„Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. febrúar 2025 23:09 Atvikið í upphafi leiks, þar sem Víkingar voru rændir dauðafæri, situr í Sölva. Ville Vuorinen - UEFA/UEFA via Getty Images „Þetta var gríðarlega svekkjandi tap og okkur líður ekki vel með þetta. Okkur fannst við hafa spilað frábæran leik,“ sagði Sölvi Geir Ottesen eftir tap í einvígi Víkings gegn Panathinaikos. Hann var gríðarlega stoltur af frammistöðu sinna manna en svekktur með ákvarðanir dómara í einvíginu. „Við settum leikinn upp þannig að við værum þéttir og myndum verjast vel, það gekk vel fannst mér og þeir sköpuðu sér engin stórfæri. Það tókst hjá þeim á endanum [að skora] þar sem vinstri bakvörðurinn tekur hann með verri fót og smyr hann upp í samskeytin. Það þurfti eitthvað svona draumamark til að koma þeim inn í leikinn en ég er svo stoltur af þessari frammistöðu hjá strákunum, nýbyrjaðir á undirbúningstímabilinu og gefa Panathinaikos alvöru leik og eins og ég segi þá þurfti eitthvað stórkostlegt mark hjá þeim til þess að brjóta okkur niður,“ sagði Sölvi um þróun leiksins. Hann má sannarlega vera stoltur af sínum mönnum, sem virtust vera með allt á hreinu þar til markið kom eiginlega upp úr engu. „Já, þetta var mjög mikill skellur að fá þetta mark á okkur og við höfðum ekki kraft til að svara þessu almennilega en trúðum alveg fram að lokaflauti og fengum okkar færi, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Sölvi og minntist síðan á atvik sem skipti sköpum í leiknum. Stórt spurningamerki við dómarann „Ég set stórt spurningamerki við dómarann þegar hann flautar á brot þegar Valdi er að sleppa í gegn. Það hefði breytt leiknum… [Fjórði dómarinn] sagði bara að hann væri sorry yfir þessu. Þetta gerðist líka í fyrri leiknum, þar sem mér finnst þeir of fljótir að dæma. Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi á móti Panathinaikos og það er virkilega svekkjandi að svona stórir dómar falli gegn okkur þegar við erum að spila á þessu stigi,“ sagði Sölvi. Tímabilinu loks lokið en nýtt hefst núna Niðurstaðan varð engu að síður tap fyrir Víking, sem er nú úr leik í Sambandsdeildinni og hefur þar með lokið keppnistímabili sínu, sem hófst þann fyrsta apríl 2024. Nýtt tímabil tekur strax við, Víkingur er ekki í Lengjubikarnum en ætlar að spila æfingaleik gegn FH eftir viku. Eftir það fer liðið í æfingaferð og spilar síðan úrslitaleik í Bose-mótinu áður en Íslandsmótið hefst þann 5. apríl. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
„Við settum leikinn upp þannig að við værum þéttir og myndum verjast vel, það gekk vel fannst mér og þeir sköpuðu sér engin stórfæri. Það tókst hjá þeim á endanum [að skora] þar sem vinstri bakvörðurinn tekur hann með verri fót og smyr hann upp í samskeytin. Það þurfti eitthvað svona draumamark til að koma þeim inn í leikinn en ég er svo stoltur af þessari frammistöðu hjá strákunum, nýbyrjaðir á undirbúningstímabilinu og gefa Panathinaikos alvöru leik og eins og ég segi þá þurfti eitthvað stórkostlegt mark hjá þeim til þess að brjóta okkur niður,“ sagði Sölvi um þróun leiksins. Hann má sannarlega vera stoltur af sínum mönnum, sem virtust vera með allt á hreinu þar til markið kom eiginlega upp úr engu. „Já, þetta var mjög mikill skellur að fá þetta mark á okkur og við höfðum ekki kraft til að svara þessu almennilega en trúðum alveg fram að lokaflauti og fengum okkar færi, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Sölvi og minntist síðan á atvik sem skipti sköpum í leiknum. Stórt spurningamerki við dómarann „Ég set stórt spurningamerki við dómarann þegar hann flautar á brot þegar Valdi er að sleppa í gegn. Það hefði breytt leiknum… [Fjórði dómarinn] sagði bara að hann væri sorry yfir þessu. Þetta gerðist líka í fyrri leiknum, þar sem mér finnst þeir of fljótir að dæma. Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi á móti Panathinaikos og það er virkilega svekkjandi að svona stórir dómar falli gegn okkur þegar við erum að spila á þessu stigi,“ sagði Sölvi. Tímabilinu loks lokið en nýtt hefst núna Niðurstaðan varð engu að síður tap fyrir Víking, sem er nú úr leik í Sambandsdeildinni og hefur þar með lokið keppnistímabili sínu, sem hófst þann fyrsta apríl 2024. Nýtt tímabil tekur strax við, Víkingur er ekki í Lengjubikarnum en ætlar að spila æfingaleik gegn FH eftir viku. Eftir það fer liðið í æfingaferð og spilar síðan úrslitaleik í Bose-mótinu áður en Íslandsmótið hefst þann 5. apríl.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira