Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 16:47 Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar segist hafa fengið ávítur frá Bryndísi Haladsdóttur þingmanni SJálfstæðisflokksins vegna klæðaburðar í gær. Hún segist þó einungis hafa veitt Sigmari Guðmundssyni þingflokksformanni kurteisislegar ábendingar. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar virðist ekki hafa sagt endanlega skilið við grínið þrátt fyrir að hafa tekið sæti á Alþingi. Hann gantaðist með atvik gærdagsins í pontu í dag eftir að hafa fengið skammir í hattinn fyrir að klæðast gallabuxum á þingfundi gærdagsins. Jón tjáði sig um atburði gærdagsins í samfélagsmiðlafærslu í gær, þar sem hann sagðist hafa fengið kvartanir yfir því að hann væri í gallabuxum. Þá sagðist hann hafa reynt að tileinka sér snyrtimennsku í klæðaburði síðan hann sór drengskaparheitin en að honum leiðist afskaplega snobb og tilgerð og því hafi það reynst hægar sagt en gert. „Kannski ég mæti einn daginn í Obi Wan Kenobi búningnum mínum? Hann er mjög snyrtilegur og líka töff og er þar að auki Íslenskt handverk,“ sagði í færslunni. Sjá einnig: Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Samfélagsmiðlafærsluna lét hann sér þó ekki nægja en hann gerði atburðinn að umfjöllunarefni í ræðu sinni á þingfundi í dag. Þar segir hann að í gær hafi hann mætt til vinnu í gallabuxum en verið tjáð að hann mætti ekki fara inn í þingsal svoleiðis klæddur. Fleiri í gallabuxum „Þingfundur var að hefjast, og ég velti fyrir mér, á ég að hlaupa heim og skipta um buxur eða á ég að fara úr þeim? Ég afréð að ganga rösklega til sætis og setjast og hafa mig ekkert frammi á fundinum. En svo fór ég að taka eftir að það var fleira fólk í gallabuxum á fundinum og þá slaknaði á mér.“ Þá segist hann hafa reynt að spyrjast fyrir út í klæðaburðareglur, og hverjar þær eru. „Og þær eru engar, ekki nokkrar einustu nema bara eitthvað sem fólki finnst, nema það að körlum er skylt að vera í jökkum. Annað fellur undir almenna snyrtimennsku og smekk,“ segir Jón. Hann segist hafa fengið ávítur á fundinum frá Bryndísi Haraldsdóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins vegna klæðaburðarins. Þrátt fyrir það hafi enginn nokkurn tíma sagt honum hvernig hann ætti að klæða sig í starfinu. „Þannig að ég spyr: Hvernig er hægt að ávíta einhvern og refsa einhverjum með því að reyna að setja ofan í við viðkomandi og jafnvel reyna aðeins að taka viðkomandi niður? Fólk hefur verið niðurlægt fyrir klæðaburð og kannski er skemmst að minnast þess þegar Elín Hirst var gerð burtræk úr þingsal 1996 og látin skipta um föt,“ segir Jón. Bryndís hafi ekki ávítað Jón Þá segist hann málefnið mikilvægt og hann hlakki til að halda umræðum um það áfram. Hann hafi nóg af hugmyndum sem gætu komið að gagni. Að ræðu Jóns lokinni tók Bryndís, sem var forseti Alþingis í dag, til máls. „Forseti þakkar fyrir þessa áhugaverðu umræðu en minnir háttvirtan þingmann á að fylgja tímamörkum. Og svo að rétt sé haft eftir þá ávítti forseti ekki háttvirtan þingmann heldur kom með kurteisislegar ábendingar til þingflokksformanns. Forseti notaði jafnframt tækifærið og hrósaði honum fyrir klæðaburðinn í dag,“ segir Bryndís. Fréttin var uppfærð með andsvari Bryndísar að ræðu Jóns lokinni. Alþingi Viðreisn Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira
Jón tjáði sig um atburði gærdagsins í samfélagsmiðlafærslu í gær, þar sem hann sagðist hafa fengið kvartanir yfir því að hann væri í gallabuxum. Þá sagðist hann hafa reynt að tileinka sér snyrtimennsku í klæðaburði síðan hann sór drengskaparheitin en að honum leiðist afskaplega snobb og tilgerð og því hafi það reynst hægar sagt en gert. „Kannski ég mæti einn daginn í Obi Wan Kenobi búningnum mínum? Hann er mjög snyrtilegur og líka töff og er þar að auki Íslenskt handverk,“ sagði í færslunni. Sjá einnig: Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Samfélagsmiðlafærsluna lét hann sér þó ekki nægja en hann gerði atburðinn að umfjöllunarefni í ræðu sinni á þingfundi í dag. Þar segir hann að í gær hafi hann mætt til vinnu í gallabuxum en verið tjáð að hann mætti ekki fara inn í þingsal svoleiðis klæddur. Fleiri í gallabuxum „Þingfundur var að hefjast, og ég velti fyrir mér, á ég að hlaupa heim og skipta um buxur eða á ég að fara úr þeim? Ég afréð að ganga rösklega til sætis og setjast og hafa mig ekkert frammi á fundinum. En svo fór ég að taka eftir að það var fleira fólk í gallabuxum á fundinum og þá slaknaði á mér.“ Þá segist hann hafa reynt að spyrjast fyrir út í klæðaburðareglur, og hverjar þær eru. „Og þær eru engar, ekki nokkrar einustu nema bara eitthvað sem fólki finnst, nema það að körlum er skylt að vera í jökkum. Annað fellur undir almenna snyrtimennsku og smekk,“ segir Jón. Hann segist hafa fengið ávítur á fundinum frá Bryndísi Haraldsdóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins vegna klæðaburðarins. Þrátt fyrir það hafi enginn nokkurn tíma sagt honum hvernig hann ætti að klæða sig í starfinu. „Þannig að ég spyr: Hvernig er hægt að ávíta einhvern og refsa einhverjum með því að reyna að setja ofan í við viðkomandi og jafnvel reyna aðeins að taka viðkomandi niður? Fólk hefur verið niðurlægt fyrir klæðaburð og kannski er skemmst að minnast þess þegar Elín Hirst var gerð burtræk úr þingsal 1996 og látin skipta um föt,“ segir Jón. Bryndís hafi ekki ávítað Jón Þá segist hann málefnið mikilvægt og hann hlakki til að halda umræðum um það áfram. Hann hafi nóg af hugmyndum sem gætu komið að gagni. Að ræðu Jóns lokinni tók Bryndís, sem var forseti Alþingis í dag, til máls. „Forseti þakkar fyrir þessa áhugaverðu umræðu en minnir háttvirtan þingmann á að fylgja tímamörkum. Og svo að rétt sé haft eftir þá ávítti forseti ekki háttvirtan þingmann heldur kom með kurteisislegar ábendingar til þingflokksformanns. Forseti notaði jafnframt tækifærið og hrósaði honum fyrir klæðaburðinn í dag,“ segir Bryndís. Fréttin var uppfærð með andsvari Bryndísar að ræðu Jóns lokinni.
Alþingi Viðreisn Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira