Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. febrúar 2025 14:18 Hulda Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson segja hugmyndir Þorgríms Þráinssonar um kvíða barna og lyfjanotkun þeirra vera forneskjulegar, skaðlegar og ábyrgðalausar. Aðsent/Vilhelm Hulda Tölgyes sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur segja Þorgrím Þráinsson miðla eitraðri jákvæðni og skaðlegri einstaklingshyggju til grunnskólabarna. Þorgrímur sagði í viðtali við Kastljós í gær að kvíði væri orðinn samheiti yfir feimni, áhyggjur og óöryggi og allt væri leyst með því að gefa börnum pillur. Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og fyrirlesari, hefur síðustu fimmtán ár heimsótt alla grunnskóla landsins og flutt fyrirlesturinn „Vertu ástfanginn af lífinu“ fyrir börn í 10. bekk. Hann ræddi við Óðinn Svan í Kastljósi á Rúv á þriðjudag þar sem hann sagðist finna fyrir því að börnum liði verr í dag en á árum áður. „Mér finnst orðið kvíði í dag vera orðið samheiti yfir feimni, áhyggjur, ótta, stress, óöryggi og eitthvað slíkt,“ sagði Þorgrímur Þráinsson í viðtalinu. Kjarnann í fyrirlestrinum sagði Þorgrímur vera einfaldan: „Hættu þessu væli, leggðu þig fram, berðu virðingu fyrir fólki, gerðu góðverk, settu þér markmið. Það eru fullt af fórnarlömbum á Íslandi. Ekki þú vera þar.“ „Það eru allir bara: ,Heyrðu, ert þú kvíðinn? Taktu bara pillu við því,' ,Getur þú ekki sofið? Taktu pillu við því',“ segir Þorgrímur í klippu úr viðtalinu sem Rúv hefur deilt á öllum miðlum sínum. Klippan hefur fengið rúmlega 200 þúsund áhorf samanlagt á TikTok, Facebook og Instagram og vakið töluverðar umræður um málið. Fjöldi fólks hefur lýst yfir ánægju með orð Þorgríms meðan aðrir gagnrýna hann fyrir gamaldags hugarfar. Má segja að fólk skiptist í tvær fylkingar. „Lífsskoðanir og forneskjulegar hugmyndir miðaldra rithöfundar“ Hjónin Hulda Tölgyes sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur sem hélt úti Karlmennskunni, gagnrýna Þorgrím allharkalega í pistlinum „Forréttindafirrt forneskja og eitruð jákvæðni“ á patreon-síðu hlaðvarps síns, Hjónvarpsins. Þar segja þau Þorgrím heimsækja grunnskólabörn og miðla til þeirra „einhverskonar eitraðr[i] jákvæðni og einstaklingshyggju lífsgildi sem eru beinlínis skaðleg.“ Hulda Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson halda úti Hjónvarpinu. Lausnina við auknum kvíða, óöryggi og krefjandi aðstæðum barna í dag sæki Þorgrímur beint til ársins 1960. Hún sé engir snjallsímar undir fjórtán ára, engir samfélagsmiðlar undir sextán, símalausir grunnskólar og aukin hreyfing og útivera barna og ungmenna. „Hvað gæti klikkað með þessari töfralausn?“ spyrja þau í pistlinum. Þau reifa síðan menntun og reynslu Þorgríms, stúdentspróf og eins árs nám í frönsku auk fjölda bókaskrifa. Þá velta þau því fyrir sér hvort þetta sé raunverulega það sem börn eigi að þurfa að hlusta á: „Lífsskoðanir og forneskjulegar hugmyndir miðaldra rithöfundar með enga haldbæra menntun á sviðinu sem hann er að tjá sig um.“ Sennilega sé engin kona fædd 1959 með stúdentspróf sem fái að tjá sig jafnmikið um málefni sem þær eru ekki sérfræðingur í og fái til þess stórt „platform“. „Þetta er ábyrgðarlaust, forréttindafirrt, eitruð jákvæðni, elur á einstaklingshyggju og yfir höfuð skaðlegt. Skaðleg karlmennska ef þið viljið,“ skrifa þau í pistlinum. Risaeðlu með forneskjuleg viðhorf hleypt inn í skólana Loks taka þau fyrir málflutning Þorgríms lið fyrir lið og reyna að hrekja hann. Í fyrsta lagi spyrja þau sig hvaða forsendur Þorgímur hafi til að fullyrða sig um málið aðrar en eigin reynslu og skoðanir sem hann er sannfærður um að séu sannar. Síðan spyrja þau hvernig hann fái aðgengi að grunnskólakrökkum. „Hvernig er hægt að réttlæta að hleypa einhverri risaeðlu með forneskjuleg viðhorf inn í skólana?“ spyrja þau svo. Krakkar sem séu kvíðnir líði illa, það sé vitað. „Ætli þeim líði ekki miklu betur eftir að hlusta á forréttindafirrtan karl benda þeim á að hætta að væla og vera fórnarlamb og setja sér markmið?“ Þorgrímur Þráinsson stóð í ströngu fyrir tuttugu árum í baráttunni gegn reykingum.Vísir/Vilhelm Þá segja þau að krakkar sem hafi fundið létti og lausn við kvíða og svefnleysi með aðstoð lyfja upplifi vafalaust mikinn stuðning í því að vera kallaðir aumingjar. „Foreldrar þeirra hafa vafalaust reynt ansi margt áður en lyfin urðu lausn. Enginn og ekkert foreldri leikur sér að því að lyfja börnin sín,“ skrifa þau. Ef kvíði er eðlilegur partur af þroskaferli sem ekki eigi að „fórnarlambsvæða“ spyrja þau hvort rétta leiðin sé að skauta yfir tilfinningarnar og hætta að væla. „Á krakki sem er sannarlega fórnarlamb eða þolandi ofbeldis, vanrækslu eða annars bara að hætta því? Setja sér markmið og hætta að væla? Eða heldur Sérfræðingur Þráinsson að þau börn hristi áföllin af sér við töfraþuluna um að setja sér markmið?“ spyrja þau síðan. „Guð minn góður hvað þetta er skelfilega skaðlegt. Forréttindafirrt, óábyrgt, litað vanþekkingu og fordómafullt! Eitruð jákvæðni hjálpar engum nema í besta falli einum manni, sem hefur af því tekjur,“ skrifa þau að lokum. Skipti máli að fræðsla byggi á rannsóknum og fagþekkingu Auk þessa lokaða pistils skrifaði Hulda skoðanagreinina „Harka af sér og halda áfram“ á Vísi fyrr í dag. Þar skrifar hún um það hvernig viðtalið við Þorgrím horfi við henni sem fagaðila. Þar tekur hún fyrir og gagnrýnir orð hans um kvíða, neiðkvæðar tilfinningar, lyfjanotkun barna og þroskaþjófa. Hulda Tölgyes segir Þorgrím vera sjálfskipaðan sérfræðing sem búi ekki yfir viðeigandi menntun til að fræða börn um tilfinningar.Vísir/Vilhelm Undir lok greinarinnar segir hún að réttast væri að menn sem hafi ekki til þess menntun ættu að fara varlega í að fullyrða um vandamál og lausnir við þeim. Það sé ekki vegna þess að hún vilji að fólk hlusti bara á hana eða kollegar hennar heldur „vegna þess að ég veit að leitandi fólk eða fólk í neyð er oft tilbúið að hlusta á allskonar ráð frá sjálfskipuðum sérfræðingum með skoðanir.“ Stundum virki slík ráð þegar lífið er einfalt og fólki líði vel. Hins vegar spyr hún sig hvaða stefnu grunnskólar landsins hafi varðandi það að veita fræðslu fagaðila þegar kemur að því að læra um tilfinningar og hvernig börn geta tekist á við þær. „Við getum öll alveg hjálpast að en það skiptir máli að fræðslan sé byggð á rannsóknum, fagþekkingu og sé ekki að mestu byggð á persónulegum skoðunum,“ skrifar hún. Börn og uppeldi Geðheilbrigði Skóla- og menntamál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og fyrirlesari, hefur síðustu fimmtán ár heimsótt alla grunnskóla landsins og flutt fyrirlesturinn „Vertu ástfanginn af lífinu“ fyrir börn í 10. bekk. Hann ræddi við Óðinn Svan í Kastljósi á Rúv á þriðjudag þar sem hann sagðist finna fyrir því að börnum liði verr í dag en á árum áður. „Mér finnst orðið kvíði í dag vera orðið samheiti yfir feimni, áhyggjur, ótta, stress, óöryggi og eitthvað slíkt,“ sagði Þorgrímur Þráinsson í viðtalinu. Kjarnann í fyrirlestrinum sagði Þorgrímur vera einfaldan: „Hættu þessu væli, leggðu þig fram, berðu virðingu fyrir fólki, gerðu góðverk, settu þér markmið. Það eru fullt af fórnarlömbum á Íslandi. Ekki þú vera þar.“ „Það eru allir bara: ,Heyrðu, ert þú kvíðinn? Taktu bara pillu við því,' ,Getur þú ekki sofið? Taktu pillu við því',“ segir Þorgrímur í klippu úr viðtalinu sem Rúv hefur deilt á öllum miðlum sínum. Klippan hefur fengið rúmlega 200 þúsund áhorf samanlagt á TikTok, Facebook og Instagram og vakið töluverðar umræður um málið. Fjöldi fólks hefur lýst yfir ánægju með orð Þorgríms meðan aðrir gagnrýna hann fyrir gamaldags hugarfar. Má segja að fólk skiptist í tvær fylkingar. „Lífsskoðanir og forneskjulegar hugmyndir miðaldra rithöfundar“ Hjónin Hulda Tölgyes sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur sem hélt úti Karlmennskunni, gagnrýna Þorgrím allharkalega í pistlinum „Forréttindafirrt forneskja og eitruð jákvæðni“ á patreon-síðu hlaðvarps síns, Hjónvarpsins. Þar segja þau Þorgrím heimsækja grunnskólabörn og miðla til þeirra „einhverskonar eitraðr[i] jákvæðni og einstaklingshyggju lífsgildi sem eru beinlínis skaðleg.“ Hulda Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson halda úti Hjónvarpinu. Lausnina við auknum kvíða, óöryggi og krefjandi aðstæðum barna í dag sæki Þorgrímur beint til ársins 1960. Hún sé engir snjallsímar undir fjórtán ára, engir samfélagsmiðlar undir sextán, símalausir grunnskólar og aukin hreyfing og útivera barna og ungmenna. „Hvað gæti klikkað með þessari töfralausn?“ spyrja þau í pistlinum. Þau reifa síðan menntun og reynslu Þorgríms, stúdentspróf og eins árs nám í frönsku auk fjölda bókaskrifa. Þá velta þau því fyrir sér hvort þetta sé raunverulega það sem börn eigi að þurfa að hlusta á: „Lífsskoðanir og forneskjulegar hugmyndir miðaldra rithöfundar með enga haldbæra menntun á sviðinu sem hann er að tjá sig um.“ Sennilega sé engin kona fædd 1959 með stúdentspróf sem fái að tjá sig jafnmikið um málefni sem þær eru ekki sérfræðingur í og fái til þess stórt „platform“. „Þetta er ábyrgðarlaust, forréttindafirrt, eitruð jákvæðni, elur á einstaklingshyggju og yfir höfuð skaðlegt. Skaðleg karlmennska ef þið viljið,“ skrifa þau í pistlinum. Risaeðlu með forneskjuleg viðhorf hleypt inn í skólana Loks taka þau fyrir málflutning Þorgríms lið fyrir lið og reyna að hrekja hann. Í fyrsta lagi spyrja þau sig hvaða forsendur Þorgímur hafi til að fullyrða sig um málið aðrar en eigin reynslu og skoðanir sem hann er sannfærður um að séu sannar. Síðan spyrja þau hvernig hann fái aðgengi að grunnskólakrökkum. „Hvernig er hægt að réttlæta að hleypa einhverri risaeðlu með forneskjuleg viðhorf inn í skólana?“ spyrja þau svo. Krakkar sem séu kvíðnir líði illa, það sé vitað. „Ætli þeim líði ekki miklu betur eftir að hlusta á forréttindafirrtan karl benda þeim á að hætta að væla og vera fórnarlamb og setja sér markmið?“ Þorgrímur Þráinsson stóð í ströngu fyrir tuttugu árum í baráttunni gegn reykingum.Vísir/Vilhelm Þá segja þau að krakkar sem hafi fundið létti og lausn við kvíða og svefnleysi með aðstoð lyfja upplifi vafalaust mikinn stuðning í því að vera kallaðir aumingjar. „Foreldrar þeirra hafa vafalaust reynt ansi margt áður en lyfin urðu lausn. Enginn og ekkert foreldri leikur sér að því að lyfja börnin sín,“ skrifa þau. Ef kvíði er eðlilegur partur af þroskaferli sem ekki eigi að „fórnarlambsvæða“ spyrja þau hvort rétta leiðin sé að skauta yfir tilfinningarnar og hætta að væla. „Á krakki sem er sannarlega fórnarlamb eða þolandi ofbeldis, vanrækslu eða annars bara að hætta því? Setja sér markmið og hætta að væla? Eða heldur Sérfræðingur Þráinsson að þau börn hristi áföllin af sér við töfraþuluna um að setja sér markmið?“ spyrja þau síðan. „Guð minn góður hvað þetta er skelfilega skaðlegt. Forréttindafirrt, óábyrgt, litað vanþekkingu og fordómafullt! Eitruð jákvæðni hjálpar engum nema í besta falli einum manni, sem hefur af því tekjur,“ skrifa þau að lokum. Skipti máli að fræðsla byggi á rannsóknum og fagþekkingu Auk þessa lokaða pistils skrifaði Hulda skoðanagreinina „Harka af sér og halda áfram“ á Vísi fyrr í dag. Þar skrifar hún um það hvernig viðtalið við Þorgrím horfi við henni sem fagaðila. Þar tekur hún fyrir og gagnrýnir orð hans um kvíða, neiðkvæðar tilfinningar, lyfjanotkun barna og þroskaþjófa. Hulda Tölgyes segir Þorgrím vera sjálfskipaðan sérfræðing sem búi ekki yfir viðeigandi menntun til að fræða börn um tilfinningar.Vísir/Vilhelm Undir lok greinarinnar segir hún að réttast væri að menn sem hafi ekki til þess menntun ættu að fara varlega í að fullyrða um vandamál og lausnir við þeim. Það sé ekki vegna þess að hún vilji að fólk hlusti bara á hana eða kollegar hennar heldur „vegna þess að ég veit að leitandi fólk eða fólk í neyð er oft tilbúið að hlusta á allskonar ráð frá sjálfskipuðum sérfræðingum með skoðanir.“ Stundum virki slík ráð þegar lífið er einfalt og fólki líði vel. Hins vegar spyr hún sig hvaða stefnu grunnskólar landsins hafi varðandi það að veita fræðslu fagaðila þegar kemur að því að læra um tilfinningar og hvernig börn geta tekist á við þær. „Við getum öll alveg hjálpast að en það skiptir máli að fræðslan sé byggð á rannsóknum, fagþekkingu og sé ekki að mestu byggð á persónulegum skoðunum,“ skrifar hún.
Börn og uppeldi Geðheilbrigði Skóla- og menntamál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira