Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2025 10:31 Íslendingarnir hjá Fortuna Düsseldorf, Ísak Bergmann Jóhannesson og Valgeir Lunddal Friðriksson, fagna hér marki þess fyrrnefnda. Getty/ Lars Baron Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson hefur átt flott tímabil með Fortuna Düsseldorf í þýsku b-deildinni þar sem liðið er í mikilli baráttu sæti í þýsku bundesligunni. Ísak Bergmann fékk mikið hrós í grein hjá þýska stórblaðinu Bild þar sem farið yfir það af hverju Ísak sé besti leikmaður síns liðs en ekki bara vegna markanna sem hann býr til fyrir liðið. Greinin í Bild byrjar á einfaldri fullyrðingu: „Ísak Jóhannesson (21 árs) er besti leikmaðurinn í liðinu hans Daniel Thioune (50 ára) á þessu tímabili. Ekki aðeins vegna þess að hann er búinn að búa til þrettán mörk (7 mörk, 6 stoðsendingar) eða hversu stöðugur leikmaður hann er heldur einnig vegna þess að hann er sannur leiðtogi þrátt fyrir ungan aldur,“ skrifar blaðamaður Bild. „Thioune setti meiri ábyrgð á miðjumanninn fyrir þetta tímabil. Það er magnað að sjá hversu vel Ísak skilar sínu hlutverki. Eitt lítið dæmi: Eftir alla leiki þá kemur Jóhannesson í fjölmiðlaviðtölin í næstum því hvert einasta skiptið og þó að það sé ekki beðið um það sérstaklega. Þar talar hann hreint út við fjölmiðlamenn,“ skrifar blaðamaðurinn og nefnir dæmi um orðalag Ísaks: Hertha var mun betri en við en við vorum bara heppnir. Þetta segir hann í staðinn fyrir að koma með einhverjar fótbolaklisjur,“ segir í greininni í Bild. Þar má líka finna viðtal við þjálfarann Daniel Thioune um íslenska landsliðsmanninn. „Ég fékk ekki að kynnast honum hér í fyrra þegar hann var bara tvítugur en það var ljóst að hann var mun þroskaðri en aðrir. Inn á vellinum af því að hann er að spila í sínu þriðja landi og er auk þess í íslenska landsliðinu. Líka með því að vera kosinn í liðsráðið og að hann sé búinn að festa sig hjá Fortuna í fimm ár. Það sýnir mér hvað hann er mikilvægur fyrir mig og okkur alla,“ sagði Daniel Thioune. Bild vísar í verðmat Transfermarkt á Ísaki sem er nú komið upp í 14,5 milljónir evra. Þeir telja að stærri lið geti fengið hann á útsöluverði með því annað hvort að kaupa hann á fimm milljónir evra eða sjö milljónir evra komist Düsseldorf upp. Ísak valdi aftur á móti að vera hjá Fortuna Düsseldorf og hann trúir á verkefnið þar. Það höfðu önnur félög áhuga á honum en hann valdi þýska félagið. Það sýnir þjálfaranum hollustuna svart og hvítu og af hverju óskar sé framar öllu að uppskera með Ísak í forystuhlutverki. Það má samt búast við auknum áhuga á Ísaki í sumar ekki síst ef Düsseldorf kemst ekki upp. Þá vita menn líka betur hvaða hlutverk þessi framtíðarleiðtogi íslenska landsliðsins færi í nýju landsliði Arnars Gunnlaugssonar. Þýski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira
Ísak Bergmann fékk mikið hrós í grein hjá þýska stórblaðinu Bild þar sem farið yfir það af hverju Ísak sé besti leikmaður síns liðs en ekki bara vegna markanna sem hann býr til fyrir liðið. Greinin í Bild byrjar á einfaldri fullyrðingu: „Ísak Jóhannesson (21 árs) er besti leikmaðurinn í liðinu hans Daniel Thioune (50 ára) á þessu tímabili. Ekki aðeins vegna þess að hann er búinn að búa til þrettán mörk (7 mörk, 6 stoðsendingar) eða hversu stöðugur leikmaður hann er heldur einnig vegna þess að hann er sannur leiðtogi þrátt fyrir ungan aldur,“ skrifar blaðamaður Bild. „Thioune setti meiri ábyrgð á miðjumanninn fyrir þetta tímabil. Það er magnað að sjá hversu vel Ísak skilar sínu hlutverki. Eitt lítið dæmi: Eftir alla leiki þá kemur Jóhannesson í fjölmiðlaviðtölin í næstum því hvert einasta skiptið og þó að það sé ekki beðið um það sérstaklega. Þar talar hann hreint út við fjölmiðlamenn,“ skrifar blaðamaðurinn og nefnir dæmi um orðalag Ísaks: Hertha var mun betri en við en við vorum bara heppnir. Þetta segir hann í staðinn fyrir að koma með einhverjar fótbolaklisjur,“ segir í greininni í Bild. Þar má líka finna viðtal við þjálfarann Daniel Thioune um íslenska landsliðsmanninn. „Ég fékk ekki að kynnast honum hér í fyrra þegar hann var bara tvítugur en það var ljóst að hann var mun þroskaðri en aðrir. Inn á vellinum af því að hann er að spila í sínu þriðja landi og er auk þess í íslenska landsliðinu. Líka með því að vera kosinn í liðsráðið og að hann sé búinn að festa sig hjá Fortuna í fimm ár. Það sýnir mér hvað hann er mikilvægur fyrir mig og okkur alla,“ sagði Daniel Thioune. Bild vísar í verðmat Transfermarkt á Ísaki sem er nú komið upp í 14,5 milljónir evra. Þeir telja að stærri lið geti fengið hann á útsöluverði með því annað hvort að kaupa hann á fimm milljónir evra eða sjö milljónir evra komist Düsseldorf upp. Ísak valdi aftur á móti að vera hjá Fortuna Düsseldorf og hann trúir á verkefnið þar. Það höfðu önnur félög áhuga á honum en hann valdi þýska félagið. Það sýnir þjálfaranum hollustuna svart og hvítu og af hverju óskar sé framar öllu að uppskera með Ísak í forystuhlutverki. Það má samt búast við auknum áhuga á Ísaki í sumar ekki síst ef Düsseldorf kemst ekki upp. Þá vita menn líka betur hvaða hlutverk þessi framtíðarleiðtogi íslenska landsliðsins færi í nýju landsliði Arnars Gunnlaugssonar.
Þýski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira