Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar 20. febrúar 2025 14:03 Kennarastarfið er flókið starf sem byggist á mörgum þáttum. Undirbúningur kennslu, kennslu, samskipti við nemendur, samskipti við foreldra, teymisfundur vegna nemenda, teymisfundir skóla, kennarafunda, námsmati, námsefnagerð, samskipti við aðra kennara og örugglega einhver fleiri atriði sem ég tel ekki upp. Ég er kennari því mér finnst gaman að kenna, mér finnst gaman að hafa áhrif, mér finnst gaman að tala við nemendur og eiga í samskiptum allan daginn. Enginn dagur er eins og það er skemmtilegt. Við erum búin að mennta okkur í 5 ár og launin eru ekki sambærileg öðrum á vinnumarkaði með 5 ára háskólanám, langt því frá. Ég er ánægð með forystu KÍ stend með í kjarabaráttunni. Fréttir undanfarna daga ýta því miður ekki undir ánægju kennarastarfsins fyrir fólk sem er að velta því fyrir sér að fara í kennaranám. Ofbeldi í skóla í Reykjavík sem stjórnendur virðast ekki hafa tök á og nemendur eru þolendur. Þá var frétt um 3 starfsmenn Vogaskóla sem urðu fyrir kynferðislegri áreitni og Reykjavík vann málið gerandans í hag. Og þetta fer ofan í kjarabaráttuna og umræðuna um lág laun kennara. Ekki heillandi fyrir fólk sem vill verða kennarar. Síðan ég byrjaði að kenna í grunnskóla 2016 hefur umræðan alltaf verið neikvæð í kjarabaráttu. Of lág laun, kennarar búnir að semja allt af sér sem hægt er að semja…já fyrir utan kennarastólinn sjálfan. Ekki hrífandi fyrir nýútskrifaðan kennara að þetta sé tónninn sem er árlega, já árlega því nánast alltaf hefur verið samið í eitt ár í einu og lofað öllu góðu eftir það….sem hefur aldrei gerst. En það er einhver breyting núna, sem er jákvæð. Ég vil fá þá virðingu sem mér ber að fá að vinna við fræðslu barna, vera með þeim stóran part af deginum alla virka daga og vera áhrifavaldur. Virðingin felst í sómasamlegum launum og síðan mættu sveitarfélögin vera örlátari á fríðindi til starfsfólksins. Sveitarfélögin ráða ekki við rekstur grunnskóla og ég velti því fyrir mér af hverju ríkið grípur ekki boltann á lofti og tekur rekstur grunnskóla aftur yfir? Skóli án aðgreiningar er meingallað og þarf að skoða og taka upp annað kerfi sem hentar bæði öllum nemendum, þeim með greiningar, erfið tilfinningavandamál, hegðunarvanda og „venjulegu“ nemendunum. Fagfólk vantar í skólana til að sinna nemendum sem eiga við námserfiðleika að stríða og hegðunarvanda. Þá bera foreldrar ábyrgð á hegðun barna sinna, líka í skólanum (skv. grunnskólalögum), við kennarar megum ekki gleyma því. Margt þarf að betrumbæta til að gera kennarastarfið aðdáunarvert. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Skoðun Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Kennarastarfið er flókið starf sem byggist á mörgum þáttum. Undirbúningur kennslu, kennslu, samskipti við nemendur, samskipti við foreldra, teymisfundur vegna nemenda, teymisfundir skóla, kennarafunda, námsmati, námsefnagerð, samskipti við aðra kennara og örugglega einhver fleiri atriði sem ég tel ekki upp. Ég er kennari því mér finnst gaman að kenna, mér finnst gaman að hafa áhrif, mér finnst gaman að tala við nemendur og eiga í samskiptum allan daginn. Enginn dagur er eins og það er skemmtilegt. Við erum búin að mennta okkur í 5 ár og launin eru ekki sambærileg öðrum á vinnumarkaði með 5 ára háskólanám, langt því frá. Ég er ánægð með forystu KÍ stend með í kjarabaráttunni. Fréttir undanfarna daga ýta því miður ekki undir ánægju kennarastarfsins fyrir fólk sem er að velta því fyrir sér að fara í kennaranám. Ofbeldi í skóla í Reykjavík sem stjórnendur virðast ekki hafa tök á og nemendur eru þolendur. Þá var frétt um 3 starfsmenn Vogaskóla sem urðu fyrir kynferðislegri áreitni og Reykjavík vann málið gerandans í hag. Og þetta fer ofan í kjarabaráttuna og umræðuna um lág laun kennara. Ekki heillandi fyrir fólk sem vill verða kennarar. Síðan ég byrjaði að kenna í grunnskóla 2016 hefur umræðan alltaf verið neikvæð í kjarabaráttu. Of lág laun, kennarar búnir að semja allt af sér sem hægt er að semja…já fyrir utan kennarastólinn sjálfan. Ekki hrífandi fyrir nýútskrifaðan kennara að þetta sé tónninn sem er árlega, já árlega því nánast alltaf hefur verið samið í eitt ár í einu og lofað öllu góðu eftir það….sem hefur aldrei gerst. En það er einhver breyting núna, sem er jákvæð. Ég vil fá þá virðingu sem mér ber að fá að vinna við fræðslu barna, vera með þeim stóran part af deginum alla virka daga og vera áhrifavaldur. Virðingin felst í sómasamlegum launum og síðan mættu sveitarfélögin vera örlátari á fríðindi til starfsfólksins. Sveitarfélögin ráða ekki við rekstur grunnskóla og ég velti því fyrir mér af hverju ríkið grípur ekki boltann á lofti og tekur rekstur grunnskóla aftur yfir? Skóli án aðgreiningar er meingallað og þarf að skoða og taka upp annað kerfi sem hentar bæði öllum nemendum, þeim með greiningar, erfið tilfinningavandamál, hegðunarvanda og „venjulegu“ nemendunum. Fagfólk vantar í skólana til að sinna nemendum sem eiga við námserfiðleika að stríða og hegðunarvanda. Þá bera foreldrar ábyrgð á hegðun barna sinna, líka í skólanum (skv. grunnskólalögum), við kennarar megum ekki gleyma því. Margt þarf að betrumbæta til að gera kennarastarfið aðdáunarvert. Höfundur er grunnskólakennari.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun