Refsing Dagbjartar þyngd verulega Jón Þór Stefánsson og Árni Sæberg skrifa 20. febrúar 2025 15:12 Mannslátið átti sér stað í Bátavogi í september 2023. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm Dagbjartar Guðrúnar Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri, í Bátavogsmálinu svokallaða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hana í tíu ára fangelsi, en Landsréttur dæmdi hana í sextán ára fangelsi. Dagbjört var ákærð fyrir að verða sambýlismanni sínum, sem var á sextugsaldri, að bana þann 23. september 2023 með því að beita hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans í íbúð Bátavogi í Reykjavík. Landsréttur kvað upp dóm í málinu klukkan 15 en hann hefur ekki verið birtur. Það var niðurstaða dómsins að Dagbjört hefði verið sakfelld fyrir manndráp. „Verður samkvæmt þessu ótvírætt ráðið af gögnum málsins að um stórhættulega atlögu var að ræða sem ákærðu gat ekki dulist að langlíklegast væri að bani hlytist af,“ segir í dómi Landsréttar. Í héraði var hún hins vegar ekki sakfelld fyrir manndráp heldur líkamsárás sem leiddi til andláts mannsins. Upptökur lykilsönnunargögn Lykilsönnunargögn í málinu voru myndbands- og hljóðupptökur sem Dagbjört tók upp á meðan hún og maðurinn voru ein saman í íbúðinni í Bátavogi. Hluti af þessum upptökum voru spilaðar við aðalmeðferð málsins í héraði í júní síðastliðnum. Í þessum upptökum heyrist Dagbjört kenna manninum um andlát hunds hennar. „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ segir hún meðal annars. Þá má heyra hann öskra ítrekað, en við því segir hún. „Hættu að öskra, hættu að öskra fíflið þitt.“ Jafnframt heyrist hann spyrja hvort hún vilji ekki ná í hníf og stinga hann í hjartað. Fyrir dómi var Dagbjört spurð hvort hún væri enn sannfærð um að maðurinn hefði átt þátt í dauða hundsins en þá sagði hún svo ekki vera. Hundurinn hafi verið orðinn þrettán ára gamall og líklega dáið vegna hás aldurs. Sló hinn látna á meðan endurlífgunartilraunir voru í gangi Viðbragðsaðilar sögðu fyrir dómi að eftir að þeir komu á vettvang hafi Dagbjört slegið manninn, sem mun hafa verið látinn. Slökkviliðsmaður lýsti atvikinu þannig að slökkviliðsmenn og bráðatæknar hafi verið að gera endurlífgunartilraunir á manninum, en á meðan hafi lögregla verið að tala við Dagbjörtu. Skyndilega hafi hún staðið upp, arkað að honum, gefið honum kinnhest og sagt að hann „láti oft svona.“ Eftir það hafi lögregla þurft að fjarlægja hana frá manninum. Sakhæf þó hún hafi ekki verið í tengslum við raunveruleikann Það var mat héraðsdóms að Dagbjört hefði ekki verið í miklum tengslum við atburðinn sem málið varðar. Þó hafi ekkert komið fram í málinu sem bendi til þess að Dagbjört hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum þegar hún beitti manninn ofbeldi. Því var komist að þeirri niðurstöðu að hún væri sakhæf. Þá benti ekkert til að refsing myndi ekki bera árangur. Fréttin var uppfærð eftir að dómur Landsréttar birtist. Dómsmál Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Dagbjört var ákærð fyrir að verða sambýlismanni sínum, sem var á sextugsaldri, að bana þann 23. september 2023 með því að beita hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans í íbúð Bátavogi í Reykjavík. Landsréttur kvað upp dóm í málinu klukkan 15 en hann hefur ekki verið birtur. Það var niðurstaða dómsins að Dagbjört hefði verið sakfelld fyrir manndráp. „Verður samkvæmt þessu ótvírætt ráðið af gögnum málsins að um stórhættulega atlögu var að ræða sem ákærðu gat ekki dulist að langlíklegast væri að bani hlytist af,“ segir í dómi Landsréttar. Í héraði var hún hins vegar ekki sakfelld fyrir manndráp heldur líkamsárás sem leiddi til andláts mannsins. Upptökur lykilsönnunargögn Lykilsönnunargögn í málinu voru myndbands- og hljóðupptökur sem Dagbjört tók upp á meðan hún og maðurinn voru ein saman í íbúðinni í Bátavogi. Hluti af þessum upptökum voru spilaðar við aðalmeðferð málsins í héraði í júní síðastliðnum. Í þessum upptökum heyrist Dagbjört kenna manninum um andlát hunds hennar. „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ segir hún meðal annars. Þá má heyra hann öskra ítrekað, en við því segir hún. „Hættu að öskra, hættu að öskra fíflið þitt.“ Jafnframt heyrist hann spyrja hvort hún vilji ekki ná í hníf og stinga hann í hjartað. Fyrir dómi var Dagbjört spurð hvort hún væri enn sannfærð um að maðurinn hefði átt þátt í dauða hundsins en þá sagði hún svo ekki vera. Hundurinn hafi verið orðinn þrettán ára gamall og líklega dáið vegna hás aldurs. Sló hinn látna á meðan endurlífgunartilraunir voru í gangi Viðbragðsaðilar sögðu fyrir dómi að eftir að þeir komu á vettvang hafi Dagbjört slegið manninn, sem mun hafa verið látinn. Slökkviliðsmaður lýsti atvikinu þannig að slökkviliðsmenn og bráðatæknar hafi verið að gera endurlífgunartilraunir á manninum, en á meðan hafi lögregla verið að tala við Dagbjörtu. Skyndilega hafi hún staðið upp, arkað að honum, gefið honum kinnhest og sagt að hann „láti oft svona.“ Eftir það hafi lögregla þurft að fjarlægja hana frá manninum. Sakhæf þó hún hafi ekki verið í tengslum við raunveruleikann Það var mat héraðsdóms að Dagbjört hefði ekki verið í miklum tengslum við atburðinn sem málið varðar. Þó hafi ekkert komið fram í málinu sem bendi til þess að Dagbjört hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum þegar hún beitti manninn ofbeldi. Því var komist að þeirri niðurstöðu að hún væri sakhæf. Þá benti ekkert til að refsing myndi ekki bera árangur. Fréttin var uppfærð eftir að dómur Landsréttar birtist.
Dómsmál Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent