Föstudaginn 21. febrúar hófust ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum víðsvegar um land ásamt einum tónlistarskóla.
Um er að ræða Menntaskólann á Akureyri, Verkmenntaskólann á Akureyri, Borgarholtsskóla, Verkmenntaskóla Austurlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga auk Tónlistarskólans á Akureyri.
Þá hefjast ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs 3. mars næstkomandi. Leikskólarnir eru 22 talsins.
Sama dag hefjast einnig verkföll í grunnskólum sveitarfélaganna Ölfus, Hveragerðisbæ og Akraneskaupstað. Einn grunnskóli er í Ölfusi, einn í Hveragerðisbæ og tveir í Akraneskaupstað. Verkföllin verði í gildi frá 3. mars til og með 21. mars 2025.
Starfsmenn í leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðabyggðar bætast við hóp leikskólakennara í verkfalli.
Ótímabundið verkfall í öllum leikskólum í Hafnarfirði hefst 17. mars. Ótímabundið verkfall í leikskólum Fjarðabyggðar stendur frá og með 24. mars.
Leikskólastarfsmenn í Snæfellsbæ hafa verið í verkfalli síðan 1. febrúar.