Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2025 21:42 Teresa Silva sjávarlíffræðingur, leiðangursstjóri loðnuleitarinnar, svarar spurningum Stöðvar 2 í brú Árna Friðrikssonar í dag. Bjarni Einarsson Eftirvænting ríkir í loðnugeiranum um hvort nýafstaðin loðnuleit skili nægilegu magni til að unnt sé að gangsetja síðbúna loðnuvertíð. Vonin er talin veik en þó einhver. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá rannsóknaskipið Árna Friðriksson sigla inn til heimahafnar í Hafnarfirði í hádeginu eftir ellefu daga loðnuleit. Þetta er þriðja leitin sem efnt er til frá áramótum en í fyrri leitir hafa ekki skilað nægilegu magni til að vísindamenn treysti sér til að mæla með loðnuveiðum. Í útvegsgeiranum halda menn enn í þá veiku von að það gæti þrátt fyrir allt orðið loðnuvertíð. Mæligögnin sem vísindamenn komu með í land úr leiðangrinum í dag ráða úrslitum. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson að leggjast að bryggju í Hafnarfirði í dag eftir ellefu daga leiðangur.Bjarni Einarsson Auk Árna Friðrikssonar tóku fiskiskipin Heimaey og Polar Ammassak þátt í leitinni sem að þessu sinni beindist að miðunum undan norðan- og norðvestanverðu landinu. Leiðangursstjóri var sjávarlíffræðingurinn Teresa Silva frá Portúgal. En sáu þau eitthvað af loðnu? „Já, við sáum loðnu núna við Norðurland, í austur. Það var svolítið meiri kynþroska loðna sem við sáum þar en var ekki mikið í janúar þar.“ -En er þetta þá loðna sem þið voruð að sjá sem hefur ekki mælst áður? Þetta sé kannski viðbót? „Já, þetta er ný loðna sem var að koma inn, já,“ svarar Teresa, sem er doktor í sjávarlíffræði. Leiðangursstjórinn í klefa vísindamanna um borð í Árna Friðrikssyni.Bjarni Einarsson Hún hóf strax eftir leiðangurinn í dag að rýna í gögnin ásamt samstarfsmönnum sínum hjá Hafrannsóknastofnun. „Já, við erum að rannsaka gögn núna í dag og á morgun og kannski klárum það á morgun.“ -Og hvenær koma svo svörin? „Kannski á morgun. Við sjáum til.“ En það er lítill tími til stefnu. Aðalhrygningarganga loðnunnar var í dag talin vera undan Þorlákshöfn. Loðnan er sennilega að komast í sitt allra verðmætasta form, að verða hrognafull rétt fyrir hrygningu. Áhöfn Heimaeyjar VE-1, skips Ísfélags Vestmannaeyja, hefur í dag kannað loðnugönguna undan Þorlákshöfn.Vilhelm Gunnarsson Leiðangur Árna Friðrikssonar var sá síðasti á þessari vertíð. Útgerðin sendi hins vegar fiskiskipið Heimaey út í dag til að mæla loðnugönguna. -En er ennþá smávon um loðnuvertíð? „Ég skal segja þeir ekki neitt núna. Bara, við sjáum til á morgun,“ svarar leiðangursstjórinn Teresa Silva og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Hafnarfjörður Vísindi Vestmannaeyjar Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024. 19. febrúar 2025 10:51 Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35 Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28 Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. 21. janúar 2025 21:58 Mest lesið X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá rannsóknaskipið Árna Friðriksson sigla inn til heimahafnar í Hafnarfirði í hádeginu eftir ellefu daga loðnuleit. Þetta er þriðja leitin sem efnt er til frá áramótum en í fyrri leitir hafa ekki skilað nægilegu magni til að vísindamenn treysti sér til að mæla með loðnuveiðum. Í útvegsgeiranum halda menn enn í þá veiku von að það gæti þrátt fyrir allt orðið loðnuvertíð. Mæligögnin sem vísindamenn komu með í land úr leiðangrinum í dag ráða úrslitum. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson að leggjast að bryggju í Hafnarfirði í dag eftir ellefu daga leiðangur.Bjarni Einarsson Auk Árna Friðrikssonar tóku fiskiskipin Heimaey og Polar Ammassak þátt í leitinni sem að þessu sinni beindist að miðunum undan norðan- og norðvestanverðu landinu. Leiðangursstjóri var sjávarlíffræðingurinn Teresa Silva frá Portúgal. En sáu þau eitthvað af loðnu? „Já, við sáum loðnu núna við Norðurland, í austur. Það var svolítið meiri kynþroska loðna sem við sáum þar en var ekki mikið í janúar þar.“ -En er þetta þá loðna sem þið voruð að sjá sem hefur ekki mælst áður? Þetta sé kannski viðbót? „Já, þetta er ný loðna sem var að koma inn, já,“ svarar Teresa, sem er doktor í sjávarlíffræði. Leiðangursstjórinn í klefa vísindamanna um borð í Árna Friðrikssyni.Bjarni Einarsson Hún hóf strax eftir leiðangurinn í dag að rýna í gögnin ásamt samstarfsmönnum sínum hjá Hafrannsóknastofnun. „Já, við erum að rannsaka gögn núna í dag og á morgun og kannski klárum það á morgun.“ -Og hvenær koma svo svörin? „Kannski á morgun. Við sjáum til.“ En það er lítill tími til stefnu. Aðalhrygningarganga loðnunnar var í dag talin vera undan Þorlákshöfn. Loðnan er sennilega að komast í sitt allra verðmætasta form, að verða hrognafull rétt fyrir hrygningu. Áhöfn Heimaeyjar VE-1, skips Ísfélags Vestmannaeyja, hefur í dag kannað loðnugönguna undan Þorlákshöfn.Vilhelm Gunnarsson Leiðangur Árna Friðrikssonar var sá síðasti á þessari vertíð. Útgerðin sendi hins vegar fiskiskipið Heimaey út í dag til að mæla loðnugönguna. -En er ennþá smávon um loðnuvertíð? „Ég skal segja þeir ekki neitt núna. Bara, við sjáum til á morgun,“ svarar leiðangursstjórinn Teresa Silva og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Hafnarfjörður Vísindi Vestmannaeyjar Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024. 19. febrúar 2025 10:51 Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35 Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28 Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. 21. janúar 2025 21:58 Mest lesið X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024. 19. febrúar 2025 10:51
Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35
Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28
Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. 21. janúar 2025 21:58