Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 19:24 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri er ánægð með að nú standi til að fjölga lögreglumönnum. Það varði öryggistilfinningu sjálfrar lögreglunnar og borgaranna. Vísir/Egill Árgangurinn sem hefur nám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri í haust verður líklega sá langfjölmennasti til þessa. Ríkislögreglustjóri segir fjölda lögreglumanna haldast í hendur við öryggistilfinningu þeirra sjálfra og borgaranna. Hún bindur vonir við að fólk af erlendum uppruna sæki um til að lögreglan endurspegli breytta samsetningu þjóðarinnar. Fyrsta verk nýs dómsmálaráðherra var að fjölga stöðugildum innan lögreglu um fimmtíu og fjölga plássum í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Opnað hefur verið fyrir umsóknir en skólinn getur tekið við allt að 95 nemendum í haust. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. „Þarna er stærsti árgangur sem hingað til hefur verið tekinn inn í lögreglunám á einu bretti og það sem hefur gerst líka er að við erum að taka yngra fólk inn, það er núna búið að breyta umgjörðinni, nú er það strax eftir menntaskóla, þannig að það er 19 ára.“ Sem muni verulega um því þótt aldurstakmarkið hafi áður verið 20 þá hafi lögreglan misst frá sér margt ung fólk sem hafi viljað fara strax í nám eftir stúdent. Sigríður segir að fyrir nokkrum árum hafi lögreglan verið gríðarlega undirmönnuð. Stytting vinnuvikunnar og fleiri þættir hafi orðið til þess að fjöldi lögreglumanna við störf hverju sinni var alls ekki nægilegur. „Það er gríðarlega brýnt að fjölga í lögreglunni, vegna þess að þetta snýst um öryggistilfinningu bæði borgaranna - fólksins sem við erum að þjóna - en líka lögreglumannanna sjálfra sem eru að sinna verkefnunum.“ Bindur vonir við aukna fjölbreyttni í lögregluhópnum Sigríður hvetur fólk til að skella sér í lögreglunám en hún vill sérstaklega fólk með fjölbreyttan bakgrunn. „Okkar viðskiptavinir eru alls konar og þess vegna skiptir máli að við séum ekki of einsleitur hópur. Núna er 20% þjóðarinnar af erlendum uppruna og það er mikilvægt að okkar samsetning endurspegli það og það hefur ekki tekist til þessa. Við bindum vonir við að fólk af erlendum uppruna sæki núna um inngöngu, gríðarstór árgangur að hefja spennandi nám og þetta starf er ótrúlegt, og tekur á öllum hliðum mannlegs samfélags“ Hún vill líka laða að fólk á fjölbreyttu aldursskeiði. „Við viljum líka fólk sem er eldra, er kannski að prófa nýjan feril. Við höfum góða reynslu af kennurum svo það sé sagt, sem hafa verið að söðla um þannig að ég hvet alla þá sem ala þann draum í brjósti að vera lögreglumenn, þá er tækifærið núna.“ Lögreglan Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. 3. febrúar 2025 16:15 Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins ætlar að fjölga lögreglumönnum og það verulega. Þannig á að auka öryggi almennings, samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 21. desember 2024 14:53 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Fyrsta verk nýs dómsmálaráðherra var að fjölga stöðugildum innan lögreglu um fimmtíu og fjölga plássum í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Opnað hefur verið fyrir umsóknir en skólinn getur tekið við allt að 95 nemendum í haust. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. „Þarna er stærsti árgangur sem hingað til hefur verið tekinn inn í lögreglunám á einu bretti og það sem hefur gerst líka er að við erum að taka yngra fólk inn, það er núna búið að breyta umgjörðinni, nú er það strax eftir menntaskóla, þannig að það er 19 ára.“ Sem muni verulega um því þótt aldurstakmarkið hafi áður verið 20 þá hafi lögreglan misst frá sér margt ung fólk sem hafi viljað fara strax í nám eftir stúdent. Sigríður segir að fyrir nokkrum árum hafi lögreglan verið gríðarlega undirmönnuð. Stytting vinnuvikunnar og fleiri þættir hafi orðið til þess að fjöldi lögreglumanna við störf hverju sinni var alls ekki nægilegur. „Það er gríðarlega brýnt að fjölga í lögreglunni, vegna þess að þetta snýst um öryggistilfinningu bæði borgaranna - fólksins sem við erum að þjóna - en líka lögreglumannanna sjálfra sem eru að sinna verkefnunum.“ Bindur vonir við aukna fjölbreyttni í lögregluhópnum Sigríður hvetur fólk til að skella sér í lögreglunám en hún vill sérstaklega fólk með fjölbreyttan bakgrunn. „Okkar viðskiptavinir eru alls konar og þess vegna skiptir máli að við séum ekki of einsleitur hópur. Núna er 20% þjóðarinnar af erlendum uppruna og það er mikilvægt að okkar samsetning endurspegli það og það hefur ekki tekist til þessa. Við bindum vonir við að fólk af erlendum uppruna sæki núna um inngöngu, gríðarstór árgangur að hefja spennandi nám og þetta starf er ótrúlegt, og tekur á öllum hliðum mannlegs samfélags“ Hún vill líka laða að fólk á fjölbreyttu aldursskeiði. „Við viljum líka fólk sem er eldra, er kannski að prófa nýjan feril. Við höfum góða reynslu af kennurum svo það sé sagt, sem hafa verið að söðla um þannig að ég hvet alla þá sem ala þann draum í brjósti að vera lögreglumenn, þá er tækifærið núna.“
Lögreglan Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. 3. febrúar 2025 16:15 Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins ætlar að fjölga lögreglumönnum og það verulega. Þannig á að auka öryggi almennings, samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 21. desember 2024 14:53 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. 3. febrúar 2025 16:15
Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins ætlar að fjölga lögreglumönnum og það verulega. Þannig á að auka öryggi almennings, samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 21. desember 2024 14:53
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels