Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Jón Þór Stefánsson skrifar 17. febrúar 2025 16:55 Málið varðar stunguárás á Skúlagötu í Reykjavík á Menningarnótt. Vísir Drengurinn sem er ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps í Menningarnæturmálinu svokallaða sagðist í fyrstu muna lítið eftir atvikum málsins. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem er frá því í lok ágústmánaðar, nokkrum dögum eftir að þrjú ungmenni, sem voru stödd inni í bíl við Skúlagötu í Reykjavík, voru stunginn kvöldið 24. ágúst. Þegar umræddur úrskurður var gefin út var Bryndís Klara Birgisdóttir, sem var stungin umrætt kvöld, enn á lífi. En hún lést af sárum sínum nokkrum dögum seinna. Fjallað var ítarlega um má Bryndísar Klöru í Kompás á dögunum. Þáttinn má finna hér fyrir neðan. Sporhundar vísuðu veginn Í úrskurðinum kemur fram að lögreglan hafi handtekið drenginn á heimili hans skömmu eftir að málið kom upp. Notast hafi verið við sporhunda sem hafi rakið slóð drengsins frá vettvangi heim til hans. Daginn eftir hafi verið tekin skýrsla af drengnum sem sagðist muna lítið eftir kvöldinu. Hann hafi viljað ræða við dreng, einn þeirra sem var í bílnum umrætt kvöld, á bílastæðinu. Þar á eftir muni hann eftir sjálfum sér að ganga heim. Þegar heim var komið hafi hann farið að gráta og vitað að hann hefði gert eitthvað slæmt. Í annarri skýrslutöku sem var tekin tveimur dögum seinna neitaði hann að miklu leyti að tjá sig. Hann sagðist þó aftur hafa viljað tala við einhverja þá sem voru í bílnum, en hann sagðist þekkja þá vegna „fyrri hótana“. Þá hafi hann orðið reiður við að sjá stúlku með þeim. Í Kompás á dögunum kom fram að hann væri fyrrverandi kærasti stúlkunnar. Hann hefði fylgst með ferðum hennar í gegnum staðsetningarapp að bílnum. Síðan hafi hann bankað á bílrúðuna og sagst vilja ræða við hana. Svo hafi hann brotið rúðuna þegar því var neitað. Í kjölfarið hafi stunguárásin átt sér stað. Greindi foreldrum sínum frá árásinni Þá segir í úrskurðinum að fyrir liggi myndbandsupptaka úr öryggismyndavél á heimili drengsins þar sem hann sjáist og heyrist greina foreldrum sínum frá árásinni. Í Kompás sagði um þessa upptöku að þar hefði hann játað að stinga ungmennin þrjú. Seinna hafi hann síðan játað það hjá lögreglu. Jafnframt kemur fram í úrskurðinum að á heimilinu hafi fundist hnífur með mögulegu blóði í uppþvottavél. Sá hnífur mun þó síðar hafa verið útilokaður sem árásarvopnið. Í þætti Kómpáss var greint frá því að forráðamenn drengsins hefðu verið handteknir og grunaðir um að koma sönnunargögnum undan. Þau hafi komið drengnum í sturtu, sett fötin hans í þvottavél og falið hnífinn, en lögreglan fann hann í bakpoka í skotti á bíl þeirra. Mál þeirra var sent til héraðssaksóknara en síðar fellt niður vegna fjölskyldutengsla við drenginn en slíkt er refsilaust þegar um nána vandamenn er að ræða. Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka fyrir skaðabótakröfu pilts í Menningarnæturmálinu svokallaða. Héraðsdómur hafði áður vísað kröfunni frá dómi, en Landsréttur hefur vísað málinu aftur í hérað. 9. desember 2024 17:06 Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Sextán ára drengur sem er grunaður um að hafa stungið sautján ára stúlku til bana á Menningarnótt hefur verið ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps, fyrir að hafa stungið tvö önnur ungmenni í sömu árás. 28. nóvember 2024 17:29 Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Vopnaburður ungmenna hefur nú þegar valdið óbætanlegum skaða segir dómsmálaráðherra. Hnífaárásir megi ekki verða hluti af íslenskum veruleika og mikilvægt sé að efla geðheilbrigðisþjónustu. Undanþága frá refsingu vegna hylmingar og undanskoti sönnunargagna verði skoðuð. 11. febrúar 2025 19:00 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem er frá því í lok ágústmánaðar, nokkrum dögum eftir að þrjú ungmenni, sem voru stödd inni í bíl við Skúlagötu í Reykjavík, voru stunginn kvöldið 24. ágúst. Þegar umræddur úrskurður var gefin út var Bryndís Klara Birgisdóttir, sem var stungin umrætt kvöld, enn á lífi. En hún lést af sárum sínum nokkrum dögum seinna. Fjallað var ítarlega um má Bryndísar Klöru í Kompás á dögunum. Þáttinn má finna hér fyrir neðan. Sporhundar vísuðu veginn Í úrskurðinum kemur fram að lögreglan hafi handtekið drenginn á heimili hans skömmu eftir að málið kom upp. Notast hafi verið við sporhunda sem hafi rakið slóð drengsins frá vettvangi heim til hans. Daginn eftir hafi verið tekin skýrsla af drengnum sem sagðist muna lítið eftir kvöldinu. Hann hafi viljað ræða við dreng, einn þeirra sem var í bílnum umrætt kvöld, á bílastæðinu. Þar á eftir muni hann eftir sjálfum sér að ganga heim. Þegar heim var komið hafi hann farið að gráta og vitað að hann hefði gert eitthvað slæmt. Í annarri skýrslutöku sem var tekin tveimur dögum seinna neitaði hann að miklu leyti að tjá sig. Hann sagðist þó aftur hafa viljað tala við einhverja þá sem voru í bílnum, en hann sagðist þekkja þá vegna „fyrri hótana“. Þá hafi hann orðið reiður við að sjá stúlku með þeim. Í Kompás á dögunum kom fram að hann væri fyrrverandi kærasti stúlkunnar. Hann hefði fylgst með ferðum hennar í gegnum staðsetningarapp að bílnum. Síðan hafi hann bankað á bílrúðuna og sagst vilja ræða við hana. Svo hafi hann brotið rúðuna þegar því var neitað. Í kjölfarið hafi stunguárásin átt sér stað. Greindi foreldrum sínum frá árásinni Þá segir í úrskurðinum að fyrir liggi myndbandsupptaka úr öryggismyndavél á heimili drengsins þar sem hann sjáist og heyrist greina foreldrum sínum frá árásinni. Í Kompás sagði um þessa upptöku að þar hefði hann játað að stinga ungmennin þrjú. Seinna hafi hann síðan játað það hjá lögreglu. Jafnframt kemur fram í úrskurðinum að á heimilinu hafi fundist hnífur með mögulegu blóði í uppþvottavél. Sá hnífur mun þó síðar hafa verið útilokaður sem árásarvopnið. Í þætti Kómpáss var greint frá því að forráðamenn drengsins hefðu verið handteknir og grunaðir um að koma sönnunargögnum undan. Þau hafi komið drengnum í sturtu, sett fötin hans í þvottavél og falið hnífinn, en lögreglan fann hann í bakpoka í skotti á bíl þeirra. Mál þeirra var sent til héraðssaksóknara en síðar fellt niður vegna fjölskyldutengsla við drenginn en slíkt er refsilaust þegar um nána vandamenn er að ræða.
Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka fyrir skaðabótakröfu pilts í Menningarnæturmálinu svokallaða. Héraðsdómur hafði áður vísað kröfunni frá dómi, en Landsréttur hefur vísað málinu aftur í hérað. 9. desember 2024 17:06 Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Sextán ára drengur sem er grunaður um að hafa stungið sautján ára stúlku til bana á Menningarnótt hefur verið ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps, fyrir að hafa stungið tvö önnur ungmenni í sömu árás. 28. nóvember 2024 17:29 Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Vopnaburður ungmenna hefur nú þegar valdið óbætanlegum skaða segir dómsmálaráðherra. Hnífaárásir megi ekki verða hluti af íslenskum veruleika og mikilvægt sé að efla geðheilbrigðisþjónustu. Undanþága frá refsingu vegna hylmingar og undanskoti sönnunargagna verði skoðuð. 11. febrúar 2025 19:00 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka fyrir skaðabótakröfu pilts í Menningarnæturmálinu svokallaða. Héraðsdómur hafði áður vísað kröfunni frá dómi, en Landsréttur hefur vísað málinu aftur í hérað. 9. desember 2024 17:06
Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Sextán ára drengur sem er grunaður um að hafa stungið sautján ára stúlku til bana á Menningarnótt hefur verið ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps, fyrir að hafa stungið tvö önnur ungmenni í sömu árás. 28. nóvember 2024 17:29
Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Vopnaburður ungmenna hefur nú þegar valdið óbætanlegum skaða segir dómsmálaráðherra. Hnífaárásir megi ekki verða hluti af íslenskum veruleika og mikilvægt sé að efla geðheilbrigðisþjónustu. Undanþága frá refsingu vegna hylmingar og undanskoti sönnunargagna verði skoðuð. 11. febrúar 2025 19:00