Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2025 14:04 Fyrsta Airbus A321 LR-þota Icelandair í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli. Egill Aðalsteinsson Ekki var hægt að lenda Airbus-farþegaþotu Icelandair í þoku í Osló í morgun vegna þess að flugmenn félagsins eru enn í þjálfun á vélunum sem félagið tók nýlega í notkun. Farþegum var boðið að stíga frá borði í Stokkhólmi eða fljúga aftur heim til Íslands. Icelandair tók sína fyrstu Airbus-vél í notkun undir lok síðasta árs en félagið hefur fram að þessu notað Boeing-þotur í áætlanaflugi sínu. Allar ferðir Icelandair á Airbus-vélinni eru þjálfunarferðir á meðan verið er að taka hana í notkun, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúar Icelandair. Reglur um þjálfunarflug kveða á um að skyggni þurfi að vera gott til lendingar. Af þessum sökum var ekki hægt að lenda vélinni á Gardemoen-flugvelli í Osló í hádeginu, að sögn Guðna. „Það er bara verið að fara eftir öryggisreglugerðum varðandi þjálfun,“ segir hann. Vélinni var flogið til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi þar sem farþegum var gefið val um að stíga frá borði eða fljúga heim til Íslands. Guðni segir að skyggni geti breyst með skömmum fyrirvara. Ekki hafi legið fyrir þegar vélin lagði af stað frá Keflavík rétt fyrir klukkan átta í morgun eða veðuraðstæður hefðu áhrif á lendingu. Byggja upp flugmannahópinn Önnur Airbus-vél verður tekin í notkun seinna í þessum mánuði og tvær til viðbótar fyrir sumarið. Guðni segir að unnið sé að því að byggja upp flugmannahóp fyrir vélarnar og því séu margir flugmenn í þjálfun þessa dagana. Airbus-vélarnar eru mest notaðar í Evrópuflug til þess að flugleggir séu styttri og fleiri flugmönnum gefist tækifæri til þess að taka lokaþjálfun á þær. Þeir hafi þegar farið í gegnum ítarlega þjálfun í flughermi. „Þetta mun halda áfram til þess að byggja upp flugmannahópinn,“ segir Guðni um þjálfunarferðirnar. Fréttir af flugi Icelandair Noregur Svíþjóð Airbus Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Sjá meira
Icelandair tók sína fyrstu Airbus-vél í notkun undir lok síðasta árs en félagið hefur fram að þessu notað Boeing-þotur í áætlanaflugi sínu. Allar ferðir Icelandair á Airbus-vélinni eru þjálfunarferðir á meðan verið er að taka hana í notkun, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúar Icelandair. Reglur um þjálfunarflug kveða á um að skyggni þurfi að vera gott til lendingar. Af þessum sökum var ekki hægt að lenda vélinni á Gardemoen-flugvelli í Osló í hádeginu, að sögn Guðna. „Það er bara verið að fara eftir öryggisreglugerðum varðandi þjálfun,“ segir hann. Vélinni var flogið til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi þar sem farþegum var gefið val um að stíga frá borði eða fljúga heim til Íslands. Guðni segir að skyggni geti breyst með skömmum fyrirvara. Ekki hafi legið fyrir þegar vélin lagði af stað frá Keflavík rétt fyrir klukkan átta í morgun eða veðuraðstæður hefðu áhrif á lendingu. Byggja upp flugmannahópinn Önnur Airbus-vél verður tekin í notkun seinna í þessum mánuði og tvær til viðbótar fyrir sumarið. Guðni segir að unnið sé að því að byggja upp flugmannahóp fyrir vélarnar og því séu margir flugmenn í þjálfun þessa dagana. Airbus-vélarnar eru mest notaðar í Evrópuflug til þess að flugleggir séu styttri og fleiri flugmönnum gefist tækifæri til þess að taka lokaþjálfun á þær. Þeir hafi þegar farið í gegnum ítarlega þjálfun í flughermi. „Þetta mun halda áfram til þess að byggja upp flugmannahópinn,“ segir Guðni um þjálfunarferðirnar.
Fréttir af flugi Icelandair Noregur Svíþjóð Airbus Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Sjá meira