Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 19:24 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri er ánægð með að nú standi til að fjölga lögreglumönnum. Það varði öryggistilfinningu sjálfrar lögreglunnar og borgaranna. Vísir/Egill Árgangurinn sem hefur nám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri í haust verður líklega sá langfjölmennasti til þessa. Ríkislögreglustjóri segir fjölda lögreglumanna haldast í hendur við öryggistilfinningu þeirra sjálfra og borgaranna. Hún bindur vonir við að fólk af erlendum uppruna sæki um til að lögreglan endurspegli breytta samsetningu þjóðarinnar. Fyrsta verk nýs dómsmálaráðherra var að fjölga stöðugildum innan lögreglu um fimmtíu og fjölga plássum í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Opnað hefur verið fyrir umsóknir en skólinn getur tekið við allt að 95 nemendum í haust. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. „Þarna er stærsti árgangur sem hingað til hefur verið tekinn inn í lögreglunám á einu bretti og það sem hefur gerst líka er að við erum að taka yngra fólk inn, það er núna búið að breyta umgjörðinni, nú er það strax eftir menntaskóla, þannig að það er 19 ára.“ Sem muni verulega um því þótt aldurstakmarkið hafi áður verið 20 þá hafi lögreglan misst frá sér margt ung fólk sem hafi viljað fara strax í nám eftir stúdent. Sigríður segir að fyrir nokkrum árum hafi lögreglan verið gríðarlega undirmönnuð. Stytting vinnuvikunnar og fleiri þættir hafi orðið til þess að fjöldi lögreglumanna við störf hverju sinni var alls ekki nægilegur. „Það er gríðarlega brýnt að fjölga í lögreglunni, vegna þess að þetta snýst um öryggistilfinningu bæði borgaranna - fólksins sem við erum að þjóna - en líka lögreglumannanna sjálfra sem eru að sinna verkefnunum.“ Bindur vonir við aukna fjölbreyttni í lögregluhópnum Sigríður hvetur fólk til að skella sér í lögreglunám en hún vill sérstaklega fólk með fjölbreyttan bakgrunn. „Okkar viðskiptavinir eru alls konar og þess vegna skiptir máli að við séum ekki of einsleitur hópur. Núna er 20% þjóðarinnar af erlendum uppruna og það er mikilvægt að okkar samsetning endurspegli það og það hefur ekki tekist til þessa. Við bindum vonir við að fólk af erlendum uppruna sæki núna um inngöngu, gríðarstór árgangur að hefja spennandi nám og þetta starf er ótrúlegt, og tekur á öllum hliðum mannlegs samfélags“ Hún vill líka laða að fólk á fjölbreyttu aldursskeiði. „Við viljum líka fólk sem er eldra, er kannski að prófa nýjan feril. Við höfum góða reynslu af kennurum svo það sé sagt, sem hafa verið að söðla um þannig að ég hvet alla þá sem ala þann draum í brjósti að vera lögreglumenn, þá er tækifærið núna.“ Lögreglan Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. 3. febrúar 2025 16:15 Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins ætlar að fjölga lögreglumönnum og það verulega. Þannig á að auka öryggi almennings, samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 21. desember 2024 14:53 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Sjá meira
Fyrsta verk nýs dómsmálaráðherra var að fjölga stöðugildum innan lögreglu um fimmtíu og fjölga plássum í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Opnað hefur verið fyrir umsóknir en skólinn getur tekið við allt að 95 nemendum í haust. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. „Þarna er stærsti árgangur sem hingað til hefur verið tekinn inn í lögreglunám á einu bretti og það sem hefur gerst líka er að við erum að taka yngra fólk inn, það er núna búið að breyta umgjörðinni, nú er það strax eftir menntaskóla, þannig að það er 19 ára.“ Sem muni verulega um því þótt aldurstakmarkið hafi áður verið 20 þá hafi lögreglan misst frá sér margt ung fólk sem hafi viljað fara strax í nám eftir stúdent. Sigríður segir að fyrir nokkrum árum hafi lögreglan verið gríðarlega undirmönnuð. Stytting vinnuvikunnar og fleiri þættir hafi orðið til þess að fjöldi lögreglumanna við störf hverju sinni var alls ekki nægilegur. „Það er gríðarlega brýnt að fjölga í lögreglunni, vegna þess að þetta snýst um öryggistilfinningu bæði borgaranna - fólksins sem við erum að þjóna - en líka lögreglumannanna sjálfra sem eru að sinna verkefnunum.“ Bindur vonir við aukna fjölbreyttni í lögregluhópnum Sigríður hvetur fólk til að skella sér í lögreglunám en hún vill sérstaklega fólk með fjölbreyttan bakgrunn. „Okkar viðskiptavinir eru alls konar og þess vegna skiptir máli að við séum ekki of einsleitur hópur. Núna er 20% þjóðarinnar af erlendum uppruna og það er mikilvægt að okkar samsetning endurspegli það og það hefur ekki tekist til þessa. Við bindum vonir við að fólk af erlendum uppruna sæki núna um inngöngu, gríðarstór árgangur að hefja spennandi nám og þetta starf er ótrúlegt, og tekur á öllum hliðum mannlegs samfélags“ Hún vill líka laða að fólk á fjölbreyttu aldursskeiði. „Við viljum líka fólk sem er eldra, er kannski að prófa nýjan feril. Við höfum góða reynslu af kennurum svo það sé sagt, sem hafa verið að söðla um þannig að ég hvet alla þá sem ala þann draum í brjósti að vera lögreglumenn, þá er tækifærið núna.“
Lögreglan Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. 3. febrúar 2025 16:15 Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins ætlar að fjölga lögreglumönnum og það verulega. Þannig á að auka öryggi almennings, samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 21. desember 2024 14:53 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Sjá meira
Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. 3. febrúar 2025 16:15
Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins ætlar að fjölga lögreglumönnum og það verulega. Þannig á að auka öryggi almennings, samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 21. desember 2024 14:53