Körfubolti

Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tommi var klár með afsökun eftir að hafa tapað fyrir knattspyrnumanni í körfubolta.
Tommi var klár með afsökun eftir að hafa tapað fyrir knattspyrnumanni í körfubolta.

Sindri Snær Jensson eigandi Húrra var gestur vikunnar í Körfuboltakvöldi Extra í gærkvöldi.

Þar fór hann mikinn og sagði meðal annars frá því þegar knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson gerði sér lítið fyrir og vann streetball-mót Húrra árið 2022.

Þá var Tómas Steindórsson meðal keppanda og Albert fór illa með hann á mótinu. Tómas afsakaði sig með því að hann hafi ekki viljað meiða Albert sem var nýbúinn að semja Genoa á Ítalíu á þeim tíma. Hann er í dag leikmaður Fiorentina.

Andri Már Eggertsson oftast kallaður Nablinn var einnig á mótinu og þótti hann í grófari kantinum eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á körfuboltavellinum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×