Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2025 10:31 Íslendingarnir hjá Fortuna Düsseldorf, Ísak Bergmann Jóhannesson og Valgeir Lunddal Friðriksson, fagna hér marki þess fyrrnefnda. Getty/ Lars Baron Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson hefur átt flott tímabil með Fortuna Düsseldorf í þýsku b-deildinni þar sem liðið er í mikilli baráttu sæti í þýsku bundesligunni. Ísak Bergmann fékk mikið hrós í grein hjá þýska stórblaðinu Bild þar sem farið yfir það af hverju Ísak sé besti leikmaður síns liðs en ekki bara vegna markanna sem hann býr til fyrir liðið. Greinin í Bild byrjar á einfaldri fullyrðingu: „Ísak Jóhannesson (21 árs) er besti leikmaðurinn í liðinu hans Daniel Thioune (50 ára) á þessu tímabili. Ekki aðeins vegna þess að hann er búinn að búa til þrettán mörk (7 mörk, 6 stoðsendingar) eða hversu stöðugur leikmaður hann er heldur einnig vegna þess að hann er sannur leiðtogi þrátt fyrir ungan aldur,“ skrifar blaðamaður Bild. „Thioune setti meiri ábyrgð á miðjumanninn fyrir þetta tímabil. Það er magnað að sjá hversu vel Ísak skilar sínu hlutverki. Eitt lítið dæmi: Eftir alla leiki þá kemur Jóhannesson í fjölmiðlaviðtölin í næstum því hvert einasta skiptið og þó að það sé ekki beðið um það sérstaklega. Þar talar hann hreint út við fjölmiðlamenn,“ skrifar blaðamaðurinn og nefnir dæmi um orðalag Ísaks: Hertha var mun betri en við en við vorum bara heppnir. Þetta segir hann í staðinn fyrir að koma með einhverjar fótbolaklisjur,“ segir í greininni í Bild. Þar má líka finna viðtal við þjálfarann Daniel Thioune um íslenska landsliðsmanninn. „Ég fékk ekki að kynnast honum hér í fyrra þegar hann var bara tvítugur en það var ljóst að hann var mun þroskaðri en aðrir. Inn á vellinum af því að hann er að spila í sínu þriðja landi og er auk þess í íslenska landsliðinu. Líka með því að vera kosinn í liðsráðið og að hann sé búinn að festa sig hjá Fortuna í fimm ár. Það sýnir mér hvað hann er mikilvægur fyrir mig og okkur alla,“ sagði Daniel Thioune. Bild vísar í verðmat Transfermarkt á Ísaki sem er nú komið upp í 14,5 milljónir evra. Þeir telja að stærri lið geti fengið hann á útsöluverði með því annað hvort að kaupa hann á fimm milljónir evra eða sjö milljónir evra komist Düsseldorf upp. Ísak valdi aftur á móti að vera hjá Fortuna Düsseldorf og hann trúir á verkefnið þar. Það höfðu önnur félög áhuga á honum en hann valdi þýska félagið. Það sýnir þjálfaranum hollustuna svart og hvítu og af hverju óskar sé framar öllu að uppskera með Ísak í forystuhlutverki. Það má samt búast við auknum áhuga á Ísaki í sumar ekki síst ef Düsseldorf kemst ekki upp. Þá vita menn líka betur hvaða hlutverk þessi framtíðarleiðtogi íslenska landsliðsins færi í nýju landsliði Arnars Gunnlaugssonar. Þýski boltinn Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sjá meira
Ísak Bergmann fékk mikið hrós í grein hjá þýska stórblaðinu Bild þar sem farið yfir það af hverju Ísak sé besti leikmaður síns liðs en ekki bara vegna markanna sem hann býr til fyrir liðið. Greinin í Bild byrjar á einfaldri fullyrðingu: „Ísak Jóhannesson (21 árs) er besti leikmaðurinn í liðinu hans Daniel Thioune (50 ára) á þessu tímabili. Ekki aðeins vegna þess að hann er búinn að búa til þrettán mörk (7 mörk, 6 stoðsendingar) eða hversu stöðugur leikmaður hann er heldur einnig vegna þess að hann er sannur leiðtogi þrátt fyrir ungan aldur,“ skrifar blaðamaður Bild. „Thioune setti meiri ábyrgð á miðjumanninn fyrir þetta tímabil. Það er magnað að sjá hversu vel Ísak skilar sínu hlutverki. Eitt lítið dæmi: Eftir alla leiki þá kemur Jóhannesson í fjölmiðlaviðtölin í næstum því hvert einasta skiptið og þó að það sé ekki beðið um það sérstaklega. Þar talar hann hreint út við fjölmiðlamenn,“ skrifar blaðamaðurinn og nefnir dæmi um orðalag Ísaks: Hertha var mun betri en við en við vorum bara heppnir. Þetta segir hann í staðinn fyrir að koma með einhverjar fótbolaklisjur,“ segir í greininni í Bild. Þar má líka finna viðtal við þjálfarann Daniel Thioune um íslenska landsliðsmanninn. „Ég fékk ekki að kynnast honum hér í fyrra þegar hann var bara tvítugur en það var ljóst að hann var mun þroskaðri en aðrir. Inn á vellinum af því að hann er að spila í sínu þriðja landi og er auk þess í íslenska landsliðinu. Líka með því að vera kosinn í liðsráðið og að hann sé búinn að festa sig hjá Fortuna í fimm ár. Það sýnir mér hvað hann er mikilvægur fyrir mig og okkur alla,“ sagði Daniel Thioune. Bild vísar í verðmat Transfermarkt á Ísaki sem er nú komið upp í 14,5 milljónir evra. Þeir telja að stærri lið geti fengið hann á útsöluverði með því annað hvort að kaupa hann á fimm milljónir evra eða sjö milljónir evra komist Düsseldorf upp. Ísak valdi aftur á móti að vera hjá Fortuna Düsseldorf og hann trúir á verkefnið þar. Það höfðu önnur félög áhuga á honum en hann valdi þýska félagið. Það sýnir þjálfaranum hollustuna svart og hvítu og af hverju óskar sé framar öllu að uppskera með Ísak í forystuhlutverki. Það má samt búast við auknum áhuga á Ísaki í sumar ekki síst ef Düsseldorf kemst ekki upp. Þá vita menn líka betur hvaða hlutverk þessi framtíðarleiðtogi íslenska landsliðsins færi í nýju landsliði Arnars Gunnlaugssonar.
Þýski boltinn Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sjá meira