Þar á meðal voru kennarar úr Sunnulækjarskóla, en í honum eru um 660 nemendur og 150 starfsmenn.
„Við höfum verið að reyna að beina öllum okkar nemendum heim í samstarfi við foreldra,“ segir Hermann Örn í samtali við fréttastofu.
„Ég skil þetta mæta vel. Það eru búnar að vera langar og strangar viðræður í gangi og kennarar orðnir langþreyttir á stöðunni. Við skólastjórnendur erum í þessari baráttu líka og styðjum okkar kennara.“
Finnur þú þreytu hjá kennurum?
„Maður finnur að það er ákveðin þreyta og frústrasjón yfir því að það skuli ekki ganga betur að ná þessum samningum saman en raun ber vitni.“
Heldur þú að það verði skólahald eftir helgi?
„Ég vona það innilega. Það hefur ekkert verið gefið út með það hvað þessar aðgerðir eigi að gilda lengi eða hvort þetta sé bara eitthvað sem eigi að gera í dag.“