Refsing Dagbjartar þyngd verulega Jón Þór Stefánsson og Árni Sæberg skrifa 20. febrúar 2025 15:12 Mannslátið átti sér stað í Bátavogi í september 2023. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm Dagbjartar Guðrúnar Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri, í Bátavogsmálinu svokallaða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hana í tíu ára fangelsi, en Landsréttur dæmdi hana í sextán ára fangelsi. Dagbjört var ákærð fyrir að verða sambýlismanni sínum, sem var á sextugsaldri, að bana þann 23. september 2023 með því að beita hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans í íbúð Bátavogi í Reykjavík. Landsréttur kvað upp dóm í málinu klukkan 15 en hann hefur ekki verið birtur. Það var niðurstaða dómsins að Dagbjört hefði verið sakfelld fyrir manndráp. „Verður samkvæmt þessu ótvírætt ráðið af gögnum málsins að um stórhættulega atlögu var að ræða sem ákærðu gat ekki dulist að langlíklegast væri að bani hlytist af,“ segir í dómi Landsréttar. Í héraði var hún hins vegar ekki sakfelld fyrir manndráp heldur líkamsárás sem leiddi til andláts mannsins. Upptökur lykilsönnunargögn Lykilsönnunargögn í málinu voru myndbands- og hljóðupptökur sem Dagbjört tók upp á meðan hún og maðurinn voru ein saman í íbúðinni í Bátavogi. Hluti af þessum upptökum voru spilaðar við aðalmeðferð málsins í héraði í júní síðastliðnum. Í þessum upptökum heyrist Dagbjört kenna manninum um andlát hunds hennar. „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ segir hún meðal annars. Þá má heyra hann öskra ítrekað, en við því segir hún. „Hættu að öskra, hættu að öskra fíflið þitt.“ Jafnframt heyrist hann spyrja hvort hún vilji ekki ná í hníf og stinga hann í hjartað. Fyrir dómi var Dagbjört spurð hvort hún væri enn sannfærð um að maðurinn hefði átt þátt í dauða hundsins en þá sagði hún svo ekki vera. Hundurinn hafi verið orðinn þrettán ára gamall og líklega dáið vegna hás aldurs. Sló hinn látna á meðan endurlífgunartilraunir voru í gangi Viðbragðsaðilar sögðu fyrir dómi að eftir að þeir komu á vettvang hafi Dagbjört slegið manninn, sem mun hafa verið látinn. Slökkviliðsmaður lýsti atvikinu þannig að slökkviliðsmenn og bráðatæknar hafi verið að gera endurlífgunartilraunir á manninum, en á meðan hafi lögregla verið að tala við Dagbjörtu. Skyndilega hafi hún staðið upp, arkað að honum, gefið honum kinnhest og sagt að hann „láti oft svona.“ Eftir það hafi lögregla þurft að fjarlægja hana frá manninum. Sakhæf þó hún hafi ekki verið í tengslum við raunveruleikann Það var mat héraðsdóms að Dagbjört hefði ekki verið í miklum tengslum við atburðinn sem málið varðar. Þó hafi ekkert komið fram í málinu sem bendi til þess að Dagbjört hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum þegar hún beitti manninn ofbeldi. Því var komist að þeirri niðurstöðu að hún væri sakhæf. Þá benti ekkert til að refsing myndi ekki bera árangur. Fréttin var uppfærð eftir að dómur Landsréttar birtist. Dómsmál Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Reykjavík Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Dagbjört var ákærð fyrir að verða sambýlismanni sínum, sem var á sextugsaldri, að bana þann 23. september 2023 með því að beita hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans í íbúð Bátavogi í Reykjavík. Landsréttur kvað upp dóm í málinu klukkan 15 en hann hefur ekki verið birtur. Það var niðurstaða dómsins að Dagbjört hefði verið sakfelld fyrir manndráp. „Verður samkvæmt þessu ótvírætt ráðið af gögnum málsins að um stórhættulega atlögu var að ræða sem ákærðu gat ekki dulist að langlíklegast væri að bani hlytist af,“ segir í dómi Landsréttar. Í héraði var hún hins vegar ekki sakfelld fyrir manndráp heldur líkamsárás sem leiddi til andláts mannsins. Upptökur lykilsönnunargögn Lykilsönnunargögn í málinu voru myndbands- og hljóðupptökur sem Dagbjört tók upp á meðan hún og maðurinn voru ein saman í íbúðinni í Bátavogi. Hluti af þessum upptökum voru spilaðar við aðalmeðferð málsins í héraði í júní síðastliðnum. Í þessum upptökum heyrist Dagbjört kenna manninum um andlát hunds hennar. „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ segir hún meðal annars. Þá má heyra hann öskra ítrekað, en við því segir hún. „Hættu að öskra, hættu að öskra fíflið þitt.“ Jafnframt heyrist hann spyrja hvort hún vilji ekki ná í hníf og stinga hann í hjartað. Fyrir dómi var Dagbjört spurð hvort hún væri enn sannfærð um að maðurinn hefði átt þátt í dauða hundsins en þá sagði hún svo ekki vera. Hundurinn hafi verið orðinn þrettán ára gamall og líklega dáið vegna hás aldurs. Sló hinn látna á meðan endurlífgunartilraunir voru í gangi Viðbragðsaðilar sögðu fyrir dómi að eftir að þeir komu á vettvang hafi Dagbjört slegið manninn, sem mun hafa verið látinn. Slökkviliðsmaður lýsti atvikinu þannig að slökkviliðsmenn og bráðatæknar hafi verið að gera endurlífgunartilraunir á manninum, en á meðan hafi lögregla verið að tala við Dagbjörtu. Skyndilega hafi hún staðið upp, arkað að honum, gefið honum kinnhest og sagt að hann „láti oft svona.“ Eftir það hafi lögregla þurft að fjarlægja hana frá manninum. Sakhæf þó hún hafi ekki verið í tengslum við raunveruleikann Það var mat héraðsdóms að Dagbjört hefði ekki verið í miklum tengslum við atburðinn sem málið varðar. Þó hafi ekkert komið fram í málinu sem bendi til þess að Dagbjört hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum þegar hún beitti manninn ofbeldi. Því var komist að þeirri niðurstöðu að hún væri sakhæf. Þá benti ekkert til að refsing myndi ekki bera árangur. Fréttin var uppfærð eftir að dómur Landsréttar birtist.
Dómsmál Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Reykjavík Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira