„Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Jón Þór Stefánsson skrifar 19. febrúar 2025 09:45 Páll Ágúst Ólafsson er lögmaður manns sem missti starfsleyfið eftir uppflettingu í sjúkraskrá. Lögmaður flugmanns sem missti starfsleyfið eftir uppflettingu Samgöngustofu í sjúkraskrám furðar sig á fullyrðingum þess efnis að ekkert tjón hafi orðið vegna aðgangs utanaðkomandi aðila að sjúkraskrám Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Greint var frá því í gær að Persónuvernd hefði lagt fimm milljóna króna sekt á heilsugæsluna vegna málsins þar sem vinnsla persónuupplýsinga hefði ekki verið heimil. Í úrskurði Persónuverndar, þar sem ákveðið var hver sektin skyldi verða, var tekið tillit til þess að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brota heilsugæslunnar Í tilkynningu Heilsugæslunnar segir líka að ekkert tjón hafi orðið og að enginn grunur sé um misnotkun á aðganginum. „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni,“ segir Páll Ágúst Ólafsson lögmaður. Umbjóðandi hans var flugmaður en eftir uppflettingar Samgöngustofu í sjúkraskrá flugmannsins var hann sviptur flugleyfi. Hann hefur ekki getað unnið sem flugmaður síðan. Páll telur ljóst að umbjóðandi hans hafi orðið fyrir tjóni vegna þessa. Landlæknir hefur komist að þeirri niðurstöðu að uppflettingin hafi verið án heimildar og að það hafi falið í sér brot um sjúkraskrár. „Það er búið að svipta skjólstæðing minn æru og atvinnuréttindum. Hann getur ekki unnið við sitt fagsvið því þessi aðgangur var gróflega misnotaður,“ segir Páll Ágúst. „Þessi yfirlýsing er algjört kjaftæði“ Þá bendir hann á að bæði Persónuvernd og heilsugæslan hafi verið meðvituð um málið. Raunar sé allt stóra málið kom til af því þeir hafi gert athugasemdir til heilsugæslunnar vegna uppflettinga trúnaðarlæknis hjá Samgöngustofu, sem nú liggur fyrir að var ólögleg. „Staðreyndin er sú að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vissi ekki af þessu fyrr en að við fórum til þeirra vorið 2024 og sögðum þeim frá þessum samningum og gerðum þeim grein fyrir hvaða afleiðingar þetta hefði haft gagnvart mínum umbjóðanda,“ segir Páll Ágúst. „Þessi yfirlýsing er algjört kjaftæði. Þetta mál kom upp af því að við bentum á það." Það sem Páll furðar sig á er að Persónuvernd og heilsugæslan leyfi sér að segja að það sé ljóst að ekkert tjón hafi orðið. „Ég tel að niðurstaða Persónuverndar sé rétt, að það hafi verið brotið gegn lögum um sjúkraskrá með því að veita þennan aðgang. En það að fullyrða að ekkert tjón hafi orðið, það er rangt.“ Í gær var greint frá því að uppflettingar þessara utanaðkomandi aðila hafi varðað um 195 þúsund einstaklinga, en Í sjúkraskrárkerfi heilsugæslunnar er að finna 517 þúsund einstaklinga, bæði lífs og liðna, sem og innlenda sem erlenda. Samkvæmt svari heilsugæslunnar við fyrirspurn fréttastofu vörðuðu um 168 þúsund þessara uppflettinga samninga við einkareknar heilsugæslustöðvar, tæplega 21 þúsund hafi varðað samning við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, og tæplega 6,3 þúsund varðað samninga við aðra aðila, líkt og Samgöngustofu, KSÍ, Fluglæknasetrið, Vinnumálastofnun, og Janus endurhæfingu. Páll Ágúst setur einnig spurningamerki við fullyrðingar Persónuverndar og heilsugæslunnar vegna þess hve mörgum hafi verið flett upp. „Þeim finnst kannski einn einstaklingur ómerkilegur í samanburði við 195 þúsund. Við vitum ekki hvernig fór með þá, en sannarlega var persónuvernd upplýst um hvað þessi aðgangur kostaði minn skjólstæðing.“ Veistu meira um uppflettingamálið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Heilbrigðismál Heilsugæsla Persónuvernd Fréttir af flugi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Greint var frá því í gær að Persónuvernd hefði lagt fimm milljóna króna sekt á heilsugæsluna vegna málsins þar sem vinnsla persónuupplýsinga hefði ekki verið heimil. Í úrskurði Persónuverndar, þar sem ákveðið var hver sektin skyldi verða, var tekið tillit til þess að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brota heilsugæslunnar Í tilkynningu Heilsugæslunnar segir líka að ekkert tjón hafi orðið og að enginn grunur sé um misnotkun á aðganginum. „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni,“ segir Páll Ágúst Ólafsson lögmaður. Umbjóðandi hans var flugmaður en eftir uppflettingar Samgöngustofu í sjúkraskrá flugmannsins var hann sviptur flugleyfi. Hann hefur ekki getað unnið sem flugmaður síðan. Páll telur ljóst að umbjóðandi hans hafi orðið fyrir tjóni vegna þessa. Landlæknir hefur komist að þeirri niðurstöðu að uppflettingin hafi verið án heimildar og að það hafi falið í sér brot um sjúkraskrár. „Það er búið að svipta skjólstæðing minn æru og atvinnuréttindum. Hann getur ekki unnið við sitt fagsvið því þessi aðgangur var gróflega misnotaður,“ segir Páll Ágúst. „Þessi yfirlýsing er algjört kjaftæði“ Þá bendir hann á að bæði Persónuvernd og heilsugæslan hafi verið meðvituð um málið. Raunar sé allt stóra málið kom til af því þeir hafi gert athugasemdir til heilsugæslunnar vegna uppflettinga trúnaðarlæknis hjá Samgöngustofu, sem nú liggur fyrir að var ólögleg. „Staðreyndin er sú að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vissi ekki af þessu fyrr en að við fórum til þeirra vorið 2024 og sögðum þeim frá þessum samningum og gerðum þeim grein fyrir hvaða afleiðingar þetta hefði haft gagnvart mínum umbjóðanda,“ segir Páll Ágúst. „Þessi yfirlýsing er algjört kjaftæði. Þetta mál kom upp af því að við bentum á það." Það sem Páll furðar sig á er að Persónuvernd og heilsugæslan leyfi sér að segja að það sé ljóst að ekkert tjón hafi orðið. „Ég tel að niðurstaða Persónuverndar sé rétt, að það hafi verið brotið gegn lögum um sjúkraskrá með því að veita þennan aðgang. En það að fullyrða að ekkert tjón hafi orðið, það er rangt.“ Í gær var greint frá því að uppflettingar þessara utanaðkomandi aðila hafi varðað um 195 þúsund einstaklinga, en Í sjúkraskrárkerfi heilsugæslunnar er að finna 517 þúsund einstaklinga, bæði lífs og liðna, sem og innlenda sem erlenda. Samkvæmt svari heilsugæslunnar við fyrirspurn fréttastofu vörðuðu um 168 þúsund þessara uppflettinga samninga við einkareknar heilsugæslustöðvar, tæplega 21 þúsund hafi varðað samning við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, og tæplega 6,3 þúsund varðað samninga við aðra aðila, líkt og Samgöngustofu, KSÍ, Fluglæknasetrið, Vinnumálastofnun, og Janus endurhæfingu. Páll Ágúst setur einnig spurningamerki við fullyrðingar Persónuverndar og heilsugæslunnar vegna þess hve mörgum hafi verið flett upp. „Þeim finnst kannski einn einstaklingur ómerkilegur í samanburði við 195 þúsund. Við vitum ekki hvernig fór með þá, en sannarlega var persónuvernd upplýst um hvað þessi aðgangur kostaði minn skjólstæðing.“ Veistu meira um uppflettingamálið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Persónuvernd Fréttir af flugi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira