Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2025 14:04 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins var allt annað en bugaður þegar fréttastofa náði af honum tali. Vinnan taki á sig alls konar beygjur, sagði Magnús. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambands Íslands klórar sér í kollinum yfir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafni nú forsenduákvæði í tillögu ríkissáttasemjara sem sambandið samþykkti í janúar. Hann segir útgöngu kennara víða um land í dag hafa verið alfarið án hans vitneskju. Kennarar í fjölmörgum grunnskólum landsins lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Ríkissáttasemjari upplýsti nokkuð óvænt seinni partinn í gær að hann hefði lagt fram innanhússtillögu í deilunni með samþykki samningsaðila. Kennarar samþykktu tillögu sáttasemjara á fimmta tímanum í gær ríki og sveitarfélögin höfðu til tíu um kvöldið til að svara. Þau óskuðu eftir fresti til hádegis í dag og báðu kennara um að fresta verkfallsaðgerðum í dag á meðan. Kennarar höfnuðu þeirri beiðni. Rétt ákvörðun að hafna frestunarbeiðni „Það kom í ljós í dag að það var rétt ákvörðun,“ segir Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að svar frá sveitarfélögunum hefði borist klukkan 11:59. Svarið væri á þá leið að sveitarfélögin teldi sér ekki stætt að samþykkja tillöguna. Annars vegar því tillagan feli í sér hærri innáborgun á virðismat en þá sem stjórnin samþykkti í viðræðum í janúar. Hins vegar að þar sé ákvæði um að hægt sé að ljúka virðismatsaðgerðinni en samt möguleiki á að losa samninginn áður en hún renni út, það sem kallað hefur verið uppsagnarákvæði sem kennarar vilja hafa í samningnum. Líta kennarar á ákvæðið sem tryggingu fyrir því að hið opinbera efni loforð sín. „Það er mjög sérstakt að sambandið vísar til forsenduákvæðis sem þau vilja ekki samþykkja, sem var í samningi sem þau samþykktu í janúar. Núna er það óásættanlegt,“ segir Magnús Þór. Þriðja tillagan í deilunni Tillagan sem hafnað var í hádeginu er sú þriðja sem sáttasemjari leggur í deilunni. Sú fyrsta, um frestun verkfallsaðgerða, var samþykkt fyrir áramót en þeirri næstu höfnuðu kennarar. Nú snerist dæmið við. Magnús Þór segir niðurstöðuna ekki hafa komið á óvart miðað við gang mála undanfarinn sólarhring. „Ég var búinn að hlera þetta. Ég gerði mér einhverjar vonir í gær en svo heyrðum við í morgun að það væri sama vitleysan í gangi,“ segir Magnús Þór. Magnús Þór segir ekkert athugavert við að sveitarfélögin og ríkið hafi þurft meiri tíma til að svara sáttasemjara en kennarar. Kalla þurfti stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga á fund og hið opinbera þurfi að fara í ráðuneytið. Samninganefnd kennara sé öll saman í viðræðum og taki ákvarðanir í deilunni. Tillagan hafi verið teiknuð upp á miðvikudag og fimmtudag og búið að fara vel yfir hana. Óvirðing við framhaldsskólakennara Hann staldrar við að ríkið hafi ekki tekið afstöðu til tillögunnar fyrst að sveitarfélögin höfnuðu henni. „Að ríkið telji sig ekki þurfa að svara ríkissáttasemjara því sambandið hafi sagt nei. Það lýsir ekki mikilli virðingu við framhaldsskólakennara,“ segir Magnús Þór. Leik- og grunnskólar heyra undir sveitarfélögin en framhaldsskólar undir ríkið. Þá segir Magnús Þór ekki reka minni til þess, og það þrátt fyrir nokkuð grúsk, að sambandið hafi hafnað tillögu í kjaramálum. Fjöldi kennara á ólíkum skólastigum gekk út úr skólum þegar niðurstaðan varð ljós í hádeginu. Trúnaðarmenn í skólum virðast hafa sent tölvupóst til skólastjórnenda þar sem fram kemur að kennarar séu í áfalli og treysti sér ekki til kennslu. „Það kemur okkur algjörlega á óvart og var algjörlega án okkar vitneskju,“ segir Magnús og var svo rokinn á fund. Ekki þann síðasta í deilunni sem ekki sér fyrir endann á. Hann verður gestur í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og fer yfir stöðuna í deilunni. Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Kennarar í fjölmörgum grunnskólum landsins lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Ríkissáttasemjari upplýsti nokkuð óvænt seinni partinn í gær að hann hefði lagt fram innanhússtillögu í deilunni með samþykki samningsaðila. Kennarar samþykktu tillögu sáttasemjara á fimmta tímanum í gær ríki og sveitarfélögin höfðu til tíu um kvöldið til að svara. Þau óskuðu eftir fresti til hádegis í dag og báðu kennara um að fresta verkfallsaðgerðum í dag á meðan. Kennarar höfnuðu þeirri beiðni. Rétt ákvörðun að hafna frestunarbeiðni „Það kom í ljós í dag að það var rétt ákvörðun,“ segir Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að svar frá sveitarfélögunum hefði borist klukkan 11:59. Svarið væri á þá leið að sveitarfélögin teldi sér ekki stætt að samþykkja tillöguna. Annars vegar því tillagan feli í sér hærri innáborgun á virðismat en þá sem stjórnin samþykkti í viðræðum í janúar. Hins vegar að þar sé ákvæði um að hægt sé að ljúka virðismatsaðgerðinni en samt möguleiki á að losa samninginn áður en hún renni út, það sem kallað hefur verið uppsagnarákvæði sem kennarar vilja hafa í samningnum. Líta kennarar á ákvæðið sem tryggingu fyrir því að hið opinbera efni loforð sín. „Það er mjög sérstakt að sambandið vísar til forsenduákvæðis sem þau vilja ekki samþykkja, sem var í samningi sem þau samþykktu í janúar. Núna er það óásættanlegt,“ segir Magnús Þór. Þriðja tillagan í deilunni Tillagan sem hafnað var í hádeginu er sú þriðja sem sáttasemjari leggur í deilunni. Sú fyrsta, um frestun verkfallsaðgerða, var samþykkt fyrir áramót en þeirri næstu höfnuðu kennarar. Nú snerist dæmið við. Magnús Þór segir niðurstöðuna ekki hafa komið á óvart miðað við gang mála undanfarinn sólarhring. „Ég var búinn að hlera þetta. Ég gerði mér einhverjar vonir í gær en svo heyrðum við í morgun að það væri sama vitleysan í gangi,“ segir Magnús Þór. Magnús Þór segir ekkert athugavert við að sveitarfélögin og ríkið hafi þurft meiri tíma til að svara sáttasemjara en kennarar. Kalla þurfti stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga á fund og hið opinbera þurfi að fara í ráðuneytið. Samninganefnd kennara sé öll saman í viðræðum og taki ákvarðanir í deilunni. Tillagan hafi verið teiknuð upp á miðvikudag og fimmtudag og búið að fara vel yfir hana. Óvirðing við framhaldsskólakennara Hann staldrar við að ríkið hafi ekki tekið afstöðu til tillögunnar fyrst að sveitarfélögin höfnuðu henni. „Að ríkið telji sig ekki þurfa að svara ríkissáttasemjara því sambandið hafi sagt nei. Það lýsir ekki mikilli virðingu við framhaldsskólakennara,“ segir Magnús Þór. Leik- og grunnskólar heyra undir sveitarfélögin en framhaldsskólar undir ríkið. Þá segir Magnús Þór ekki reka minni til þess, og það þrátt fyrir nokkuð grúsk, að sambandið hafi hafnað tillögu í kjaramálum. Fjöldi kennara á ólíkum skólastigum gekk út úr skólum þegar niðurstaðan varð ljós í hádeginu. Trúnaðarmenn í skólum virðast hafa sent tölvupóst til skólastjórnenda þar sem fram kemur að kennarar séu í áfalli og treysti sér ekki til kennslu. „Það kemur okkur algjörlega á óvart og var algjörlega án okkar vitneskju,“ segir Magnús og var svo rokinn á fund. Ekki þann síðasta í deilunni sem ekki sér fyrir endann á. Hann verður gestur í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og fer yfir stöðuna í deilunni.
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira