„Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2025 14:45 Kristrún Frostadóttir er forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að það kæmi sér verulega á óvart ef af samruna Arion banka og Íslandsbanka yrði, sé tekið mið af fyrri ákvarðanatöku Samkeppniseftirlitsins á fjármálamarkaði. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um sendi stjórn Arion banka stjórn Íslandsbanka erindi á föstudag þar sem áhuga á samruna bankanna tveggja var lýst yfir. Sameinaður banki yrði sá stærsti á markaði hér á landi, um þriðjungi stærri en Landsbankinn. Ríkissjóður er enn sem komið er stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka með 42,5 prósenta eignarhlut, sem stendur til að selja í opnu útboði á næstu misserum. Gengi samruni Arion banka og Íslandsbanka í gegn fyrir söluna, yrði ríkið áfram stærsti einstaki hluthafi sameinaðs bankans. Talsvert um efasemdaraddir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að hann teldi samrunann ekki myndu koma til með að auka samkeppni á fjármálamarkaði. Skoða yrði heildarhagsmuni allrar þjóðarinnar. Þá hafa formenn bæði efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndar lýst yfir miklum efasemdum um ágæti mögulegs samruna. Það hefur formaður Neytendasamtakanna gert sömuleiðis. Ríkið ekki lengur í meirihluta Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður spurði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra út í mögulegan samruna, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Eins og staðan er núna er stjórn Íslandsbanka að taka þetta tilboð til skoðunar. Auðvitað er staðan sú að íslenska ríkið er ekki eini aðilinn sem situr þarna við borðið. Íslenska ríkið er komið undir meirihluta í Íslandsbanka. Við verðum auðvitað að gefa fólki eðlilegan tíma til þess að fara í gegnum þá stöðu sem komin er upp,“ segir Kristrún. Líta verði til almannahagsmuna Sem áður segir hefur Kristrún efasemdir um að Samkeppniseftirlitið myndi heimila samrunann, ef til hans kæmi, miðað við fyrri ákvarðanir hans á fjármálamarkaði. „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika.“ „Ef þú spyrð mig um mína pólitíku skoðun, þá skil ég alveg þau sjónarmið að fólk vilji ýta undir skilvirkni og hagræðingu. Það breytir því samt ekki að málin flækjast þegar kemur að neytendahliðinni, markaðslegu aðhaldi og hvert hagræðing rennur. Ég er kosin og við öll hérna í pólitík, til að gæta almannahagsmuna. Við þurfum að gæta almannahagsmuna í þessu máli og þess vegna munum við fylgjast mjög vel með á næstu dögum,“ segir Kristrún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslandsbanki Arion banki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. 16. febrúar 2025 20:28 Fjölmargar hindranir yrðu á vegi mögulegs risasamruna á bankamarkaði Mögulegur samruni Íslandsbanka og Arion, sem myndi búa til stærsta banka landsins og skapa mikla samlegð með aukinni stærðarhagkvæmni, yrði í senn flókinn og erfiður út frá samkeppnislegum sjónarmiðum, meðal annars þegar kæmi að stöðu sameinaðs banka á sviði innlánastarfsemi, eignastýringarmarkaðar og útlánum til fyrirtækja. Það var mat Bankasýslunnar árið 2020, sem þá hélt utan um eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, að af samruna þessara banka gæti ekki orðið nema með sérstökum lögum en á það hefur verið bent að eigi að tryggja virka samkeppni á millibankamarkaði, til dæmis viðskipti með gjaldeyri, þurfi að vera að „lágmarki þrjár burðugar“ innlánstofnanir. 16. febrúar 2025 14:33 Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur og formaður Starfsgreinasambandsins segir galið að horfa upp á arðgreiðslur íslensku bankanna sem séu af sömu stærðargráðu og kjarasamningar sem áttu að tryggja stöðugleika í íslensku samfélagi. 16. febrúar 2025 13:18 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um sendi stjórn Arion banka stjórn Íslandsbanka erindi á föstudag þar sem áhuga á samruna bankanna tveggja var lýst yfir. Sameinaður banki yrði sá stærsti á markaði hér á landi, um þriðjungi stærri en Landsbankinn. Ríkissjóður er enn sem komið er stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka með 42,5 prósenta eignarhlut, sem stendur til að selja í opnu útboði á næstu misserum. Gengi samruni Arion banka og Íslandsbanka í gegn fyrir söluna, yrði ríkið áfram stærsti einstaki hluthafi sameinaðs bankans. Talsvert um efasemdaraddir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að hann teldi samrunann ekki myndu koma til með að auka samkeppni á fjármálamarkaði. Skoða yrði heildarhagsmuni allrar þjóðarinnar. Þá hafa formenn bæði efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndar lýst yfir miklum efasemdum um ágæti mögulegs samruna. Það hefur formaður Neytendasamtakanna gert sömuleiðis. Ríkið ekki lengur í meirihluta Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður spurði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra út í mögulegan samruna, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Eins og staðan er núna er stjórn Íslandsbanka að taka þetta tilboð til skoðunar. Auðvitað er staðan sú að íslenska ríkið er ekki eini aðilinn sem situr þarna við borðið. Íslenska ríkið er komið undir meirihluta í Íslandsbanka. Við verðum auðvitað að gefa fólki eðlilegan tíma til þess að fara í gegnum þá stöðu sem komin er upp,“ segir Kristrún. Líta verði til almannahagsmuna Sem áður segir hefur Kristrún efasemdir um að Samkeppniseftirlitið myndi heimila samrunann, ef til hans kæmi, miðað við fyrri ákvarðanir hans á fjármálamarkaði. „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika.“ „Ef þú spyrð mig um mína pólitíku skoðun, þá skil ég alveg þau sjónarmið að fólk vilji ýta undir skilvirkni og hagræðingu. Það breytir því samt ekki að málin flækjast þegar kemur að neytendahliðinni, markaðslegu aðhaldi og hvert hagræðing rennur. Ég er kosin og við öll hérna í pólitík, til að gæta almannahagsmuna. Við þurfum að gæta almannahagsmuna í þessu máli og þess vegna munum við fylgjast mjög vel með á næstu dögum,“ segir Kristrún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslandsbanki Arion banki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. 16. febrúar 2025 20:28 Fjölmargar hindranir yrðu á vegi mögulegs risasamruna á bankamarkaði Mögulegur samruni Íslandsbanka og Arion, sem myndi búa til stærsta banka landsins og skapa mikla samlegð með aukinni stærðarhagkvæmni, yrði í senn flókinn og erfiður út frá samkeppnislegum sjónarmiðum, meðal annars þegar kæmi að stöðu sameinaðs banka á sviði innlánastarfsemi, eignastýringarmarkaðar og útlánum til fyrirtækja. Það var mat Bankasýslunnar árið 2020, sem þá hélt utan um eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, að af samruna þessara banka gæti ekki orðið nema með sérstökum lögum en á það hefur verið bent að eigi að tryggja virka samkeppni á millibankamarkaði, til dæmis viðskipti með gjaldeyri, þurfi að vera að „lágmarki þrjár burðugar“ innlánstofnanir. 16. febrúar 2025 14:33 Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur og formaður Starfsgreinasambandsins segir galið að horfa upp á arðgreiðslur íslensku bankanna sem séu af sömu stærðargráðu og kjarasamningar sem áttu að tryggja stöðugleika í íslensku samfélagi. 16. febrúar 2025 13:18 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. 16. febrúar 2025 20:28
Fjölmargar hindranir yrðu á vegi mögulegs risasamruna á bankamarkaði Mögulegur samruni Íslandsbanka og Arion, sem myndi búa til stærsta banka landsins og skapa mikla samlegð með aukinni stærðarhagkvæmni, yrði í senn flókinn og erfiður út frá samkeppnislegum sjónarmiðum, meðal annars þegar kæmi að stöðu sameinaðs banka á sviði innlánastarfsemi, eignastýringarmarkaðar og útlánum til fyrirtækja. Það var mat Bankasýslunnar árið 2020, sem þá hélt utan um eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, að af samruna þessara banka gæti ekki orðið nema með sérstökum lögum en á það hefur verið bent að eigi að tryggja virka samkeppni á millibankamarkaði, til dæmis viðskipti með gjaldeyri, þurfi að vera að „lágmarki þrjár burðugar“ innlánstofnanir. 16. febrúar 2025 14:33
Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur og formaður Starfsgreinasambandsins segir galið að horfa upp á arðgreiðslur íslensku bankanna sem séu af sömu stærðargráðu og kjarasamningar sem áttu að tryggja stöðugleika í íslensku samfélagi. 16. febrúar 2025 13:18