Innlent

Verk­föll hafin í sex skólum

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Magnús Þór segir að verkfall framhaldsskólakennara sé hafið hvort sem frestur sveitarfélaganna verði samþykktur eður ei.
Magnús Þór segir að verkfall framhaldsskólakennara sé hafið hvort sem frestur sveitarfélaganna verði samþykktur eður ei. Vísir/Vilhelm

Verkfall kennara í fimm framhaldsskólum er skollið á. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 

Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu í deilu kennara við sveitarstjórnir og ríkið í dag. Kennarar samþykktu tillöguna en sáttasemjari gaf hinu opinbera frest til klukkan tíu í kvöld til að opinbera afstöðu sína. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga óskaði eftir fresti til hádegis á morgun en fresturinn var háður samþykki kennara. Viðræðunefnd KÍ veitti samþykki fyrir frestuninni á ellefta tímanum í kvöld.

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, staðfestir að verkfall sé hafið í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Þeir eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli, Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Snæfellinga auk Tónlistarskólans á Akureyri.

Þessi verkföll ná til félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum sem og félagsmanna í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum sem starfa í ofangreindum skólum

Félagsmenn í Félagi leikskólakennara, sem starfa í Leikskóla Snæfellsbæjar, hafa verið í verkfalli síðan 1. febrúar og munu verða áfram.


Tengdar fréttir

Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf

Skólameistari eins framhaldsskólanna sem eru á leið í verkfall að óbreyttu á miðnætti segist ganga út frá því að kennarar leggi niður störf. Það eina sem gæti afstýrt því á þessum tímapunkti sé að deiluaðilar nái saman.

Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur óskað eftir fresti til hádegis á morgun til að tilkynna afstöðu sína til innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Fresturinn er háður samþykki kennara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×