ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. febrúar 2025 19:45 Alþýðusambandið segir ræstingafyrirtæki níðast á þeim hópi launafólks sem sé í erfiðustu stöðu hér á landi. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks. Það krefst þess að ræstingafyrirtæki greiði starfsmönnum sínum í samræmi við gerðakjarasamninga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér í kvöld. Þar segir að stéttarfélög víðsvegar um land hafi borist fregnir af því síðasta haust að fyrirtækið Dagar hf., sem hefur tæplega helmingshlutdeild á ræstingamarkaði, væri tekið að lækka laun starfsfólks síns um tuttugu prósent. Á næstu misserum hafi fréttir borist af því að fleiri fyrirtæki væru tekin upp á því sama. Aðgerðir SA dapurlegar Við gerð kjarasamninga Starfsgreinasambandi Íslands, Eflingu og Samtaka atvinnulífsins, var samið um að bæta launakjör ræstingafólks. Þau fengju aukna hækkun um tvo launaflokka auk mánaðarlegs ræstingaauka sem nam 11,9 prósentum að lokinni gildistöku. „Eins og margoft hefur komið fram, er það skýr afstaða ASÍ, SGS og Eflingar að sú launalækkun sem deilt er um hér, er ekki lækkun launa umfram lágmarkstaxta heldur eins og rakið hefur verið, lækkun kjarasamningsbundinna launa. Dapurlegt er því að horfa upp á Samtök atvinnulífsins samþykkja og styðja við þá ákvörðun stjórnenda fyrirtækjanna að lækka laun til að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri,“ segir í tilkynningu Alþýðusambandsins. Fram kemur að Dagar hf. hafi ráðið starfsfólk sitt í svokallaða tímamælda ákvæðisvinnu. Hún gengur út á það að starfsmaður fái greitt fyrir ákveðin verkefni út frá áætluðum tímafjölda. Verkefnið sé þannig mælt upp og heildartíminn ákvarðaður sem slíkt verkefni muni taka. Almennur hraði miðast við 100 í vinnutakt. „Eftir kjarasamningsgerð vorið 2024 var starfsfólki í tímamældri ákvæðisvinnu gert að taka á sig launalækkun sem nemur þeim 20% sem voru tilkomin vegna ákvæðisvinnunnar. Starfsfólki er tjáð að það hafi notið yfirborgunar þrátt fyrir að ekkert slíkt hafi verið gefið til kynna enda var starfsfólk ráðið með skýrum hætti í ákvæðisvinnu og í engu var slakað á kröfum um vinnuhraða, þvert á móti. Þá liggur fyrir að vinnufyrirkomulagi var ekki breytt eftir að launakjörum hafði verið breytt,“ segir í tilkynningunni. Útvistunarvegferð komin í óefni Þar segir jafnframt að útvistunarvegferð hafi hafist upp úr aldamótum og að hún sé komin á algjört óefni. „Ríki og sveitarfélög hafa veitt útvistun starfa einbeitta forystu. Tilefnið er jafnan hið sama: krafa um sparnað í rekstri ríkis og sveitarfélaga. Og hvar er valið að knýja fram sparnaðinn? Jú, í röðum kvenna sem lægst hafa launin og vinna erfiðustu störfin!“ segir í tilkynningu ASÍ. „Langstærsti hluti launakrafna stéttarfélaga vegna vangreiddra launa er fyrir hönd innflytjenda og verður ekki annað ályktað en margir atvinnurekendur telji sjálfsagt að nýta sér yfirburðastöðu sína gagnvart þessu aðflutta launafólki. Með ólíkindum er að ríki og sveitarfélög hafi forystu um að búa í haginn fyrir slíka misneytingu.“ Alþýðusambandið segist fordæma framgöngu Daga og annarra fyrirtækja sem ákveðið hafa að auka enn hagnað sinn með því að „níðast á þeim hópum launafólks sem fullyrða má að eru í erfiðustu stöðu hér á landi.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 ASÍ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér í kvöld. Þar segir að stéttarfélög víðsvegar um land hafi borist fregnir af því síðasta haust að fyrirtækið Dagar hf., sem hefur tæplega helmingshlutdeild á ræstingamarkaði, væri tekið að lækka laun starfsfólks síns um tuttugu prósent. Á næstu misserum hafi fréttir borist af því að fleiri fyrirtæki væru tekin upp á því sama. Aðgerðir SA dapurlegar Við gerð kjarasamninga Starfsgreinasambandi Íslands, Eflingu og Samtaka atvinnulífsins, var samið um að bæta launakjör ræstingafólks. Þau fengju aukna hækkun um tvo launaflokka auk mánaðarlegs ræstingaauka sem nam 11,9 prósentum að lokinni gildistöku. „Eins og margoft hefur komið fram, er það skýr afstaða ASÍ, SGS og Eflingar að sú launalækkun sem deilt er um hér, er ekki lækkun launa umfram lágmarkstaxta heldur eins og rakið hefur verið, lækkun kjarasamningsbundinna launa. Dapurlegt er því að horfa upp á Samtök atvinnulífsins samþykkja og styðja við þá ákvörðun stjórnenda fyrirtækjanna að lækka laun til að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri,“ segir í tilkynningu Alþýðusambandsins. Fram kemur að Dagar hf. hafi ráðið starfsfólk sitt í svokallaða tímamælda ákvæðisvinnu. Hún gengur út á það að starfsmaður fái greitt fyrir ákveðin verkefni út frá áætluðum tímafjölda. Verkefnið sé þannig mælt upp og heildartíminn ákvarðaður sem slíkt verkefni muni taka. Almennur hraði miðast við 100 í vinnutakt. „Eftir kjarasamningsgerð vorið 2024 var starfsfólki í tímamældri ákvæðisvinnu gert að taka á sig launalækkun sem nemur þeim 20% sem voru tilkomin vegna ákvæðisvinnunnar. Starfsfólki er tjáð að það hafi notið yfirborgunar þrátt fyrir að ekkert slíkt hafi verið gefið til kynna enda var starfsfólk ráðið með skýrum hætti í ákvæðisvinnu og í engu var slakað á kröfum um vinnuhraða, þvert á móti. Þá liggur fyrir að vinnufyrirkomulagi var ekki breytt eftir að launakjörum hafði verið breytt,“ segir í tilkynningunni. Útvistunarvegferð komin í óefni Þar segir jafnframt að útvistunarvegferð hafi hafist upp úr aldamótum og að hún sé komin á algjört óefni. „Ríki og sveitarfélög hafa veitt útvistun starfa einbeitta forystu. Tilefnið er jafnan hið sama: krafa um sparnað í rekstri ríkis og sveitarfélaga. Og hvar er valið að knýja fram sparnaðinn? Jú, í röðum kvenna sem lægst hafa launin og vinna erfiðustu störfin!“ segir í tilkynningu ASÍ. „Langstærsti hluti launakrafna stéttarfélaga vegna vangreiddra launa er fyrir hönd innflytjenda og verður ekki annað ályktað en margir atvinnurekendur telji sjálfsagt að nýta sér yfirburðastöðu sína gagnvart þessu aðflutta launafólki. Með ólíkindum er að ríki og sveitarfélög hafi forystu um að búa í haginn fyrir slíka misneytingu.“ Alþýðusambandið segist fordæma framgöngu Daga og annarra fyrirtækja sem ákveðið hafa að auka enn hagnað sinn með því að „níðast á þeim hópum launafólks sem fullyrða má að eru í erfiðustu stöðu hér á landi.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 ASÍ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira