna ég því að hún bjóði sig fram til formennsku. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að það sé öflugt, gott og réttsýnt fólk sem velst til forystu í stjórnmálum. Áslaug Arna hefur alla þessa kosti. Hún er öflug, réttsýn og góð manneskja sem hefur áhuga á fólki. Áslaug er auk þess frábær fyrirmynd fyrir ungt fólk og konur þessa lands. Með Áslaugu sem formann myndi Sjálfstæðisflokkurinn verða ferskara stjórnmálaafl en hann er í dag og með hana í fararbroddi á flokkurinn möguleika á því að ná aftur fyrri styrk. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar