Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 06:48 Silvía Llorens Izaguirre aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Háskólinn í Reykjavík/Kristinn Magnússon Verkefnum alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra hefur fjölgað gífurlega á milli ára en á aðeins fimm árum er um að ræða meira en tvöföldun á fjölda verkbeiðna til deildarinnar. Í fyrra sinnti deildin á fjórða tug verkefna sem tengjast handtökuskipunum frá Evrópu og voru tveir „sérlega hættulegir“ glæpamenn handteknir á Íslandi í fyrra í gegnum samstarfið. Aðstoðarbeiðnir vegna slíkra mála eru ekki þær einu sem hefur fjölgað hjá deildinni. Alþjóðadeildin fæst við fjölbreytt verkefni sem tengjast meðal annars alþjóðlegri skipulagðri brotastarfsemi og samskiptum við erlend lögregluyfirvöld, til að mynda vegna leitar að týndu og eftirlýstu fólki. Meiri glæpir og fleiri ferðalög „Það er aukning í öllum okkar málum. Það er gríðarlegur munur á milli ára, þetta eru sláandi tölur,“ segir Silvía Llorens Izaguirre, aðstoðaryfirlögregluþjónn og deildarstjóri alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. Hún segir nokkra samverkandi þætti líklega skýra fjölgun verkefna. „Með fjölgun ferðamanna og uppgangi alþjóðlegrar glæpastarfsemi þá er fjölgun á verkefnum. Skipulögð brotastarfsemi gerir það að verkum að verkefnunum fer fjölgandi þvert á málaflokka,“ segir Silvía. Í fyrra voru verkbeiðnir alþjóðadeildar 2328 talsins en til samanburðar voru málin 1090 árið 2019. Grafið hér að neðan sýnir hvernig verkbeiðnum hefur fjölgað um nokkur hundruð á ári síðustu ár. Tölurnar fóru aðeins niður á við á tímum heimsfaraldurs árið 2020. Fjöldi verkbeiðna alþjóðadeildar hefur aukist mikið en um er að ræða meira en tvöföldun á síðustu fimm árum.Ríkislögreglustjóri Deildin var stofnuð árið 2000 og fer með hlutverk SIRENE-skrifstofu vegna Schengen-samstarfsins og er jafnframt landsskrifstofa Íslands vegna Interpol og Europol-samstarfsins. Þá sinnir deildin margvíslegum alþjóðasamskiptum og bregst við fyrirspurnum, beiðnum og verkefnum allan sólarhringinn. „Ég held að fólk átti sig ekki á þessu, hversu mikið þetta er og hversu mikilvægum málefnum þessi skrifstofa er að sinna,“ segir Silvía. Samstarf um leit að hættulegum einstaklingum Mál sem tengjast alþjóðlegri brotastarfsemi með einum eða öðrum hætti eru fyrirferðarmikil hjá alþjóðadeildinni. Verkefnum tengdum handtökuskipunum frá Evrópu hefur einnig farið fjölgandi milli ára en 34 slíkar beiðnir bárust í fyrra samanborið við 16 árið 2023. „Við erum í samstarfi um leit að hættulegum einstaklingum. Það er evrópskt samstarf sem er með það að markmiði að finna og handtaka hættulega glæpamenn sem hafa flúið land. Það er mjög áhugavert verkefni sem við höfum unnið með í,“ segir Silvía. Nokkrar sveiflur eru á milli ára hvað varðar þessa tegund mála en tölur síðasta árs eru engu að síður vel yfir meðaltali síðustu fimm ára.Ríkislögreglustjóri Þetta verkefni hafi borið árangur. „Tvisvar á síðasta ári handtókum við aðila hérna í gegnum þetta samstarf,“ segir Silvía en samstarfið hefur einnig leitt til þess að tekist hefur að handtaka fleiri og staðsetja þá fyrr. Ekki má gleyma að auk verkefna sem tengjast handtöku- og framsalsbeiðnum fæst deildin einnig við endurheimt og haldlagningu á stolnum eignum og munum eða leit að verðmætum sem oft tengjast alþjóðlegri glæpastarfsemi og peningaþvætti. „Það er verið að flytja bíla á milli, ökutæki, skotvopn, skilríki, verðmæta muni og listmuni og málverk,“ nefnir Silvía sem dæmi. Fjórfalt fleiri týndir í útlöndum Hún nefnir einnig sem dæmi verkbeiðnir sem tengjast leit að týndum einstaklingum sem eru í vexti. Þannig var til að mynda fjórföldun í fjölda mála vegna týndra einstaklinga erlendis árið 2024 samanborið við árið á undan. Nýtt verklag var tekið upp í fyrra vegna týndra einstaklinga erlendis. Tölurnar ná einungis yfir mál sem hefjast á Íslandi en tölfræði síðasta árs sýnir fjórföldun á milli ára.Ríkislögreglustjóri Skráðar tölur ná hins vegar aðeins yfir slík mál sem hefjast hér á Íslandi, það er þegar aðstandendur tilkynna um týndan einstakling á lögreglustöð á Íslandi en nær ekki yfir einstaklinga sem hafa verið tilkynntir týndir á lögreglustöð í útlöndum. Deildin sinnti um tuttugu slíkum erindum í fyrra en grafið hér að ofan sýnir vel þróun síðustu fimm ára. Sumir týnast viljandi Deildin sinnir líka erindum sem koma að utan þar sem erlend yfirvöld eða ástvinir eru að leita að aðstandendum á Íslandi. „Þeim fer fjölgandi en það er voða mismunandi ár frá ári. Sum ár er mjög mikið að gera í þessu, leit að einstaklingum, en önnur ár er bara eitt og eitt. En þeim fer fjölgandi, það er alveg rétt,“ segir Silvía. „Svo fáum við náttúrlega fullt af upplýsingum um einstaklinga í viðkvæmri stöðu, sjálfsvígshótanir og mannslát og við þurfum náttúrlega að bregðast mjög fljótt við þessum upplýsingum. Það er líka aukning í þessu.“ Mál af þessum toga geta verið viðkvæm og vandmeðfarin. „Sumir eru týndir að eigin ósk. Þú mátt vera týndur og þó svo að fjölskylda leiti að einstaklingnum og við finnum hann þá megum við ekki láta vita hvar hann er. Fólk hefur val um að vera týnt, að láta sig hverfa,“ útskýrir Silvía. Allar deildir þurfi fleiri hendur Ljóst er að alþjóðadeildin situr ekki auðum höndum en þar starfa ríflega tíu manns sem takast á við verkefnin. En hvernig eruð þið í stakk búin til að anna auknum fjölda verkefna? „Við önnum okkar verkefnum en við getum alltaf gert betur og mættum í rauninni alveg vera fleiri,“ svarar Silvía. „Öll lögreglan í heild sinni þarf fleira fólk. Það er sama hvar þú kemur við, það þurfa allir meiri mannskap, allar deildir þurfa fleiri hendur.“ Einnig jákvæð merki Þótt verkefnin séu ærin og álagið fari vaxandi er það að vissu leyti ekki alfarið komið til af slæmu. Ísland nýtur einnig góðs af auknu og þéttara samstarfi við erlend lögregluyfirvöld og fjölgun mála þar sem leitað er liðsinnis íslenskra lögregluyfirvalda bendir til þess að vaxandi traust ríki á milli samstarfslanda á vettvangi Interpol, Europol og Schengen. „Við höfum fengið aðstoð frá bæði Europol og Interpol sem hafa komið hingað og aðstoðað okkur í rannsóknum og við höfum einnig lagt til mannskap í þeirra rannsóknir, þetta er á báða vegu.“ Lögreglan Lögreglumál Utanríkismál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Alþjóðadeildin fæst við fjölbreytt verkefni sem tengjast meðal annars alþjóðlegri skipulagðri brotastarfsemi og samskiptum við erlend lögregluyfirvöld, til að mynda vegna leitar að týndu og eftirlýstu fólki. Meiri glæpir og fleiri ferðalög „Það er aukning í öllum okkar málum. Það er gríðarlegur munur á milli ára, þetta eru sláandi tölur,“ segir Silvía Llorens Izaguirre, aðstoðaryfirlögregluþjónn og deildarstjóri alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. Hún segir nokkra samverkandi þætti líklega skýra fjölgun verkefna. „Með fjölgun ferðamanna og uppgangi alþjóðlegrar glæpastarfsemi þá er fjölgun á verkefnum. Skipulögð brotastarfsemi gerir það að verkum að verkefnunum fer fjölgandi þvert á málaflokka,“ segir Silvía. Í fyrra voru verkbeiðnir alþjóðadeildar 2328 talsins en til samanburðar voru málin 1090 árið 2019. Grafið hér að neðan sýnir hvernig verkbeiðnum hefur fjölgað um nokkur hundruð á ári síðustu ár. Tölurnar fóru aðeins niður á við á tímum heimsfaraldurs árið 2020. Fjöldi verkbeiðna alþjóðadeildar hefur aukist mikið en um er að ræða meira en tvöföldun á síðustu fimm árum.Ríkislögreglustjóri Deildin var stofnuð árið 2000 og fer með hlutverk SIRENE-skrifstofu vegna Schengen-samstarfsins og er jafnframt landsskrifstofa Íslands vegna Interpol og Europol-samstarfsins. Þá sinnir deildin margvíslegum alþjóðasamskiptum og bregst við fyrirspurnum, beiðnum og verkefnum allan sólarhringinn. „Ég held að fólk átti sig ekki á þessu, hversu mikið þetta er og hversu mikilvægum málefnum þessi skrifstofa er að sinna,“ segir Silvía. Samstarf um leit að hættulegum einstaklingum Mál sem tengjast alþjóðlegri brotastarfsemi með einum eða öðrum hætti eru fyrirferðarmikil hjá alþjóðadeildinni. Verkefnum tengdum handtökuskipunum frá Evrópu hefur einnig farið fjölgandi milli ára en 34 slíkar beiðnir bárust í fyrra samanborið við 16 árið 2023. „Við erum í samstarfi um leit að hættulegum einstaklingum. Það er evrópskt samstarf sem er með það að markmiði að finna og handtaka hættulega glæpamenn sem hafa flúið land. Það er mjög áhugavert verkefni sem við höfum unnið með í,“ segir Silvía. Nokkrar sveiflur eru á milli ára hvað varðar þessa tegund mála en tölur síðasta árs eru engu að síður vel yfir meðaltali síðustu fimm ára.Ríkislögreglustjóri Þetta verkefni hafi borið árangur. „Tvisvar á síðasta ári handtókum við aðila hérna í gegnum þetta samstarf,“ segir Silvía en samstarfið hefur einnig leitt til þess að tekist hefur að handtaka fleiri og staðsetja þá fyrr. Ekki má gleyma að auk verkefna sem tengjast handtöku- og framsalsbeiðnum fæst deildin einnig við endurheimt og haldlagningu á stolnum eignum og munum eða leit að verðmætum sem oft tengjast alþjóðlegri glæpastarfsemi og peningaþvætti. „Það er verið að flytja bíla á milli, ökutæki, skotvopn, skilríki, verðmæta muni og listmuni og málverk,“ nefnir Silvía sem dæmi. Fjórfalt fleiri týndir í útlöndum Hún nefnir einnig sem dæmi verkbeiðnir sem tengjast leit að týndum einstaklingum sem eru í vexti. Þannig var til að mynda fjórföldun í fjölda mála vegna týndra einstaklinga erlendis árið 2024 samanborið við árið á undan. Nýtt verklag var tekið upp í fyrra vegna týndra einstaklinga erlendis. Tölurnar ná einungis yfir mál sem hefjast á Íslandi en tölfræði síðasta árs sýnir fjórföldun á milli ára.Ríkislögreglustjóri Skráðar tölur ná hins vegar aðeins yfir slík mál sem hefjast hér á Íslandi, það er þegar aðstandendur tilkynna um týndan einstakling á lögreglustöð á Íslandi en nær ekki yfir einstaklinga sem hafa verið tilkynntir týndir á lögreglustöð í útlöndum. Deildin sinnti um tuttugu slíkum erindum í fyrra en grafið hér að ofan sýnir vel þróun síðustu fimm ára. Sumir týnast viljandi Deildin sinnir líka erindum sem koma að utan þar sem erlend yfirvöld eða ástvinir eru að leita að aðstandendum á Íslandi. „Þeim fer fjölgandi en það er voða mismunandi ár frá ári. Sum ár er mjög mikið að gera í þessu, leit að einstaklingum, en önnur ár er bara eitt og eitt. En þeim fer fjölgandi, það er alveg rétt,“ segir Silvía. „Svo fáum við náttúrlega fullt af upplýsingum um einstaklinga í viðkvæmri stöðu, sjálfsvígshótanir og mannslát og við þurfum náttúrlega að bregðast mjög fljótt við þessum upplýsingum. Það er líka aukning í þessu.“ Mál af þessum toga geta verið viðkvæm og vandmeðfarin. „Sumir eru týndir að eigin ósk. Þú mátt vera týndur og þó svo að fjölskylda leiti að einstaklingnum og við finnum hann þá megum við ekki láta vita hvar hann er. Fólk hefur val um að vera týnt, að láta sig hverfa,“ útskýrir Silvía. Allar deildir þurfi fleiri hendur Ljóst er að alþjóðadeildin situr ekki auðum höndum en þar starfa ríflega tíu manns sem takast á við verkefnin. En hvernig eruð þið í stakk búin til að anna auknum fjölda verkefna? „Við önnum okkar verkefnum en við getum alltaf gert betur og mættum í rauninni alveg vera fleiri,“ svarar Silvía. „Öll lögreglan í heild sinni þarf fleira fólk. Það er sama hvar þú kemur við, það þurfa allir meiri mannskap, allar deildir þurfa fleiri hendur.“ Einnig jákvæð merki Þótt verkefnin séu ærin og álagið fari vaxandi er það að vissu leyti ekki alfarið komið til af slæmu. Ísland nýtur einnig góðs af auknu og þéttara samstarfi við erlend lögregluyfirvöld og fjölgun mála þar sem leitað er liðsinnis íslenskra lögregluyfirvalda bendir til þess að vaxandi traust ríki á milli samstarfslanda á vettvangi Interpol, Europol og Schengen. „Við höfum fengið aðstoð frá bæði Europol og Interpol sem hafa komið hingað og aðstoðað okkur í rannsóknum og við höfum einnig lagt til mannskap í þeirra rannsóknir, þetta er á báða vegu.“
Lögreglan Lögreglumál Utanríkismál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent