„Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Margrét Helga Erlingsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 18. febrúar 2025 19:28 Flutningsmaður tillögunnar er Bergþór Ólason en meðflutningsmenn eru Ingibjörg Davíðsdóttir, Karl Gauti Hjaltason, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigríður Á. Andersen, Snorri Másson og Þorgrímur Sigmundsson, þingmenn Miðflokksins og Jens Garðar Helgason, Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um breytt fyrirkomulag á útvarpsgjaldi segir núverandi fyrirkomulag slæmt og það hafi verið viðhaft sem einhvers lags plástur árum saman. Hann segist vongóður og finnur fyrir meiri stuðningi við tillöguna en áður. Hópur þingmanna Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins vilja að greiðendum útvarpsgjalds verði heimilt að ráðstafa hluta gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali, annarra en Ríkisútvarpsins. Þeir settu fram þingsályktunartillögu þess efnis á Alþingi í dag en hún hefur fjórum sinnum áður verið rædd. Tillagan felur í sér að menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra í samráði við fjármálaráðherra, leggi fram frumvarp sem kveði á um að greiðendur útvarpsgjalds geti sjálfir ráðstafað þriðjungi gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segist vongóður um að hún náði fram að ganga en rætt var við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann bendir á að áður hafi hann haft einn meðflutningsmann með sér í málinu en nú séu þeir orðnir um sextán. Logi vilji hverfa frá núverandi fyrirkomulagi „Umræðan í samfélaginu hverfist mikið um stöðuna á einkareknum miðlum og hversu snúin hún er. Og þessa yfirburðastöðu sem Ríkisútvarpið hefur búið við í raun alla tíð, en ágerist og verður alvarlegri gagnvart því sem einkareknu miðlarnir eru að eiga við.“ Hann telur að skilningur fólks á stöðu einkarekinna miðla hérlendis hafi aukist hratt. „Nú er ráðherra málaflokksins að horfa til þess að hverfa frá þessu slæma ríkisstyrkjafyrirkomulagi sem viðhaft hefur verið sem einhvers lags plástur árum saman. Og ég vona að þetta upplegg verði partur af því hlaðborði sem ráðherra velur úr hvað varðar að bæta stöðu einkarekinna miðla meðan dregið er úr yfirburðastöðu Ríkisútvarpsins,“ segir Bergþór en Logi Einarsson háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fer með málaflokkinn. Með tillögunni sé gert ráð fyrir að almenningur fái svigrúm til að ráðstafa þriðjungi útvarpsgjaldsins á skattskýrslu hvers árs. „Og geti þá valið hvort það sé héraðsfréttamiðill Stöð 2/Sýn, Morgunblaðið, DV, listinn er í raun mjög langur,“ segir Bergþór. Nýti allir greiðendur útvarpgjaldsins heimildina fari vel á annan milljarð til einkareknu fréttamiðlanna með þessum hætti. „Sem er umtalsvert meira en þessi árlegi ríkisplástur er að gera núna en á sama tíma er þetta auðvitað frelsismál sem auðveldar fólki að styðja við þá miðla sem það telur mest gagn af hverju sinni.“ Fjölmiðlar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisútvarpið Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Hópur þingmanna Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins vilja að greiðendum útvarpsgjalds verði heimilt að ráðstafa hluta gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali, annarra en Ríkisútvarpsins. Þeir settu fram þingsályktunartillögu þess efnis á Alþingi í dag en hún hefur fjórum sinnum áður verið rædd. Tillagan felur í sér að menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra í samráði við fjármálaráðherra, leggi fram frumvarp sem kveði á um að greiðendur útvarpsgjalds geti sjálfir ráðstafað þriðjungi gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segist vongóður um að hún náði fram að ganga en rætt var við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann bendir á að áður hafi hann haft einn meðflutningsmann með sér í málinu en nú séu þeir orðnir um sextán. Logi vilji hverfa frá núverandi fyrirkomulagi „Umræðan í samfélaginu hverfist mikið um stöðuna á einkareknum miðlum og hversu snúin hún er. Og þessa yfirburðastöðu sem Ríkisútvarpið hefur búið við í raun alla tíð, en ágerist og verður alvarlegri gagnvart því sem einkareknu miðlarnir eru að eiga við.“ Hann telur að skilningur fólks á stöðu einkarekinna miðla hérlendis hafi aukist hratt. „Nú er ráðherra málaflokksins að horfa til þess að hverfa frá þessu slæma ríkisstyrkjafyrirkomulagi sem viðhaft hefur verið sem einhvers lags plástur árum saman. Og ég vona að þetta upplegg verði partur af því hlaðborði sem ráðherra velur úr hvað varðar að bæta stöðu einkarekinna miðla meðan dregið er úr yfirburðastöðu Ríkisútvarpsins,“ segir Bergþór en Logi Einarsson háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fer með málaflokkinn. Með tillögunni sé gert ráð fyrir að almenningur fái svigrúm til að ráðstafa þriðjungi útvarpsgjaldsins á skattskýrslu hvers árs. „Og geti þá valið hvort það sé héraðsfréttamiðill Stöð 2/Sýn, Morgunblaðið, DV, listinn er í raun mjög langur,“ segir Bergþór. Nýti allir greiðendur útvarpgjaldsins heimildina fari vel á annan milljarð til einkareknu fréttamiðlanna með þessum hætti. „Sem er umtalsvert meira en þessi árlegi ríkisplástur er að gera núna en á sama tíma er þetta auðvitað frelsismál sem auðveldar fólki að styðja við þá miðla sem það telur mest gagn af hverju sinni.“
Fjölmiðlar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisútvarpið Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira